17.12.2017 | 18:11
Samtök atvinnurekenda þurfa að líta í eigin barm
- Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við mbl.is í vikunni sem leið að kröfur flugvirkja væru fullkomlega óraunhæfar.
* - Hvað veit hann um það? Nákvæmlega ekkert.
* - Síðan bætti hann við, að flugvirkjar væru bara iðnaðarmenn. Það þyrfti að setja þennan gorgeir á námskeið í mannasiðum.
Samtök atvinnurekenda hafa verið að birta launatölur flugvirkjanna án nokkurra skýringa.
Þeir minnast auðvitað ekkert á þá staðreynd að vinna flugvirkja fer gjarnan fram á yfirvinnutíma og um nætur í mikilli tímapressu.Vinna þessarar stéttar er mikil nákvæmnisvinna enda líf fjölda fólks í húfi ef mistök eru gerð.
Félagar í samtökum atvinnurekenda greiða fjölmörgum stéttum t.d. iðnaðarmanna svo nefnd markaðslaun sem eru í árferði eins og nú ríkir á Íslandi langt fyrir ofan umsamda kjarasamninga.
Ég veit ekki til þess að flugvirkjar flugfélaganna njóti slíkra markaðslauna.
Hin mikla miðstýring sem kemur undan rifjum samtaka atvinnurekenda tifar eins og hver önnur tímasprengja í íslensku efhagskerfi og vinnur gegn allri eðlilegri framþróun í atvinnulífinu.
Þessir aðilar þykjast vera talsmenn frjálsra viðskipta en eru það ekki þegar á reynir. Þeir eru hreinræktaðir miðstýringaraðilar af verstu gerð.
Það er auðvitað fráleitt að launafólk sem stendur sig vel sem stétt í alþjóðlegum samanburði skuli ekki njóta þess í góðum lífskjörum.
Grunnlaun flugvirkja á Íslandi eru frekar lág miðað við flugvirkja í nágrannalöndum og okkar menn koma sérstaklega vel út þegar þeir eru bornir saman við erlenda kollega sína.
Samtök atvinnurekenda ætti að fá sér þroskaðri framkvæmdastjóra en þennan gasprara sem ber á borð fyrir þjóðina ein tómar klysjur.
Þeirra er ábyrgðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:48 | Facebook
Athugasemdir
Svo sannarlega ættu samtök atvinnurekanda að líta í eigin barm . Það er hjákátlegt að hlusta á þetta bull.
Helen Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2017 kl. 19:19
Auðvitað eiga flugvirkjar að fá miklu meiri kauphækkun en allar aðrar stéttir, ég trúi ekki öðru en að allir hljóti skilja það.
Ég er því þess fullviss að kaupkröfur annara stétta, t.d. rafiðnaðarmanna, verði allt aðrar og miklu minni.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 17.12.2017 kl. 21:16
Góður pistill Kristbjörn og ég hef ekkert við pistilinn að bæta.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 18.12.2017 kl. 05:52
I nótt höfnuðu samtök atvinnurekenda málamiðlunartillögu frá sáttasemjara sem væntanlega hefur verið málefnaleg. En flugvirkjar samþykktu hana fyrir sitt leiti.
Kristbjörn Árnason, 18.12.2017 kl. 09:04
Hætt er við að SA og Icelandair séu komin upp að vegg þessu máli, því nokkuð ljóst er að stjórnvöld munu ekki skera þá niður úr snörunni.
Hrossabrestur, 18.12.2017 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.