Láta þeir í veðri vaka, að þeir heyi þessa baráttu fyrir hagsmuni neytenda. Flestir sjá í gegnum þennan áróður þeirra, því þeir eru auðvitað aðeins að hugsa um eigin hagsmuni en ekki um hagsmuni þjóðarinnar.
Lobbíistar þeirra töldu sig á dögunum hafa unnið mikilvægan áfangasigur þegar ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við ráðherra landbúnaðarins að leyfður yrði tollfrjáls innflutningur á lambahryggjum í mánaðartíma fram að sláturtíð.
Enn líklegra er að kaupmenn sjálfir hafi bæði nú og síðasta sumar fryst gríðarlegar birgðar af lambahryggjum til að skapa skort. Nú væla kaupmenn þar sem ráðherra hefur ekki farið að ráðum nefndarinnar því í ljós kom að enginn skortur er á þessu kjöti.
Þeir segja nú að tugir tonna af erlendum lambahryggjum eru á leið til landsins og gætu mögulega komið í búðir í næstu viku.
Þetta segir Andrésa Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), í Morgunblaðinu í dag.
Kjötið var pantað í kjölfar tillögu ráðgjafanefndar til ráðherra.
- Vonandi verða þeir bara að skila þessu gamla lambakjöti til baka, því það má ekki koma inn í landið án sérstakra leyfa
* - Þær fullyrðingar um að einhver neyð skapist ef ákveðin afurð af lambakjöti verði ekki tiltækt í nokkra daga í verslunum. Stenst enga skoðun
* - Fólk kaupir þá bara aðra vöru hjá kaupmanninum til neyslu. Kaupmenn tapa engu, engin neyð hjá neytendum
* - Þeir einu sem tapa eru þá bændur og afurðarstöðvar þeirra
* - En það er auðvitað hreint óeðli að niðurgreiða íslenska landbúnaðarvörur sem fluttar eru út til annarra landa.
Athugasemdir
Það þarf engin leyfi til að flytja inn frosið kjöt. En til að fá niðurfellingu á verndartollunum þá þarf bara að vera skortur. Kaupmenn sjá sér hag í því að geta boðið ódýrt innflutt lambakjöt þegar innlendir framleiðendur geta, eða vilja, ekki afhenda vöruna til sölu í verslunum. Og sumir kúnnar verslunarinnar mundu kjósa að kaupa frekar innfluttan hrygg en innlent súpukjöt á sama verði. Sumir þurfa að horfa í aurinn og finnst nóg um þvingaða árgjaldið í styrktarsjóð sauðfjárbænda og okurverðið á afurðunum.
Vagn (IP-tala skráð) 31.7.2019 kl. 19:55
Ekki veit ég hvaða Vagn þú ert minn kæri. Ég var reyndar ekkert að tala um landbúnaðarpólitíkina á Íslandi. Ég er fyrst og fremst að ræða um þann lobbíisma sem er í gangi á vegum hagsmunasamtka atvinnurekenda. Mundu að bændur teljast til atvinnurekenda í skattskrám. Það er bara enginn skortur og það er staðreynd og kaupmönnum er alveg sama um hagsmuni neytenda sem slíkra. Einnig er fráleitt að skattgreiðendur á Íslandi niðurgreiði matvæli í öðrum löndum.
Það hafa af því borist fréttir að íslenskt lambakjöt sé miklu ódýrara í Noregi af öllum löndum en hér hjá íslenskum kaupmönnum. Þetta þyrfti einnig að rannsaka af hlutlausum aðilum. Það er auðvitað eitt og annað sem ekki er í lagi.
Ég hef enga trú á því að ástandið lagist við það, að kaupmenn fari að flytja inn lambakjöt frá bláfátæækum bændum t.d. Grikklandi sem framleiða gott kjöt miðað við þær aðstæður sem eru þar í landi. Grikkir kunna svo mjög vel að matreiða þetta kjöt sitt. Reyndar held ég að afurðarstöfðvarnar séu að maka krókinn en einng kaupmenn. Þeir taka örugglega óeðllega of mikið til sín.
Kristbjörn Árnason, 31.7.2019 kl. 20:14
Það er undarlegur málflutningur að vera á móti því að ég fái ódýr matvæli vegna þess að þig grunar að ekki sé um launalaust sjálfboðaliðsstarf hjá verslunarmönnum að ræða og að eitthvað kunni að renna í þeirra vasa.
Verslanir fá ekki Íslenska kjötið til sölu sem afurðastöðvarnar segjast hafa, það flokkast sem skortur.
Vagn (IP-tala skráð) 31.7.2019 kl. 22:36
ekkert hef ég á móti því Vagn að þú fáir keypta ódýra matvöru. En hafa ber í huga í þessu samhengi að Ísland er dýrasta land í Evrópu og líklegast í heimi þegar kemur að almennu verðlagi á t.d. matvöru. Íslenskir kaupmenn bera megin ábyrgðina á þessu háa verðlagi á Íslandi, í mínum huga mun verðlag ekki batna á kjöti ef kaupmenn fara almennt að flytja til landsins kjöt. Kaupmenn fá miklu meira til sín en bændur af hverjum lambakjötsskrokk.
Kristbjörn Árnason, 1.8.2019 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.