Fólkið í þokunni

Nú í „Kjarnanum“ birtist nokkuð lýsandi grein skrifuð af Þórði Snæ sem skýrir nokkuð stöðu fólks sem dregur fram lífið á launum frá Tryggingastofnun sem kallast íhaldsheitinu „örorkubætur“.

Því þetta eru auðvitað laun og ekkert annað, en ekki bætur. Það er ekkert verið að bæta eitt né neitt. Örorka eða fötlun verður ekki bætt eða læknuð með peningum

Í greininni segir frá því að allar reglur og lög um hvernig upphæðir slíkra launa skuli vera hverju sinni séu í raun brotnar, öll vinnubrögð séu óútskýranleg því fólki sem býr við þennan kost.

Allar ákvarðanir virðast taka mið af pólitískum hentugleikum þess ráðherra sem er fjármálaráðherra hverju sinni. M.ö.o. fólkið sem háð þessu lífviðurværi býr í þoku og þekkingarleysi um hvernig laun þess eru ákvörðuð.

Það er auðvitað óviðunandi að svona ástand ríki á meðan VG er í ríkisstjórn þótt málaflokkurinn sé á hendi gömlu valdaflokkana og stjórnsýslulegri ábyrgð. Þeirra flokka sem bera í raun ábyrgð á þessu ástandi. Svelti-aðferðinni sem á að knýja nöktu konuna til að spinna þótt heilsulaus sé.

Það er auðvitað ógnvekjandi ástand að fjöldi fólks með 75 prósent örorku- og endurhæfingarmat á Íslandi skuli hafa tvöfaldast á tæpum tuttugu árum. Þetta er auðvitað viðfangsefni sem takast verður á við með mannúðlegum hætti.

Auk þess sem eftirlaunafólki fer hraðfjölgandi. Þessi mál leysast ekki með valdi og svelti-tilburðum, þar verða að koma til félagsleg úrræði.

Húsnæðismál láglaunafólks hafa lengi verið í ólestri eða allar götur frá valdatíð Davíðs Oddssonar. Ef tekið væri á þeim vanda með félagslegum hætti, mætti bæta stöðu þessa láglaunafólks mjög verulega.

Einnig gætu opinberar stofnanir og fyrirtæki auðveldlega nýtt sér vinnukraft fólks sem er með örorkumat og að einhverju leiti skerta starfsgetu. Það búa allir einstaklingar við einhverja skerta starfsgetu.

Þá þyrfti að leysa launamálin og tengd skattamál með eðlilegum og sanngjörnum hætti. Það verður að hætta að láta fordóma ráða þar för.

En einnig verður sanngirni að ríkja því greinilegt er að fullstarfandi og skattgreiðandi fólki fer hlutfallslega fækkandi í framtíðinni.

KJARNINN.IS
 
Þegar verið er að taka ákvarðanir um hækkun á örorkulífeyri milli ára er stuðst við spá um launaþróun. Sú spá er oftast nær lægri en raunveruleg hækkun launa milli ára.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri eðlilegt að örorkubætur myndu ekki skerðast fyrr en heildartekjur viðkomandi eru komnar yfir eitthvert ákveðið viðmið. Það mætti til dæmis hugsa sér að svo lengi sem heildartekjur eru undir því sem nemur meðallaunum tekjulægsta fjórðungsins væru engar skerðingar, en þær kæmu svo inn smátt og smátt þar til tekjum næstefsta tekjufjórðungs væri náð. Eitthvað slíkt. Því það á ekki að hindra fólk sem hefur tekjur undir fátæktarmörkum í að bæta kjör sín, og það á heldur ekki að greiða hátekjufólki örorkubætur.

Og ég er ekki sammála þér um að það eigi að kalla þetta laun. Laun eru borguð fyrir vinnu. Bætur eru borgaðar til þeirra sem ekki geta unnið.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2019 kl. 16:59

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Þorsteinn og takk fyrir þínar hugmyndir. Það er auðvitað ekki við því að búast að við værum sammála. En gætti þess að setja ekki fram tillögur frá mér, þetta eru fyrst og fremst hugleiðingar vegna greinar Þórðar Snæs. Ég er ekki endilega sammála öllu því sem hann segir en greinin er góð svo langt sem hún nær. 

Það breytir engu hvort við köllum þessar greiðslur bætur, ölmussur, lífeyrir eða eitthvað annað, eru þetta laun engu að síður. Á síðustu árum hefur það eftirlaunafólk sem hefur það best verið hvað harðast í því að fá hærri eftirlaun (sem heita í lögunum ellilífeyrir). Harðasta fólkið er oft fólk sem hefur greitt frekar lítið til sjóða eða í tekjuskatt og hefur starfað við rekstur af einhverju tagi. Einnig krefst þetta fólk að fá eftirlaunin sín frá TR. sem það telur sig hafa unnið fyrir.

En ég er svo ósvífinn að hafa engar áhyggjur af þessu fólki, heldur fyrst og fremst áhyggjur af fólki sem getur ekki sótt sér tekjur með vinnu.    

Kristbjörn Árnason, 23.4.2019 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband