Grískur mömmumatur

  • Gæti vel verið þjóðlegur íslenskur mömmumatur

    *
  • Eru íslendingar að nýta íslensk hráefni í mat nógu vel?

Er einn vinsælasti rétturinn á veitingahúsum á Krít.  Þetta er hægeldaður lambakjötsréttur í litlum leirpottum. Í leirpottunum er beinhreinsað lambakjöt í smá bitum bæði feitt og magurt í bland. Greinilega ódýrustu hlutar lambakjötsins.
hrútur
Í pottinn er einnig sett grænmeti eins og rófur eða næpur, gulrætur og ýmislegt grænmeti annað og kryddjurtir.

Þessir pottréttir eru með ýmsum brag. Einnig sumir þeirra kjöt í sósu líkt og lasanja en ekki með neinum hveiti blöðum.

Ferðafólkið hvaðanæva úr heiminum sóttist mjög eftir þessum þjóðlega gríska mat.

Hér segja menn að ekki seljist neitt nema hryggir og læri. Væntanlega er það vegna þess að þetta kjöt er selt of dýru verði í íslenskum verslunum.  Ekki kæmi mér á óvart einhver fyrirtæki sérhæfðu sig að framleiða svona þjóðlega rétti fyrir veitingahúsin.

Þetta má auðveldlega gera á Íslandi. En verður auðvitað að vera bragðgóður og hollur og ekki of magur því þá verður lambakjötið óætt.

Við miðjarðarhafið má einnig fá úrval af mjög góðum saltfiskréttum án þess að þeir séu gegnsósa í tómatsósu. 

Í fyrra borðaði ég útvatnaðan gufusoðin saltfisk sem var hafður með mango ávöxtum. Vissulega það sætur  að ég má ekki borða hann.

Á Krít smakkaði ég góðan djúpsteiktan saltfisk á mjög góðum viðurkenndum matsölustað. Bragðið minnti dálítið á harðfisk og síðan ýmiskonar meðlæti.


mbl.is Fækka þarf um rúmlega 100 þúsund fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margir góðir veitingastaðir í Chania á Krít, þar sem myndin af undirrituðum er tekin, og gaman að spjalla þar við þjónana.

Þorsteinn Briem, 3.8.2018 kl. 00:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.2.2018:

"Innflutningur á svínakjöti jókst um 40% á síðasta ári
og er nú hlutdeild þess á markaði hér á landi kominn yfir 25% en innlenda framleiðslan hefur lítið aukist á síðustu árum á sama tíma og erlendum ferðalöngum hefur fjölgað ört.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar segir að þörf veitinga- og gististaða fyrir beikon í morgunmat fyrir stöðugt fleiri ferðamenn eigi þátt í því að innflutningur á svínakjöti hafi stóraukist á síðustu misserum.

Innflutningur á öðru kjöti hefur einnig aukist verulega, svo sem á nautakjötinu, en 35% aukning varð á innflutningi þess á síðasta ári."

Þorsteinn Briem, 3.8.2018 kl. 01:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kjötneysla hér á Íslandi árin 1983 og 2015, samkvæmt Hagstofu Íslands:

Kindakjöt 68%
1983 en 23% 2015,

nautakjöt 13%
1983 en 17% 2015,

svínakjöt 7%
1983 en 25% 2015,

alifuglakjöt 6%
1983 en 33% 2015,

hrossakjöt 5%
1983 en 2% 2015.

Þorsteinn Briem, 3.8.2018 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband