Barnavinna á Íslandi

  • Það er viðgengin skoðun á Íslandi því er virðist, að börn hafi gott af því að vinna
    *
  • Þegar lögin um vinnuvernd tóku gildi 1980 upphófust mjög háværar umræður hversu slæm þau lög væru vegna mikilla takmarkanna á vinnu sem börn mættu vinna
    *
  • Í kjölfarið fylgdu síðan reglugerðir um vinnu barna og ungmenna.

Í gegnum árin hafa þessar reglur verið brotnar meira og minna. T.d. í fiskvinnslu og við ýmiskonar verslunarstörf hvarvetna. Ef gert við þetta athugasemdir gengur gusan yfir mann og um leið stimplaður sem einhver aumingi.

Nú kemur fram í fréttum að umboðsmaður barna hefur verið að fá upplýsingar um launaða vinnu barna á Íslandi. Þá rekur mann algjörlega í rogastans þegar í ljós kemur að börn allt niður í fimm ára aldur eru í launaðri vinnu. ( 5 ára leikskólabörn) Þetta er auðvitað ákveðinn óhugnaður.

Almenna reglan er sú að börn í skyldunámi má ekki ráða til vinnu. Víkja má frá því í eftirfarandi tilvikum:

  • Börn má ráða til þátttöku í menningar- eða listviðburðum og íþrótta- eða auglýsingastarfsemi. Sá sem ræður börn sem ekki hafa náð 13 ára aldri skal afla leyfis frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur
    *
  • Að jafnaði skal haga vinnutíma og vinnuálagi þannig að skólaganga barna yngri en 13 ára raskist ekki og slíkt ógni ekki heilbrigði eða öryggi þeirra. Jafnframt skal taka sérstakt tillit til aldurs og þroska þeirra
    *
  • Börn sem eru 14 ára eða eldri má ráða til vinnu sem er hluti af fræðilegu eða verklegu námsfyrirkomulagi
    *
  • Börn sem náð hafa 14 ára aldri má ráða til léttari starfa og börn sem náð hafa 13 ára aldri má ráða til léttari starfa í takmarkaðan stundafjölda, svo sem léttari garðyrkju- og þjónustustörf eða önnur hliðstæð störf.

Í IV. viðauka reglugerðar nr. 426/1999 er listi yfir störf af léttara taginu sem 13 ára og eldri mega vinna. Meðal þeirra er vinna í skólagörðum undir umsjón kennara, létt skrifstofustörf, létt fiskvinnslustörf án véla, sala dagblaða, létt verslunarstörf en þó ekki við afgreiðslukassa.

Í reglugerðinni er tekið fram að ekki sé um tæmandi talningu á störfum að ræða og er það Vinnueftirlitsins að meta hvort starf sé sambærilegt við ofangreinda lýsingu þegar sótt er um leyfi fyrir starfi sem ekki er á listanum.

Þetta er reglan sem umboðsmaður gengur út frá.

Ósjálfrátt flökrar að mér að hér sé eitthvað bogið á ferð. Hvernig má það vera að börn á leikskóla aldri stundi launaða vinnu. Vissulega geta börn á þessum aldri átt fyrirtæki eða hlut í þeim og notið t.d. fjármagnstekna.

Eða er e.t.v. verið að fara framhjá skattalögum, þ.e.a.s. að foreldrar skrái hluta af sínum launum á börn sín til að lækka skattagreiðslur fjölskyldunnar. Eða að eitthvað tengist þetta gjaldþrotum.

Sérstakar reglur gilda um skattgreiðslur barna 15 ára og yngri en þegar börn verða 16 ára greiða þau skatt eftir almennum reglum og byrja einnig að greiða í lífeyrissjóð. Eftirfarandi reglur gilda um skatt- og lífeyrisgreiðslur barna og unglinga.

  • Börn 15 ára og yngri greiða 6% tekjuskatt ef laun þeirra fara yfir ákveðið frítekjumark (180,000 kr.) . Er skatturinn talinn fram á skattskýrslu foreldra. Sjá nánar lög 90/2003 um tekjuskatt
    *
  • Börn fá skattkort í byrjun þess árs sem þau verða 16 ára og fara að greiða skatta eftir sömu reglum og fullorðnir, þ.e. reiknuð er staðgreiðsla af launum og frá henni dreginn persónuafsláttur
    *
  • Börn byrja að greiða í lífeyrissjóð næstu mánaðamót eftir 16 ára afmælisdaginn. Sjá nánar lög nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

A.m.k. kallar þetta á rannsókn og eftirlit.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is „Staðan er galopin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband