16.4.2018 | 12:02
Það eru framdir glæpir í Sýrlandi og herveldin eru ábyrg fyrir þeim
- Við í VG erum öll sammála um að Ísland eigi að segja sig úr NATÓ sem fyrst og stefna VG í friðar- og utanríkismálum hefur ekkert breyst
* - VG hefur ekki gefið neinn afslátt á þeirri stefnu sinni.
VG er ekki með nema 17% vigt á Alþingi og verður að sætta sig við, ef flokkurinn vill taka þátt í ríkisstjórn að starfa með NATÓ-flokkum sem eru með 83% þjóðar að baki sér og beygja sig undir stefnu sem þessir NATÓ-flokkar hafa þegar mótað sameiginlega á Alþingi
En jafnvel þótt meirihluti þjóðarinnar væri sammála þessari stefnu VG. og hefði lýst því yfir í formlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hef ég persónulega enga trú á því að íslenska þjóðin kæmist upp með það.
Frelsi þjóðarinnar er m.ö.o. alvarlega takmörkuð af ofríki og hagsmunum Bandaríkjanna og af ESB. Þetta eru í raun staðreyndirnar.
Ísland er inn á miðju áhrifasvæði ESB og Bandaríkjanna, það eru þeir aðilar sem hafa öll örlög Íslands algjörlega í hendi sér. Þetta áhrifavald gefa þessir aðilar ekki frá sér.
Þetta sést líka mjög skýrt á allri utanríkispólitík íslendinga. Einnig sést það á því að stórveldið er með stöðug inngrip í íslensk stjórnmál.
Að halda að Ísland geti siss svona sagt sig úr NATÓ og neitað að fara að samþykktum þess er því miður hreinn barnaskapur.
Ekki myndi það bæta stöðuna ef Bretar kæmu til baka í EFTA og gerðust aðilar að EES, því þá kæmi þriðji áhrifavaldurinn.
En það þýðir ekki, að það sé ástæða til þess að gefast upp í baráttunni gagnvart þessum aðilum og stríðsrekstri þeirra. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að berjast.
Íslenska þjóðin er eins og hvert annað peð út í ballarhafi og stórveldið gerir allt það sem það vill með Ísland þótt herveldið kjósi að fara með vald sitt í friði við þjóðina sem lengst.
- Nágrannalönd Íslands munu aldrei taka afstöðu með íslensku þjóðinni gegn Bandaríkjunum.
Finna fyrir reiði þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.