25.8.2019 | 17:18
Intrnetið er hættulegasta vopn nútímans.
Duterte forseti Filipseyja rekur þéttriðið net á samfélagsmiðlum þar sem fölskum fréttum um stöðu mála í landinu er dreift stanslaust alla daga, andstæðingar forsetans sagðir vinna fyrir erlendar leyniþjónustur og þiggja mútur.
Þannig hefur fölskum myndböndum af fjölmörgum andstæðingum forsetans og baráttufólki fyrir frelsi almennings verið dreift á netinu þar sem það er látið viðurkenna að vera eiturlyfjaneytendur sem vinni með eiturlyfjasölum.
Duterte forseti hefur skipað margar af klappstýrum sínum úr bloggheimum til æðstu metorða innan filippseysks stjórnkerfis án þess að þeir hafi reynslu eða þekkingu til að gegna embættunum. Allar lýðræðis hugmyndir eru hunsaðar og kúgunin algjör.
Það er ekki bara notað í áróðri við að stjórna fólki og brjóta niður réttlætis viðnám almennings í fjölmörgum löndum eða til að hafa áhrif í öðrum löndum og njósna um stjórnvöld og venjulegt fólk.
Netið er ekki síst notað af herveldunum í þessum tilgangi en einnig til að fjarstýra fljúgandi drápsvélum. En fasisk stjórnvöld og einræðisherrar víða um heiminn nota netið af framangreindum ástæðum og hafa einnig í höndum svona drápsvélar.
Ályktun Íslands braut ísinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Athugasemdir
Verst hvað það er erfitt að miða því.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.8.2019 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.