Færsluflokkur: Bloggar

Hvers vegna er hálaunafólk að fá orlofs- og desemberuppbætur?

  • Það er vonlaust að skilja það, að fólk í hærri launaflokkum hjá ríkinu eins og kjörnir fulltrúar ýmsir hálaunaðir embættismenn eru að njóta desember-uppbótar eða orlofsuppbótar

    * 
  • Á sínum tíma var samið um þetta fyrirbæri í kjarasamningum í tengslum við  upptöku á staðgreiðsluskatti

    *
  • Þessar uppbætur áttu að mæta sérstökum kostnaðar tímabilum hjá láglaunafólki, en með upptöku á staðgreiðslusköttum snarhækkuðu skattar hjá launafólki

    *
  • Skattprósentan hélst óbreytt  en var skatturinn staðgreiddur um leið og laun voru greidd út

    *
  • En áður var skatturinn greiddur ári síðar, þá var mikil verðbólga er lækkaði skattagreiðslurnar mjög verulega

    *
  • Það kæmi sér betur fyrir launafólk í lægri launaflokkum að persónuafsláttur væri hækkaður verulega og væri látinn fylgja lægsta raunverulega launflokki eftir 5 ára starf í starfsgrein

    * 
  • Slíkur persónuafsláttur á auðvitað að vera tekjutengdur

    *
  • Á almennum vinnumarkaði halda eingreiðslur sem þessar niðri launatöxtum og eru þær í sérstöku dálæti hjá atvinnurekendum

    *
  • Eðlilegt er auðvitað að fólk sem þiggur laun frá Tryggingastofnun njóti sömu eingreiðslna og launafólk á meðan slíkt er við lýði.  

mbl.is Ótrúlegur munur á desemberuppbót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaráðherra í póker

  • Þetta er auðvitað mikilvæg viðleitni hjá forsætisráðherra.

En spurningin er brennandi um, hvenær allir þessir hagsmuna aðilar fara að ræða um kjarna málsins.

Hvenær þeir hætta að sýna fallegu gljáfægðu sverðin sín.

1. maí-2018

Ekki hefði ég viljað sitja undir þessum merkingarlausu sveiflum.

Það er ljóst, að á fundunum hefur til þessa farið fram hörð keppni milli hagfræðinga hagsmuna aðila um hver væru með flottustu Power Point glærurnar. Glærur sem þeir hafa sýnt hvor öðrum um áraraðir með smá tilfærslum milli ára.

Mér var sérstaklega starsýnt á hugmyndir um sérstakar reiknivélar fyrir: Tekjuskatt --Barnabætur --Vaxtabætur --Eignaskatt --Fasteignagjöld og Húsnæðisbætur (húsaleigubætur)

En engar hugmyndir um sérstaka reiknivél til að reikna út sérstaklega kaupmátt launa láglaunafólks og lífskjör þeirra sérstaklega með nýrri nálgun sem nauðsynlegt er að ná samningum um.

Efling 1. maí 2018

Það er kjarni málsins í dag og á það benti ég í morgun og spurði um plan VG í málinu. Pókerspil fjármálaráðherrans duga ekki í heiðarlegri umræðu um grundvallarmál. Þar skora auðvitað húsnæðiskjörin býsna hátt. Sem er þó mikilvægt að gert verði ef draga á úr stéttaskiptingu í landinu.

Ég veit auðvitað vel af því að þessi umræða er hreint eitur í huga hagfræðinga og fjármála aflanna í landinu, en er ofarlega í huga vinstri manna. En einnig í huga foringja tveggja stærstu verkalýðsfélaganna í landinu og reyndar miklu fleiri.

framleiðni

Þá fannst mér brandari samtaka atvinnurekenda um framleiðni vinnu launafólks aumkunnarverður. Glæran var á10 síðu glærusafnsins sem atvinnurekendur sýndu á 6. fundi var einstaklega skemmtileg.

Síðan er heitir: „Launakostnaður á framleidda einingu síðastliðin tvö ár“ Þar er gefið í skyn eins og löngum áður hjá samtökum atvinnurekenda að umsamdir launataxtar sé einhver stór breyta er varðar framleiðni.

Þetta er auðvitað alrangt því framleiðni vinnunnar ræðst alfarið af stjórnun framleiðslunnar og hvað er framleitt hverju sinni. Spurningin er jafnan um hvort framleiðslan skili góðum verðum. Síðan er umræðunni um framleiðni fjármagnsins algjörlega sleppt í jöfnunni.

Myndin sýnir augljóslega að launataxtar segja mjög lítið til um framleiðni, því framleiðnin er mest þar sem launin eru hæst. Til að gera umbætur verða atvinnurekendur að horfa í spegil að skoða hvað þeir sjálfir þurfa að gera betur. Sökin liggur algjörlega hjá þeim í þessu máli.

 

Nóg að sinni.


Erfiðir dagar hjá Sjálfstæðisflokki og hækjum hans.

  • Frá haustdögum hafa fulltrúar þessa flokks talað um óreiðu í rekstri borgarinnar og að hún sé stöðugt að safna skuldum
    *
  • Síðan kemur nú út síðasti ársreikningur núverandi borgarstjórnar. Þá kemur allt annað í ljós.

Reksturinn er samkvæmt öllum mælikvörðum mjög sterkur. Hagstætt umhverfi hjálpar auðvitað til en það gerir fjármálastjórnunin líka og hún hefur verið ábyrg.

  • Það er líka mjög ánægjulegt að bókhaldið hefur verið opnað á þessu kjörtímabili þannig að hver sem vill getur veitt því stíft aðhald
    *.
  • Þetta eru auðvitað endurskoðaður árreikningur og þar er ekkert hægt að fegra.

Eyþór hefur bullað um 15 milljarða skuld eins og hér má sjá:

Skuldirnar í borgarsjóði vaxa um 15 milljarða á síðasta ári sem er rosalegt í góðæri. Síðan sjáum við það að handbært fé í samstæðunni lækkar um 10 milljarða,“ segir Eyþór á Rúv.

Eyþór kýs að horfa framhjá þeirri staðreynd, að á síðasta ári gerði Reykjavíkurborg lífeyrissjóða skuldir sínar upp við Brú lífeyrissjóð í einu lagi.

Ekkert sveitarfélög kemst hjá þessu uppgjöri en þau gera það mishratt. Borgin er það sterk að hún gat gert þetta strax. Það væri óskandi að ríkissjóður gæti gert upp lífeyrissjóðaskuldir sínar.

Seltjarnarnesbær hefur birt sinn ársreikning og eingreiðsla til Brúar hafði þau áhrif þar að bærinn er rekinn með tapi – í góðæri.

Skólavörðustígur

Á Rúv segir Eyþór síðan:

Eyþór gagnrýnir að eignir borgarinnar eða það er að segja fyrirtækja hennar eins og Orkuveitunnar og Félagsbústaða, hafi verið endurmetnar og þær hækkaðar, það sé reiknuð stærð en ekki raunveruleg. Sem sagt verið að hækka eignir á pappírunum: „Eigum við ekki að það sé sölumálning á kosningavori. Það er verið að sölumála bílinn.“

Þetta er mjög alvarlegur rógburður. Reiknaðar stærðir á borð við fasteignir eru ekki ,,hækkaðar" sem einhver liður í því að hagræða bókhaldi vegna kosninga.
Hér ber Eyþór það á einhverja ótilgreinda aðila, væntanlega okkur í meirihlutanum, að vera að hagræða tölum vísvitandi af því að það eru að koma kosningar.

Hið rétta er að matsverð eigna breytist ár frá ári og eignir eru að hækka almennt í verði. Hið sama er að sjást í öðrum sveitarfélögum, eru þeir sem þar ráða þá líka að sölumála bíla?

Það eru löggiltir endurskoðendur sem setja upp þennan ársreikning og verður ekki viðkomið einhverjum pólitískum keilum.

Sem betur fer, er borgin óðum að ná sér eftir óstjórn Sjálfstæðisflokksins í fjármálum borgarinnar.


mbl.is Dagur og Eyþór á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef Vinstri grænir leiða ríkisstjórn, lækka skattar á láglaunafólki

  • Það sýna þessi línurit um breytingar á sköttum frá árinu 2013, þ.e.a.s. fyrri myndin
    *
  • Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með skattaníðslu á venjulegu láglaunafólki frá 1997. Í 20 ár.

Fyrri myndin sýnir mjög skýrt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur lækkað skatta á hálaunafólki.

En myndin sýnir einnig hvernig þessi gamli yfirstéttarflokkur hefur hækkað skatta á láglaunafólki. Myndin sýnir einnig launaþróun þessara tveggja hópa þessi síðustu 3 ár.

Á mynd tvö má sjá að Davíð Oddsson byrjaði að skerða kjör láglaunafólks með umtalsverðum skattahækkunum frá árinu 1997. Það gerði hann vegna þess að það varð að bæta upp tekjutap ríkissjóðs vegna hins nýja fjármagnstekjuskatts sem var þá 10% heildarskattur af nettólaunum. Það línurit nær til 1990.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.
Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Katrín og Svandís leiða lista VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnsýsluhættir fortíðar.

  • Eftir að Alþingi er í raun slitið kemur Jón Gunnarsson samgönguráðherra og tilkynnir að hann hafi breytt þjóðvegi 1. Án þess að þingið hafi tekið ákvöðrun um það. Án nokkurrar umræðu á hinu háa Alþingi.

Jón Gunnarsson

Nú eru alþingismenn og aðrir stjórnmálamenn komnir í bullandi kosningabaráttu. Meðulin eru svo sannarlega ekki alltaf vönduð. Eins og sjá má af eftirfarandi:

„Ég svaraði bréf­inu á þá leið að öll­um þing­mönn­um væri frjálst að afla sér upp­lýs­inga um slík mál hjá fram­kvæmda­vald­inu og benti hon­um á að tala ein­fald­lega beint við ráðherr­ann um þessi mál.

Það lægi bein­ast við,“ seg­ir Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is, í sam­tali við mbl.is.

  • Nú er bara snúið út úr og formaðurinn segist bara ekki tala við seglskip.

Það á auðvitað ekki að gefa Píratanum tækifæri til að gera mál úr þessu. Ráðuneytið sem er troðið af embættis-mönnum skipuðum af gamla valdaflokknum stendur auðvitað með sínum ráðherra.

Valgerður GunnarsdóttirÞað má vera að þetta sé skynsamleg ákvörðunum það veit ég ekkert um, en stjórnsýslan er gjörsamlega óbjóðandi.

Þetta er auðvitað 70 ára aðferð gamla valdaflokksins við stjórn mála á Íslandi. Gefnar eru tilskipanir á báða bóga.

Háttarlag hins sterka stjórnmálamanns. Íslendingar hafa slæma reynslu af slíkum mönnum. 

 


mbl.is Eðlilegt að tala við ráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband