Nú titra gamblarar sem aldrei fyrr

  • Nú titrar frjálshyggjufólkið í landinu vegna þess að fjölmennasta verkalýðsfélag landsins vogar sér að hafa stefnu í vaxtamálum og vogar sér að hafa stefnu í starfsháttum lífeyrissjóðs verslunarmanna
    *
  • Frjálshyggjuliðið óttast auðvitað einnig, að EFLING komi í kjölfarið á VR í lífeyris pólitíkinni og síðan helstu verkalýðsfélög landsins. Það eru einmitt miklar líkur á því.

lífeyrissjóðirnir

Það hefur lengi verið ljóst að hin „bláa-hönd“ hefur í raun haft yfirhöndina er varðar rekstur lífeyrissjóðanna og stefnu þeirra í vaxtamálum og lánamálum.

Þetta vald hefur í raun verið vökvað í gríðarlegri miðstýringu á málefnum sjóðanna á vettvangi samtaka atvinnurekenda ásamt hliðargeirum þess.

Þar hefur stefna fulltrúa atvinnurekenda ásamt fjárfesta verið mótuð allt er varðar starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu og þeirra fulltrúar hafa framfylkt þeirri stefnu sem þar er mótuð.

Atvinnurekendum hafa haft yfirhöndina vegna flokkslegra banda á milli aðla þar sem margir fulltrúar launafólks eru flokksbundnir Sjálfstæðismenn sem eru greinilega bundnir af tiltekinni stefnu.

Fulltrúar launafólks í stjórnum lífeyrissjóðanna er ekki skipulagt lið, heldur hópur með mjög mismunandi viðhorf , bæði hagsmunatengd atvinnugreinum og af pólitískum viðhorfum.  

Ég geri ráð fyrir að VR verði áfram frjálst af því hvernig það velur fulltrúa sína í stjórn lífeyrissjóðsins. Það geti t.a.m. ekki verið hlutverk FME að kveða á um hvernig það er gert. Aðal atriðið er að valið fari fram með lýðræðislegum hætti.

FME ætti auðvitað að rannsaka það hvernig samtök atvinnurekenda kýs um sína  fulltrúa í stjórnum allra lífeyrissjóða í landinu.

Þá virðist það vera algjörlega órannsakað  af hálfu FME hvernig lífeyrissjóða apparatið kom að hrundansinum og hvernig sá dans rýrði mjög lífeyrismöguleika sjóðfélaga lífeyrissjóðanna.


mbl.is Fagnar lífsmarki FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Af gefnu tilefni, þegar það kemur upp á hér að einhverjir vaða hér upp ómerktir og eru með skæting þá eyði ég þeim. Það vill svo til að ég sem fyrrum formaður í verkalýðsfélagi þekki nokkuð vel reglurnar  og lög um lífeyrissjóðina. Sem allt á sinn uppruna í kjarasamningum.

Það er t.d. ekkert í lögunum sem segir til um hvaða aðferðir verkalýðsfélögin nota til að tilnefna sína fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóðina. Líklega er það algjört einsdæmi með þennan lífeyrissjóð að það er eitt verkalýðsfélag sem tilnefnir alla fulltrúa launafólks í stjórn sjóðsins.  En nánast alltaf þurfa mörg félög að koma sér saman hverjir sitja í stjórn sjóðanna fyrir launafólk. 

Þá þekki ég þokkalega fimm ára rifrildið sem var innan ASÍ á sínum tíma, þegar í ljós kom að atvinnurekendur ættu að leggja til stjórnarmenn stjórn lífeyrissjóðina og það jafnmarga og launafólk. Atvinnurekendur eru almennt ekki sjóðfélagar í almennu lífeyrissjóðunum. Fyrir 1980 bar þeim engin skylda til að vera í lífeyrissjóði en eftir þann tíma gátu þeir valið sér sjóð og þeir hafa einnig skipt um sjóði.

Kristbjörn Árnason, 24.6.2019 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband