15.5.2018 | 09:36
Hvenær ætla íslensk stjórnvöld að taka afstöðu gegn þessum hryðjuverkum fasistanna sem stjórna Ísrael?
- Her Ísraelsmanna gerir ítrekaðar skotárásir á vopnlaust fólk sem mótmælir landráðum Síonista á Paletísku landi. Með tæknilega háþróuðum Bandarískum vopnum
* - Er það virkilega þannig, að íslenskur utanríkisráðherra og ríkisstjórn Katrínar Jakopsdóttur styðji þessi hryðjuverk Ísraelsmanna?
Í dag minnast Palestínumenn Nakba eða hörmunganna þegar meira en 700.000 manns voru hraktir frá heimkynnum sínum í kringum stofnun Ísraelsríkis fyrir réttum 70 árum eða árið 1948.
Hvenær ætla íslensk stjórnvöld að taka afstöðu gegn þessum hryðjuverkum fasistanna sem stjórna Ísrael? Hvenær?
Minna má á samþykkt Alþingis Íslendinga frá 2011 um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu og hefur vinasamband við þessa kúguðu þjóð.
Palestínuþjóðin er ein af vinaþjóðum íslensku þjóðarinnar.
Ekki má gleyma þátttöku Bandaríkjanna í þessari helför Ísraela gegn fólkinu í Palestínu. Fólkinu sem lifði í þessu landi og á það með réttu.
Bandaríkin komu í veg fyrir að send væri út yfirlýsing á vegum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Í drögum að yfirlýsingunni er kallað eftir sjálfstæðri og gagnsærri rannsókn á ofbeldinu við landamæri Ísraels og Gaza í dag.
Að minnsta kosti 55 Palestínumenn hafa fallið fyrir byssukúlum ísraelskra hermanna og yfir 2.400 Palestínumenn eru særðir. Hverskonar fólk eru ráðamenn í Bandaríkjunum?
- Hvernig má það vera, að girðing sú sem herveldið setti upp utan
um íbúa Casa með hervaldi séu viðurkennd landamæri Ísraels?
Táragasið drap ungbarn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.