Þegi þú Vilhjálmur

  • Var einu sinni sagt við þennan mann og það ekki af ástæðulausu.

Sumir hafa sómatilfinningu en aðrir ekki, þetta er það sem fólk verður að sætta sig við búandi í samfélagi. Að fólk er allskonar.

Það breytir engu þótt þessi stjórnarmaður reyni sem mest hann getur að klóra í bakkann. Siðleysið hefur þegar birst þjóðinni, er stjórnin lækkaði laun þeirra sem bjuggu við lægstu launin í Hörpu og vann sín störf á yfirvinnutíma.

Vilhjálmur Egilsson

Það má vel vera að launakostnaður hafi verið of mikill miðað við einhverjar gefnar forsendur.

Vandaðir stjórnendur hefðu auðvitað gengið á undan með góðu fordæmi og byrjað á því að lækka sín laun og síðan boðið upp á almenna og jafna hlutfalls lækkun launa yfir línuna. Eftir rækilega kynningu á ástæðunni.

Stjórnarmenn eru engir láglaunamenn miðað við almenn laun og eru iðulegast í öðrum digrum störfum meðfram.

Vert er einnig að minna á þá staðreynd að það eru þessir stjórnarmenn sem bera ábyrgðina á rekstri Hörpu. Ef illa gengur eiga laun þeirra að skerðast. 


Hvað sem má segja um orð Vilhjálms um að laun þjónustufulltrúa hafi verið mjög rífleg miðað við einhverja launataxta eru það bara hans orð.

En þetta er fólkið sem skapar ásýnt þessa staðar og störf þess skipta geysi miklu máli fyrir orðstír staðarins.

Því geta einhverjir launataxtar VR tæplega verið réttur mælikvarði á, hver eðlileg laun þessa fólks ættu að vera.

Það er morgunljóst, að stjórn Hörpunnar hefur orðið sér til skammar og gert alvarlega í brók með framkomu sinni. Það er ekki sérkennilegt að þeir vilji að fólk gleymi sem fyrst skammarstrikum þeirra. 

Eða eru þetta viðhorf þessa stjórnarmanns fyrrum framkvæmdastjóra samtaka atvinnurekenda á Íslandi sem koma þarna fram, um að laun þeirra sem starfa hjá opinberum aðilum eigi að vera á mjög lágum launum. Jafnvel lægri en laun annarra.


mbl.is Hugsi yfir viðbrögðum formanns VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er nú meira mannvalið sem hefur fengið þann bitling að vera í stjórn Hörpu. Máli versnar í hvert sinn sem einhver þeirra opnar á sér munninn. Þeim væri nær að hætta að moka þegar í holuna er komið.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.5.2018 kl. 10:39

2 identicon

Vandaðir stjórnendur munu að sjálfsögðu breyta öðruvísi í framtíðinni. Þetta verður víti til varnaðar stjórnendum fyrirtækja sem þurfa að hagræða. Það verður allavega ekki aftur farin sú leið að lækka yf­ir­borg­anir á taxta og bjóða nýja samn­inga í sam­ráði við VR eins og þarna var gert. Uppsagnir og ráðningar á lægstu töxtum, aðferð sem vel hefur reynst og VR virðist sætta sig við, munu koma margfalt betur út og ekki skapa svona upphlaup. Yfirborganir verða þá úr sögunni og launataxtar VR verða að teljast réttur mælikvarði á hver laun VR fólks skulu vera.

Vagn (IP-tala skráð) 10.5.2018 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband