Færsluflokkur: Kjaramál
4.10.2017 | 15:41
Pólitískt keilukast ráðherra.
- ,,Þannig kom fram í Ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld að ódýrara væri í sumum tilvikum að fljúga til útlanda en innanlands".
Á ráðstefnunni rýkur fram okkar heitt elskaði bráðabirða samgönguráðherra og notar tíma sinn til að vera með pólitískan áróður um Reykjavíkurflugvöll.
Það er viðurkennt að skiptar skoðanir eru um staðsetningu flugvallar fyir innanlandsflugvöll á SV horni landsins.En ráðstefnan snýst um okurverð á flugleiðum en ekki um staðsetningu flugvallarins. Ef hann væri þingmaður fyrir sunnlendinga tæki hann allt annan pól í hæðina eða ef hann hefði aðra styrktaraðila.
Umræðan átti ekki að vera um flugvöllinn sem slíkan enda er það allt annað málefni, heldur um það okurverð sem er á innanlandsflugferðum.
Þar er aðili sem ryður brautina fyrir okurverð á flugferðum og ræður nánast verðlagningu á flugsamgöngum. Þetta háa verð er enginn smáskattur á íbúa landsbyggðarinnar.
Austfirðingar eiga svo sannarlega þakkir skyldar fyrir það að vekja athygli á þessu ófremdarástandi og á góðri undirbúningsvinnu.
Flugfélagið stendur berrassað undir umræðunni og fulltrúi þess leyfir sér að vera með óskiljanlega út úr snúninga í Kastljósi sjónvarpsins þegar okrið er borið uppá fyrirtækið.
Austfirðingar voru auðvitað mjög kurteisir í umræðunni en vandamálið er allra íslendinga að leysa. Ráðherrann getur svo bara haldið áfram sinni hagsmunagæslu fyrir flugrekstraraðila annarstaðar. Hann hefur í embætti verið maður stórra orða en án afreka.
Það er býsna merkilegt, að hægri kallarnir í Sjálfstæðisflokknum eru nánast allir með mynd af fálka í vinstra megin í jökkum sínum. Þ.e.a.s.hjartans megin.
![]() |
Óboðleg aðstaða fyrir innanlandsflug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2017 | 09:19
Með vinstri sjórn lækka skattar á launafólki
- Vissulega er gott fylgi VG í skoðanakönnunum ánægjuleg fyrir launafólk, eftirlaunafólk, öryrkja og fyrir alla þá sem hafa félagsleg viðhorf.
En þetta eru ekki kosningatölur og því ber félögum í VG að ganga hægt um gleðinnar dyr og gá vel að sér.
Það eru þrjár vikur til kosninga og margir boðar á þeirri leið.
Það geta engir kjósendur treyst því að svona fylgi dugi til að mynda vinstri stjórn í landinu. Það þarf meira til.
Samkvæmt nýrri skýrslu frá ASÍ kemur skýrt fram að skattar á launfólk eru aldrei hærri en einmitt á valdatímum Sjálfstæðisflokksins.
Þetta kemur enn skýrar fram í línuriti sem sýnir þróunina á skattleysismörkum er hafa grundvallar áhrif á kaupmátt láglaunafólks.
VR-blaðið birti nýlega þetta línurit sem nær aftur til þjóðarsáttarsamninganna 1990. Sjá má hvernig skattleysimörkin lækka 1997. Munum að allir skattgreiðendur njóta skattleysismarka. Skattaþrep eru einnig skattleysismörk af annarri gerð. Með því að þrýsta á línuritið stækkar það og verður læsilegt.
Á þeim tíma tók Sjálfstæðisflokkurinn upp 10% fjármagnstekjuskatt og um leið hækkuðu skattar á launafólki. Það eru bara staðreyndir.
Skattar almennings miðast við greiðslur af brúttótekjum fólks. Fjárfestar, fyrirtækjaeigendur greiða skatta af nettótekjum þannig að skattar þessara aðila voru skammarlega lágir.
Tryggingagjöldin eru umsamin laun starfsmanna í fyrirtækjunum og það eru því launafólk sem greiðir tryggingagjöldin en ekki eigendur fyrirtækjanna. Vissu-lega hækkaði vinstri stjórnin fjármagnstekjuskattinn upp í 20% af nettótekjum og á fyrirtækjum úr 18% í 20% af nettótekjum.
En með þrepaskiptum tekjuskatti lækkuðu skattar á venjulegu launafólki auk þess sem persónuafsláttur jókst lítillega. Katrín hefur lýst því yfir að skattar á launafólki séu þegar of háir á Íslandi og VG mun ekki beita sér fyrir hækkun skatta á launafólki. En hefur sagt, að eðlilegt sé að fólk með ofurtekjur greiði meiri skatta en það gerir nú.
![]() |
VG langstærsti flokkurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2017 | 16:16
Sigmundur Davíð virðist reyna, að skauta framhjá sannleikanum í pólitískum tilgangi
- Málflutningur Sigmundar Davíðs er afhjúpaður algjörlega. Hann er eins og spunarokkur og blaðrar bara eins og honum hentar að hans mati.
Ásmundur G. Vilhjálmsson aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í skattarétti segir erfitt að meta hvaða afleiðingar úrskurður yfirskattanefndar varðandi skattgreiðslur vegna félagsins Wintris.
Félagsins á Tortóla sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og stofnanda Miðflokksins, hefur fyrir þau hjónin persónulega, enda sé skattbreytingaseðill ekki birtur með úrskurðinum.
Mestu máli skiptir að hann stofnaði þarna félag, hann duldi tilvist þess, taldi fram með röngum hætti og svo þegar hann var tekinn í bólinu þá var allt sett á fullt að skila inn nýjum skattframtölum. Þannig er það bara, segir Ásmundur og vísar þar til Sigmundar.
- Það sem skiptir sköpum í þessu máli eru ný lög frá 2010 sem tóku gildi hér á landi til höfuðs afandsfélögum sem kveða á um að tekjur erlendra fyrirtækja í lágskattaríkjum beri að skattleggja hjá eigendum þeirra.
Ásmundur telur harla ólíklegt að Sigmundur og Anna Sigurlaug hefðu óskað eftir leiðréttingu á skattframtölum sínum nema vegna þess að upp komst um tilvist félagsins á Bresku Jómfrúreyjunum.
Enginn veit hvaða breyting var á sköttum þeirra hjóna. Það geta þess vegna verið hreinir smáaurar miðað við þær upphæðir sem voru í felum og ekki taldar fram til skatts.

![]() |
Úrskurðurinn hafi almennt fordæmisgildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2017 | 11:37
Spánverjar hafa ríkari verkfallsrétt en íslendingar
Samkvæmt íslenskum lögum nr 80/1938 eða Vinnulöggjöfin segir orðrétt:
í ,,14. gr. Heimilt er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum, og til verndar rétti sínum samkvæmt lögum þessum, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett eru í lögum".
17. gr. Óheimilt er og að hefja vinnustöðvun:
1. Ef ágreiningur er einungis um atriði, sem Félagsdómur á úrskurðarvald um, nema til fullnægingar úrskurðum dómsins.
2. Ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi. Gildandi lög um opinbera starfsmenn haldist óbreytt þrátt fyrir þetta ákvæði.
3. Til styrktar félagi, sem hafið hefur ólögmæta vinnustöðvun
Á Íslandi er óheimilt að beita verkfallsvopninu til að hafa áhrif á löggjafann eða á ríkisvaldið ólíkt því sem gerist í mörgum lýðræðislegum vestur Evrópuríkjum.
Íslenskur verkfallsréttur hefur iðulega verið skertur síðan gömlu lögin voru sett 1938 og er enn í gangi alvarleg tilraun til þess. Er þá átt við ,,Salek" fyrirbærið sem á að takmarka samnings- og verkfallsrétt einstakra verkalýðsfélaga mjög alvarlega.
Á tímum einu vinstri stjórnarinnar á Íslandi fóru samtök atvinnurekenda ansi nálægt því að brjóta íslensk lög í þessu efni. Nægir að nefna þegar útgerðarmenn sigldu skipum sínum til Reykjavíkur og áhafnir þeirra voru látnar fara á Austurvöll í vinnugallanum.
![]() |
Allsherjarverkfall í Katalóníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2017 | 10:56
Hvert er þá skattahlutfall ríkasta 10% þjóðarinnar
- Eignastaða Íslendinga batnaði á síðasta ári líkt og árið á undan. Þeir ríkustu, 10% þjóðarinnar, eiga alls um 62% allra eigna umfram skuldir eða 2.100 milljarða króna. Segir í frétt Moggans.
Spurningin vaknar þá óhjákvæmilega um hversu hátt hlutfall þessi sami hópur skorar í skattagreiðslum til samfélagsins að undanteknum þjónustugjöldum eins og fasteignagjöldum. Væntanlega er eðlilegt að hlutfallið væri svipað.
En það er auðvitað ekki þannig, af þeirri einföldu ástæðu að í landinu er verulegt skattamisrétti eins og nýleg skýrsla ASÍ staðfestir svo sannarlega.
En skattar á láglaunafólki hafa hækkað síðan á 10. áratug síðustu aldar. Undantekningin frá þessari þróun var þegar skattar voru þrepaskiptir á árunu 2009 til 2014.
Í þessu tilefni er mikilvægt að minnast á fjármagnstekjuskattinn sem skapar stóran hlut af þessu skattamisrétti.
Það er gjarnan eignarfólkið í landinu sem greiðir sína skatta í gegnum það fyrirkomulag og þá af nettótekjum. Það er nauðsynlegt að jafna kjörin að þessu leiti og að allir greiði útsvar en ekki bara sumir.
Launafólk greiðir skatta af brúttó-launum
Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu 2017
Af tekjum 0 834.707 kr. | 36,94% | |
Af tekjum yfir 834.707 kr. | 46,24% | |
Skatthlutfall barna (fædd 2002 eða síðar) af tekjum umfram 180.000 kr. á ári. | 6% | |
Persónuafsláttur á mánuði | kr. | 52.907 |
Persónuafsláttur á ári | kr. | 634.880 |
Fyrir utan þessa skatta greiðir launafólk 15,5% af umsömdum brúttó-launum sínum í lífeyrissjóð sem er flatur skattur. Síðan greiðir launafólk einnig nær 7% af brúttó-launum sínum í tryggingagjöld sem einnig er flatur skattur.
Allir þegnar þjóðarinnar greiða skatta af tekjum sínum breytit þá engu hversu miklar þær eru. Allir þegnar njóta persónuafsláttar og breytir engu hversu miklar tekjur manna eru. Sama má segja um mismunandi skattaþrep.
![]() |
10% eiga 2.100 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2017 | 14:05
Heimurinn batnandi fer
- Í tilefni af væntanlegum kosningum
Sem betur fer er áhrifavald gamla valdaflokksins yfir kirkjunni nánast þorrið. Yngri prestar eru í nútímanum langflestir félagslega þenkjandi einkum eftir Ólafs skandalinn.
Þó er enn eftir eitt og eitt kjánaprik í prestastétt og hafa þeir þó flestir vit á því að láta lítið fyrir sér fara.
Þessar myndir og raunar fleiri birtust í blaðinu ,,Fylkir" 2. júní 1967. Útgefnu af Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum.
Á listanum er ein kona sem er titluð frú í 10. sæti listans. En það eru tveir sóknarprestar á undan henni. Loksins eru trúarbrögð fólks að frelsast undan oki valdastéttarinnar.
Ef ýtt er á þar sem stendur ,,Framboðslisti fortíðar" birtist forsíða blaðsins með mynd af öllum frambjóðendum flokksins í Suðurkjördæmi þetta ár.
Frú Unnur Brá skipar nú 4. sæti listans
Gerir það sem er best fyrir liðið

Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2017 | 11:37
Fasisminn er enn við lýði í Madrid
- Svífur andi Frankós enn yfir vötnum á Spáni ásamt þeim fasisma sem hann fór fyrir?
* - Í fyrsta sinn sem ég kom til Spánar 1974 var ég handtekinn um leið og ég sýndi vegabréfið á flugvellinum í Malaga.
Þetta var á tímum kalda stríðsins og ríkin höfðu svo sannarlega eftirlit með þegnum sínum. Spánn er ríki margra þjóðarbrota er bárust á banaspjótum á ofanverðri 20. öldinni.
,,Fyrir stundu réðist lögreglan inn á kjörstað í Barcelona og hafði kjörkassa með sér á brott. Minnst tveir slösuðust í áhlaupi lögreglu. Fregnir hafa borist um að lögregla hafi skotið gúmmíkúlum að mótmælendum".(RÚV)
Ef Vestmannaeyingar myndu vilja kjósa um sjálfstæði frá Íslandi myndi íslensk ríkisstjórn senda óeirða-lögreglu til að koma í veg fyrir slíkar kosningar? Nei, og ekki heldur þótt vestfirðingar myndu vilja kjósa um slíkt.
Sem betur fer, er íslenska lýðræðið ögn þroskaðra en þetta þótt það megi bæta mjög verulega. Enn er beðið eftir nýrri stjórnarskrá.

![]() |
Leggja hald á kjörkassa í Katalóníu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2017 | 23:24
Þeir eru opnir í báða enda og sífelldur gegnumtrekkur
- ,,Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt
* - Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar".
Er þýðir auðvitað að hann ætlar í framboð fyrir framboð Sigmundar Davíðs í norð-vestur kjördæmi..
En það eru auðvitað margir búnir að fá upp í kok af Framsóknarmönnum og er þá sama hvar þeir eru í framboði. Það var ömurlegur tími í íslenskum stjórnmálum er hann var utanríkisráðherra.
Hann elti ævinlega allar ákvarðanir Bandaríkjamanna og kom þjóðinni í stríð við mjög góða viðskiptavini þjóðarinnar.


![]() |
Gunnar Bragi til liðs við Sigmund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 1.10.2017 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2017 | 23:12
Þetta er alvarlegt klúður
- Er ætti að segja þjóðinni, að nauðsynlegt er að eyjamenn sjálfir annist sjó-samgöngur milli lands og eyja og beri ábyrgð á þeim.
Það yrði gert á grundvelli samgöngu samnings á milli Vestmannaeyja og ríkisvaldsins.
Inni í slíkum samningi væri að hafa umsjón með Landeyjahöfn er yrði þá hluti af Vestmannaeyjahöfn.
Þetta varpar einnig ljósi á nauðsyn þess að sjúkraþyrlur væri starfræktar fyrir suðurlandið og önnur þeirra eða báðar vistaðar í eyjum þar sem þær eru miðsvæðis.
- Það hefði alveg geta verið meiri alvara á ferðinni
![]() |
Afbókaði 100 hótelherbergi á klukkutíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2017 | 20:10
Kosningabarátta á kostnað ríkisins
- Það getur tæplega verið heiðarlegt og eða eðlilegt Jón Gunnarsson samgönguráðherra tilkynnti á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi að eitthvað verði eða verði ekki
* - Keikur segir hann bara að vegur um Breiðdalsheiði verði framvegis ekki skilgreindur sem þjóðvegur 1. Hringvegurinn á Austurlandi mun þess í stað liggja um firðina
Jón ræður auðvitað engu um þetta, hann er aðeins starfandi tímabundið sem ráðherra í starfsstjórn og á ekki að misnota stöðu sín fyrir pólitískan kosningaáróður.
Það er engan vegin víst að Jón verði alþingismaður í nóvember hvað þá ráðherra.
Það má vel vera að alþingismenn séu almennt sammála um þessar áherslur. Spurningin er bara um hvernig skuli afla fjár til þessa verkefnis er kæmi hugsanlega til framkvæmda eftir 8 átta ár. Þ.e.a.s. eftir tvö kjörtímabil.
Jón fer um landið og boðar að teknir verði upp nýjir skattar til að kosta vegaframkvæmdir hér og hvar um landið. Þ.e.a.s. vegatollar, með því myndu heimamenn á Austfjörðum kosta þessa vegagerð.
![]() |
Hringvegurinn mun liggja um firðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)