VG þarf meiri styrk og þar með fleiri atkvæði til að geta komið fleiru góðu til leiðar fyrir almenning.

  • Það eru ansi margir sem átta sig ekki á þeirri staðreynd, að VG er meira og minna eins Palli litli sem var einn í heiminum
  • *
    Hvað viðhorf snertir í mörgum málum á Alþingi. Breytir þá engu hvort flokkurinn er í ríkisstjórn eða utan stjórnar.

Ef flokkurinn er innan ríkisstjórnar er vissulega gerð einhver málamiðlun vegna sérstöðu VG, sérstaklega í umhverfismálum, í utanríkis- og friðarmálum, í heilbrigðismálum, í skólamálum og um leið í velferðarmálum almennt.

Svo virðist sem almenningur haldi að VG sem er með innan við 17% fylgi í síðustu kosningum og 11 þingmenn kjörna geti gert kraftaverk á öllum þessum sviðum eins og ekkert sé einfaldara. Nær daglega. Í umræðunni segjast allir hafa kosið VG, nokkuð sem fær ekki staðist.

Hvenær sem er, geta aðrir flokkar á Alþingi myndað meirhluta um stefnu sem fer algjörlega þvert á stefnu VG, t.d. í utanríkismálum. Þar er VG í 17% minnihluta.

Nú er VG í stjórnarsamstarfi með gömlu valdaflokkunum sem samanlegt eru með 24 þingmenn. Í þessu samhengi sjá allir skynsamir aðilar að VG hefur tekist að teygja gömlu flokkana ótrúlega nærri sinni stefnu.

Jafnvel í friðarmálum er sést greinilega á varfærni utanríkisráðherrans í orðræðu sinni.

Því er það mjög sérkennilegt að félagar í VG er eiga að vera mjög meðvitaðir um þessa stöðu, skuli ekki átta sig á þessari staðreynd.

Því alla daga heyrast þær kröfur hér á þessu rabbi hér, að þingmenn flokksins og ráðherrar geri stöðugt þau kraftaverk að láta hina flokkanna í ríkisstjórninni og á Alþingi skipta um stefnu og viðhorf á jafn auðveldan hátt eins og að skipta um sokka.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Flókið fyrir Vinstri græn að styðja NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei það er sko langt frá að "í umræðunni" segist "allir" hafa kosið VG.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2018 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband