Ánægjuleg umskipti í stjórn félags grunnskólakennara

  • Það var löngu kominn tími á breytingar í forystu félagsins. Ýmsar áherslu fráfarandi stjórnar mæltust illa fyrir í stéttinni.
    *
  • Fráfarandi formaður var búinn að vera allt of lengi formaður og var frá upphafi mjög umdeildur einkum fyrir ólýðræðisleg vinnubrögð.

Þorgerður Laufey

Þá höfðu hans áherslur í samningagerð kallað á verulegt launamisrétti innan stéttarinnar er hefur í gegnum langa tíð framkallað átök innan félagsins.

Þá var illa gætt að hagsmunum eftirlaunakennara sem njóta eftirlauna  er taka mið af lifandi launatöxtum.

Þá hefur kona nú tekið við keflinu sem formaður félags grunnskólakennara sem er fyllilega eðlilegt enda grunnskólakennarar kvennastétt. 

Nýir kjarasamningar nú geta tæplega boðið upp á miklar breytingar þar sem þeir byggjast á grunni þeirrar vinnu sem fráfarandi stjórn hafði unnið að.

Þorgerður Diðriksdóttir tók við sem formaður 18 maí og er því búinn að vera formaður í fimm daga þar inn í hvítasunnuhelgin þegar skrifað er undir einhverjar breytingar á fyrra samkomulagi milli samninganefnda. 

Ef hægt er að tala um róttækar breytingar þá munu þær væntanlega snúast um vinnubrögð nýrrar forystu og virkni félagsmanna.  Það hefur lengi verið veruleg óánægja með kjarasamninga í stéttinni.

Nýr formaður gerir ekkert einn í þeim efnum, það er auðvitað verkefni félagsmanna að gera breytingar.
Til þess að svo geti orðið verður stéttin að vera tilbúin að takast á um kjörin.

Stétt kennara verður einnig að velja sér tíma til átaka og vera tilbúin að eiga samstarf við önnur samtök launafólks. 

Fyrri stjórn var nú búin að binda hendur núverandi stjórnar og samninganefndar. Því miður, sumarið er ekki tími til að ná árangri í kjarasamningum kennara.

Það er misskilningur að halda að kjör kennara sé bara vandamál kennara einna, þau eru fyrst og síðast vandamál nemenda. Frambjóðendur þóttust í gær hafa á þessu skilning svo er að sjá hvort sé raunverulegur.


mbl.is Grunnskólakennarar undirrita kjarasamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband