Það er eitthvað bogið við þetta braggamál

  • Það er enginn vafi á, að braggamálið er mjög alvarlegt klúður, hjá stjórnsýslu borgarinnar
    *
  • Einnig er auðvelt að draga fram fjölmörg önnur dæmi um álíka framúrkeyrslu. Það dregur vissulega ekkert úr alvarleika málsins. 

braggablús


Það er einnig ljóst að fulltrúar tveggja flokka í minnihluta borgarstjórnar vilja nota þetta mál til að þjarma að borgarstjóra.

Þeir leggjast svo sannarlega ansi lágt þótt ekkert eigi í sjálfu sér að hlífa þeim borgarfulltrúum sem bera ábyrgð. Fyrir þessu minnihlutafólki virðist þetta mál bara vera pólitískt skemmtiefni.

En þetta virðist reyndar vera eins og landlægur sjúkdómur hjá borginni. Áratugum saman hefur þrifist allskonar spilling sem tengist mörgum stjórnendum stofnanna borgarinnar. Ekki síst á blómatíma Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

En slíkt þrífst einnig hjá einkarekstrinum í stórum stíl og ekki er farið leynt með þá spillingu sem þar fer fram.

Stórtækir eru svo nefndir eigendur fyrirtækja er þeir stela ómældum verðmætum út úr fyrirtækjunum eins og ekkert sé, fyrir framan augun á launafólki.

Það er vonandi að nú verði tekið á þessum vanda borgarinnar og að allir standi saman að lagfæringum.

Eftirtektarvert er að enginn úr þessum tveimur flokkum lítur á eða tekur alvarlega eitt og annað sem Sanna hefur verið að benda á, sem að mínu mati er í raun enn alvarlegra.  

Öll þessi spilling bitnar á þeim sem síst skildi og borgin á að hafa mikla ábyrgð á.


mbl.is „Svei þér Eyþór Arnalds“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef ekkert væri bogið við bragga. cool

Þorsteinn Briem, 17.10.2018 kl. 17:59

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bragginn í Nauthólsvík kostar Reykjavíkurborg ekki eina krónu þegar upp er staðið, þar sem Háskólinn í Reykjavík leigir braggann af borginni fyrir margar milljónir króna á ári hverju.

Sjálfstæðisflokkurinn lét reisa bragga í Tjörninni, ráðhúsið í Reykjavík, og flutti inn grjót í stórum stíl til að prýða umhverfi braggans. cool

Þar að auki lét Sjálfstæðisflokkurinn smíða heljarmikla hringekju ofan á hitaveitutanka í Öskuhlíðinni og kallaði Perlu.

Allt var þetta hins vegar í góðu lagi vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir þessum grjótinnflutningi í Tjörnina, braggabyggingunni þar og gríðarlegum taprekstri á Perlunni í áratugi. cool

Þorsteinn Briem, 17.10.2018 kl. 18:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eyjan.dv.is 7.9.2018:

"Háskólinn í Reykjavík (HR) hyggst leigja braggann af Reykjavíkurborg og reka þar frumkvöðlasetur en HR átti einnig fulltrúa í byggingarnefnd braggans og voru hinar kostnaðarsömu breytingar unnar í fullu samráði við háskólann.

Í leigusamningnum er kveðið á um að grunnleiguverð braggans sé 450 þúsund krónur á mánuði en það taki mið af upphaflegum framkvæmdakostnaði sem var 158 milljónir króna.

Í samningnum er einnig ákvæði um að fari framkvæmdakostnaður fram úr áætlun greiði HR þriðjungshlut þess kostnaðar og reiknist leiguverðið með sama hætti og grunnleigan.

Þar sem framkvæmdakostnaður er þegar kominn 257 milljónir fram úr áætlun er þriðjungshluti HR um 86 milljónir, eða 244 þúsund á mánuði.

Samtals er því leigan í heildina 694 þúsund krónur á mánuði fyrir afnot af bragganum. Leigan er vísitölutryggð og gildir samningurinn til 10 ára.

Leigutekjur Reykjavíkurborgar af bragganum eru því 8,3 milljónir á ári en munu hækka í samræmi við við endanlegan framkvæmdakostnað."

Og eftir þessa tíu ára leigu mun Háskólinn í Reykjavík eða einhver annar leigja braggann í Nauthólsvíkinni. cool

Þorsteinn Briem, 17.10.2018 kl. 18:02

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Steini Breiðfirðingur, þótt þetta fari allt vel að lokum er full +astæða til að vekja athygli á ósómanum og að borgin lagi sín vinnubrögð

Kristbjörn Árnason, 17.10.2018 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband