10.1.2018 | 11:39
Forseti ASÍ virðist vera að klaga formann VR
- Greinilegt er að formaður VR er óhress með vinnubrögð forseta ASÍ
* - Í þessari frétt kemur fram að Gylfi Arnbjörnsson klagar Ragnar þór til trúnaðarmannaráðs VR í formlegu bréfi
* - Reyndar ansi fyndið.
Þar kemur m.a. fram:
Hvað varðar fullyrðingar Ragnars Þórs um að ég standi í leynilegum viðræðum án umboðs við stjórnvöld og atvinnurekendur um að hafa af aðildarfélögum ASÍ samningsréttinn þá vísa ég þeim fullyrðingum alfarið til föðurhúsanna sem rakalausum ósannindum.
- Það hlýtur að vera einhver og jafnvel verulegur sannleikur í því sem Ragnar Þór segir um forseta ASÍ
* - Það er reyndar staðreynd að ASÍ hefur formlega séð ekkert samningsumboð fyrir hönd verkalýðsfélaganna og ekki heldur landsamböndin sem mynda ASÍ, nema að félögin hafi veitt slíkt umboð formlega.
Breytir þá engu þótt einhverjir félagsmenn VR séu í miðstjórn ASÍ sem ekki geta veitt ASÍ slíka heimild fh. VR. Miðstjórn ASÍ getur ekki komist framhjá stjórn og trúnaðarmannaráði VR. Það er áherslumunur á stefnu ASÍ og VR um fjölmörg kjaramál.
- Forseti ASÍ getur því ekki farið á fundi við stjórnvöld fyrir hönd félaganna í ASÍ.
En það er morgunljóst að heildar samtök atvinnurekenda kjósa að eiga samskipti við miðstjórn ASÍ eða forseta þess og einnig stjórnvöld. Það hefur gefist þessum aðilum vel undanfarin ár.
En ef Gylfi hefur ekki haft umboð til þess að tala fyrir hönd VR eða annarra félaga, að þá á hann ekkert með að gera það. Hann verður að tilkynna aðilum um umboðsleysi sitt.
Það hefur lengi legið fyrir að þessi fámenni hópur starfsmanna stéttarfélaga og landsambanda þeirra sem kýs Gylfa til þessa hlutverks þarf að fara að víkja fyrir yngra fólki sem hefur raunveruleg tengsl við vinnandi fólk á Íslandi.
Það hefur einnig legið fyrir að þessi atvinnumannahópur og forystulið ASÍ á í ýmsum óformlegum viðræðum við samtök atvinnurekenda á öllum tímum.
Það er einnig augljóst að þar fara á milli ýmis viðhorf milli manna er hafa mikil áhrif á kjaraviðræður þessara aðila. M.ö.o. þeir þekkja viðhorf hvers annars og strax er tekist á um ásættanlega niðurstöður sem iðulega fara á skjön við vilja félaganna.
Það eru nánast engar líkur til þess, að VR feli ASÍ umboð til þess að semja f.h. VR.
Sakar Ragnar um rakalaus ósannindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Facebook
Athugasemdir
Kristbjörn, ef það er einhver og jafnvel verulegur sannleikur í því sem Ragnar segir um Gylfa, þá að sama skapi hlýtur að vera einhver og jafnvel verulegur sannleikur í því sem Gylfi segir um að Ragnar fari þar með rakalaus ósannindi. Hvernig ein fullyrðing eigi að vera sönn bara af því að einhver segir það verður í fljótu bragði ekki séð.
Rétt er það einnig hjá þér að regnhlífarsamtök eins og ASÍ hefur ekki meiri umboð en það sem aðildarfélögin veita þeim. Slíkt umboð kemur til t.d. þegar um kjarasamninga er að ræða að þá ákveða aðildarfélög hvort þau veiti ASÍ umboð til samninga eða semji sjálf. Slíkt umboð rýrir ekki það hlutverk slíkra félaga eins og ASÍ að vera milliliður milli aðildarfélaganna og annarra á fundum. Enda eru slíkir fundir ekki samningafundir heldur fundir til að miðla upplýsingum. Fulltrúar ASÍ fara síðan væntanlega með þær upplýsingar í sín fulltrúaráð sem síðan tekur ákvörðun um það hvernig málið haldi áfram. Við skulum ekki gleyma því að það eru aðildarfélögin sem setja starfsreglur ASÍ og eftir þeim starfar slíkir félagsskapar. Að fara að draga ASÍ þar eitthvað út fyrir sviga eins og það sé einhver sjálfstæður þurs er því ekkert annað en þröngsýni og vitleysa.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 10.1.2018 kl. 13:28
Sæll Sigurður sem ég veit ekki hver er. Ég er bara ekkert að fjalla um hvort Ragnar segir satt eða ekki. En fram hefur komið alveg frá því að Ragnar Þór er kosinn formaður VR að núningur er milli hans og miðstjórnar ASÍ. Ragnar Þór er verulega ósáttur við stefnu Miðstjórnar ASÍ á mörgum sviðum. Hann var m.a. kosinn vegna þess.
En Gylfi sem starfsmaður á að vera í þjónustuhlutverki fyrir aðildarfélög ASÍ. VR er stærsta félagið í ASÍ og því er eðlilegt að Gylfi leggi sig fram um að eiga gott samstarf við það og verandi formann þess. Ef forseti ASÍ hefur ekki umboð VR til að túlka stefnu þess getur hann ekki talist vera talsmaður þess félags. Samningafundir eru með ýmsum hætti bæði formlegir og óformlegir milli samningsaðila. Síðan fundir með stjórnvöldum án umboðs frá langstærsta félaginu innan ASÍ getur forseti ekki talist vera fulltrúi þess.
Sigurður minn, ASÍ er samband landssambanda verkalýðsfélaga ásamt einhverra félaga utan landsambanda ef þau eru til enn. ASÍ setur sambandinu lög og miðstjórn á að móta daglegar starfsreglur t.d. forsetans. Ég þekki alla þessar tegundir funda Sigurður og hér talar þú fyrir öfugri leið.
En ég stend bara við það sem ég skrifaði og gætti þess að tala ekki illa um Gylfa, sem virðist vera í einhverri sjálfheldu. Vegna þess að hann virðist ekki náð einhverju samstarfi með formanni VR. Þeir fulltrúar VR sem eru í miðstjórn ASÍ eru fulltrúar fyrir þá stjórn VR sem er fallinn. Eru væntanlega í litlum tengslum við stjórn og trúnaðarmannaráð VR í dag.
Þeir eru þá ekki talsmenn þeirra og geta það ekki, starfa því ekki í þeirra umboði. Þetta er vandamálið. Þeir hefðu auðvitað átt að sýna bæði VR og ASÍ þá kurteisi að segja af sér.
Kristbjörn Árnason, 10.1.2018 kl. 17:03
Ég reikna auðvitað með því, að miðstjórn ASÍ hafi boðið núverandi stjórn og trúnaðarmannaráði VR að eiga fulltrúa í þessu samtali við stjórnvöld. Annað væri auðvitað furðulegt.
Eins og það væri furðulegt ef Ragnar Þór hefði hafnað því að senda fulltrúa VR á þann fund sem var víst haldinn í dag.
En Ragnar Þór getur hæglega litið svo á, að forseti ASÍ ásamt miðstjórn ASÍ sé að reyna að reka fleyg í trúnaðarmannaráð VR. Þetta er algjörleg óhæfa hjá forseta ASÍ og algjörlega út úr korti. Ég hef bara aldrei heyrt af öðru eins athæfi af hendi forseta og miðstjórn ASÍ.
Kristbjörn Árnason, 10.1.2018 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.