Með þessum málalyktum er morgunljóst að VR hefur nú unnið fullnaðarsigur gegn atvinnurekendum í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og gagnvart Fjármálaeftirlitinu. Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir samtök atvinnurekenda í landinu sem tókst að beita FME fyrir sig í málinu og Landsambandi lífeyrissjóða.
Þessir aðilar hefðu alls ekki bakkað með sinn yfirgang nema vegna þess að ljóst var að þeir höfðu algjörlega rangt fyrir sér.
Áratugalöng yfirráð samtaka atvinnurekenda með flokks-pólitískum stuðningi úr Sjálfstæðisflokknum var og er bara yfirgangur sem ekki stenst nein lög eða reglur.
Þetta gamla vígi Sjálfstæðisflokksins í VR og lífeyrissjóðnum er nú hrunið, vatnasklin urðu er í ljós kom um árið hvernig spilling þessara aðila grasseraði þarna sem annarstaðar í samfélaginu.
Samtök atvinnurekenda hafa reynt að halda dauðahaldi í völd sín yfir sjóðnum en nú fyrst hafa þau verið brotin á bak aftur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.