Hinar heilögu kýr

  • Lífeyrissjóðirnir eru ekkert eyland og stjórnir þeirra hafa gert mörg axasköft í gegnum tíðina.

En sjóðsstjórnirnar hafa starfað eins þær séu heilagar og öllum óháðar. Það er ekkert sérkennilegt við það þótt VR skipti um fulltrúa í þessari stjórn og veiti henni aðhald.
Helguvík
Það er a.m.k. mjög sérkennilegt að sjóðurinn þurfi að hækka vexti um 10% í einum lánaflokk án haldbærra skýringa.

Á sama tíma og stýrivextir hafa þegar lækkað um 11% og tilkynnt hefur verið um að á næstunni verði stýrivextir lækkaðir enn frekar. 

Þetta sjóðakerfi kostar 15,5% af umsömdum launum launafólks, það eru mjög há iðgjöld. Stjórn sjóðsins er einnig algjörlega háð VR ef gera þarf kjarasamninga um breytingar á iðgjöldum til sjóðsins. 

Bara til upprifjunar, að þá hafnaði samninganefnd launafólks í þjóðar-sáttar samningunum 1990 kröfu lífeyrissjóðanna iðgjaldahækkanir á þeim tíma.


mbl.is Gagnrýnir afskipti Ragnars Þórs harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjóðsstjórnirnar eru óháðar verkalýðsfélögunum. Stjórnarmenn starfa fyrir lífeyrissjóðina en ekki verkalýðsfélögin. Og stjórnarmönnum ber lagaleg skylda til að gæta eingöngu hagsmuna sjóðanna. Verkalýðsfélögin hafa ekkert boðvald yfir stjórnarmönnum lífeyrissjóðanna.

Skipti VR um fulltrúa í þessari stjórn og veiti henni aðhald, fjarstýri, þá verður VR ábyrgt fyrir öllu tjóni sem rekja má til afskipta VR. Þvinguð lækkun vaxta verður tekjutap sem sækja má í sjóði VR. Fyrir utan það að um refsivert brot er að ræða.

Iðgjöld í lífeyrissjóði eru ákvörðuð með lögum og samningum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Lífeyrissjóðirnir hafa enga aðkomu að því að ákveða hækkanir eða lækkanir iðgjalda og hafa aldrei gert kröfu eða tekið afstöðu í aðra hvora áttina eða hina. Lífeyrissjóðirnir höfðu heldur ekki neina aðkomu að þjóðarsáttarsamningunum.

Lánaflokkurinn sem hækkaði eru vísitölubundin lán. Stýrivextir hafa engin áhrif á vísitölubundin lán og tengjast þeim ekkert. Svipað og tollur á eplum á verð á appelsínum. Að blanda stýrivöxtum í umræðuna er því rangt og villandi. Spyrja má hvort það sé gert af fáfræði eða vísvitandi til að blekkja.

Vagn (IP-tala skráð) 21.6.2019 kl. 01:54

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

óttalegt bull er þetta hjá þér Vagn. Þú þarft að kynna þér málið

Kristbjörn Árnason, 21.6.2019 kl. 03:43

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Voru SA í blekkingarleik þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir?

Guðrún Hafsteinsdóttir varaformaður stjórnar LIVE, atvinnurekandi og formaður SI telur okkur í verkalýðshreyfingunni vera með frekleg afkipti af stjórn sjóðsins og sakar mig persónulega um skuggastjórnun og hótanir.

Þessum alvarlegu ásökunum verður varla svarað öðruvísi en að nú sé tími til kominn að verkalýðshreyfingin beiti sér fyrir því að atvinnurekendur fari úr stjórnum lífeyrissjóða.

Það hefur lengi verið rökstuddur grunur um skuggastjórnun af hálfu fyrrum stjórnarmanna úr röðum SA og því broslegt að slíkar ásakanir skuli koma úr röðum þeirra sem sjóðirnir hafa raunverulega þjónað.

Þessi hörðu viðbrögð koma ekki á óvart í ljósi þess að krafa okkar í verkalýðshreyfingunni er að sjóðirnir starfi með siðferðislegri sjónarmið að leiðarljósi og taki hag almennings (allra sjóðfélaga) framyfir taumlausa græðgi og þjónkun við fjármálakerfið.

Um þetta eru til ályktanir frá síðasta Alþýðusambands þingi þar sem segir meðal annars að almenningur skuli njóta góðs af lækkun vaxta á skuldabréfamarkaði. Einnig var samþykkt ályktun um að sjóðirnir fjárfesti ekki í fyrirtækjum sem greiða ofurlaun og bónusa.

Það kemur fram í málflutningi fyrrum formanns LIVE að stjórnin hafi stefnt að vaxtahækkun í þessum lánaflokki í heilt ár. EITT ÁR!!

Höfðu þá SA vitneskju um að til stæði að hækka vexti á meðan okkur var lofað að eftirgjöf af launakröfum fæli í sér lækkun vaxta?

Voru þetta allt saman eintómar blekkingar?

Í ljósi þess að engin haldbær rök voru fyrir hækkun sjóðsins á breytilegum vöxtum, þvert á móti hefðu þeir átt að lækka, og að stjórn sjóðsins „fannst“ vextir vera orðnir of lágir, og breyttu þannig um viðmið í miðri á, má spyrja um réttarstöðu þeirra sjóðfélaga sem eru með lán á breytilegum vöxtum hjá sjóðnum.

Guðrún Hafsteinsdóttir bítur svo hausinn af skömminni með því að kalla eftir viðbrögðum FME vegna breytinga sem við gerðum á fulltrúum okkar í stjórn LIVE. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Samtök atvinnulífsins vilja ráða eða hafa áhrif á það hvaða fulltrúa verkalýðshreyfingin skipar á móti þeim í stjórn. Af hverju ætli það sé?

Ef Guðrún Hafsteinsdóttir kallar eftir viðbrögðum FME vegna þeirra breytinga sem við samþykktum á stjórn sjóðsins, og erum í fullum rétti til, þá mætti hún láta nokkrar af glórulausum fjárfestingum sjóðsins fylgja með í þeirri beiðni um skoðun.

Það er löngu orðið tímabært að sjóðfélagar og almenningur, í gegnum verkalýðshreyfinguna, standi í lappirnar gegn vaxtaokri og öðru siðleysi sem fengið hefur að þrífast innan lífeyrissjóðakerfisins alltof lengi.

Texti frá  Ragnari Þór  formanni  VR

Kristbjörn Árnason, 21.6.2019 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband