Láta þeir í veðri vaka, að þeir heyi þessa baráttu fyrir hagsmuni neytenda. Flestir sjá í gegnum þennan áróður þeirra, því þeir eru auðvitað aðeins að hugsa um eigin hagsmuni en ekki um hagsmuni þjóðarinnar.
Lobbíistar þeirra töldu sig á dögunum hafa unnið mikilvægan áfangasigur þegar ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara lagði til við ráðherra landbúnaðarins að leyfður yrði tollfrjáls innflutningur á lambahryggjum í mánaðartíma fram að sláturtíð.
Enn líklegra er að kaupmenn sjálfir hafi bæði nú og síðasta sumar fryst gríðarlegar birgðar af lambahryggjum til að skapa skort. Nú væla kaupmenn þar sem ráðherra hefur ekki farið að ráðum nefndarinnar því í ljós kom að enginn skortur er á þessu kjöti.
Þeir segja nú að tugir tonna af erlendum lambahryggjum eru á leið til landsins og gætu mögulega komið í búðir í næstu viku.
Þetta segir Andrésa Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), í Morgunblaðinu í dag.
Kjötið var pantað í kjölfar tillögu ráðgjafanefndar til ráðherra.
- Vonandi verða þeir bara að skila þessu gamla lambakjöti til baka, því það má ekki koma inn í landið án sérstakra leyfa
* - Þær fullyrðingar um að einhver neyð skapist ef ákveðin afurð af lambakjöti verði ekki tiltækt í nokkra daga í verslunum. Stenst enga skoðun
* - Fólk kaupir þá bara aðra vöru hjá kaupmanninum til neyslu. Kaupmenn tapa engu, engin neyð hjá neytendum
* - Þeir einu sem tapa eru þá bændur og afurðarstöðvar þeirra
* - En það er auðvitað hreint óeðli að niðurgreiða íslenska landbúnaðarvörur sem fluttar eru út til annarra landa.