9.12.2017 | 08:51
Telja ekki fjárfestingu í heilbrigðis- og menntamálum arðbæra
- Dæmigerð nálgun samtaka atvinnurekenda á Íslandi sem vilja halda samneyslunni í lágmarki og að ýmis grunnþjónusta færist í einkarekstur.
Nú þegar ríkissjóður og almenningur er búinn að moka þúsundum milljarða til að bjarga einkarekstrinum undanfarin ár eftir hrunið.
Vilja þeir að almenningur klári að greiða upp skuldir ríkissjóðs sem til urðu vegna fjölda gjaldþrota í illa reknum einkafyrirtækjum.
Kannski svo borð verði fyrir báru næst þegar einkareksturinn tekur kollsteypu.
Það sérstaklega eftirtektarvert að heyra frá talsmanni þeirra að hann telur að öll innviða uppbygging verði að vera arðbær.
Hann telur ekki að uppbygging heilbrigðiskerfisins og eða skólakerfisins séu arðbærar.
Hann segir: Það þarf að fara í arðbæra innviðafjárfestingu en við megum ekki slaka á þeirri kröfu að búa í haginn til mögru áranna. Og það gerum við með því að halda áfram að lækka skuldir ríkissjóðs.
- Eðlilegast væri auðvitað að fyrirtækin í landinu tækju þátt í þeirri uppbyggingu, því hrunið í innviðum samfélagsgerðarinnar eru að mestu vegna óráðsíu einka fyrirtækjanna fyrir hrun og vegna krafna þeirra um niðurrif í samneyslunni.
* - Allir eru sammála um að greiða þurfi niður erlendar skuldir þjóðarinnar þó ekki væri nema vegna ofurhárra vaxtagreiðslna þeirra vegna. En fyrirtækin og eigendur þeirra eru sjálfir ekki tilbúnir að taka þátt í því verkefni.
Útgjaldaaukning ekki öll í einu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.