31.10.2018 | 20:39
Sársaukinn vegna mistaka Loga kvelur Samfylkingarfólk, skiljanlega
Úrslit alþingiskosninga 2017:
- þingfl. D 49.543 25,2% -3,8% 16 þingmenn
* - Þingfl. V 33.155 16,9% +1,0% 11 þingmenn
* - Þingfl. S 23.652 12,1% +6,4% 7 þingmenn
* - Þingfl. M 21.335 10,9% +10,9% 7 þingmenn
* - Þingfl. B 21.016 10,7% -0,8% 8 Þingmenn
* - Þingfl. P 18.051 9,2% -5,3% 6 Þingmenn
* - Þingfl. F 13.502 6,9% +3,4% 4 Þingmenn
* - Þingfl. C 13.122 6,7% -3,8% 4 þingmenn
Margir eru með stór orð vegna veru VG í ríkisstjórn með tveimur hægri flokkum með sína 11 þingmenn. Jafnvel er talað um svik VG við kjósendur sína, með því að taka þátt í svona ríkisstjórn. E.t.v. eru þetta fyrst og fremst þeir sem ekki kusu VG en sérstaklega félagar okkar í Samfylkingunni.
Ég er einn af þeim sem varð argur vegna þessa. Ég hef hugsað mikið um þetta og hef reyndar komist að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið rétt ákvörðun ef hagsmunir þjóðarinnar eru hafðir í huga. En það má vel vera að flokkurinn tapi atkvæðum vegna þess í næstu kosningum.
Í mínum huga er staðan sú, að ef einhver hefur svikið er það Samfylkingin með sína 7 þingmenn og þannig komið Framsóknarflokknum í ráðuneytin. SF brást.
SF- er auðvitað en í sárum vegna þessara mistaka sinna. Stærstu mistökin eru auðvitað hjá kjósendum sem kýs fólk með vafasaman feril.
Það er ekki bara Bjarni, þarna er Guðlaugur enn, Sigríður og Ásmundur. Sigmundur Davíð í nýjum íhaldsarmi Framsóknar.
Það hefði verið ólíkt sterkari staða fyrir vinstrimenn að hafa 18 þingmenn samanlagt í rískistjórn með innbyrðis málaefnasamning gegn, 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokks. Slík stjórn hefði í raun virkað sem tveggja flokka stjórn með hægri menn í minnihluta.
- Hægri stjórn lá á borðinu sem hefði verið: D+M+B+C= 35 þingmenn. Ég veit vel að SF reyna að telja fólki í trú um það að þessi mynd hefði ekki fyrir hendi
* - En það er bull og það veit Logi allra manna best. Maðurinn sem sífellt lýsir aðdáun sinni á núverandi forsætisráðherra og það í sjónvarpi.
Það er auðvitað löngu kominn tími til þess að vinstrimenn átti sig á þessari stöðu og hætti að láta sára SF-menn rugla sig í ríminu og aðra íhaldsmenn.
Einnig er mikilvægt að skoða þá staðreynd að vinstri menn hafa aðeins 18 þingmenn af 63 þingmönnum Alþingis eða vel neðan við þriðjung þingmanna. Almenningur kaus yfir sig hægri stjórn sem komið var í veg fyrir að yrði mynduð.
En siðferðilega er það auðvitað ótrúlegt að kjósendur skuli kjósa menn á Alþingi sem eru með óhreint mjöl í pokahorninu.
Sama má auðvitað segja um stjórnmálaflokka sem hampa slíkum aðilum. M.ö.o. það er ekki hægt að mynda ríkisstjórn í landinu án þess að hafa einhverja slíka með um borð.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:49 | Facebook
Athugasemdir
VG átti valið um tvo kosti annars vegar Samfylkinguna 7, Flokk fólksins 4, Viðreisn4 og Pírata6 og hinsvegar Íhaldð og Framsókn og kaus frekar að framlengja valdarsetu spillta íhaldsins. Það var allveg ljóst að Framsókn hefði aldrei farið í samstarf með SDG og Miðflokknum það vita allir sem hafa fylgst með íslenskum stjórnmálum undanfarið. Samfylkingin, Flokkur fólksins, Viðreisn og Píratar ræddu málin og sammæltust um að vinna með VG ef þeir vildu. Það var líka undarlegt hvað Katrin lagði mikla ofur áherslu á að flokkurinn gengi óbundin til kosninga og vildi ekki einu sinni segja hver væri hennar óska stjórn eftir kosnigar: Nú þegar VG eru með allt niðurumsig og öllum ljóst að þau ráða engu í þessu stjórnarsamstarfi og geta í raun ekkert gert en að hanga áfra vegna fylgishurnisn þá er reynt að kenna öðrum um þeirra eigin ákvarðanir um að standa að þeirr verstu ríkisstjórn sem hér hefur verið um langana tíma, ríkisstjórn sem enn er að auka misskiptinguna og áætlar að auka enn frekar einkavinavæðinguna í velferðarkerfinu. Þap besta og viturlegasta sem VG getur gert ef þau vilja halda í eitthvað af trúverðuleika sínum, er að slíta þessu samstarfi og boða til kosninga sem fyrst.
Guðmundur Ingólfsson, 31.10.2018 kl. 21:59
Guðmundur minn það reyndi aldrei á þetta Það veistu vel. Ég þekki þessa valkosti vel og vissi að VG vildi ekki starfa með þjóðernissinnunum. SF taldi sig ekki vilja vinna með Sjálfstæðisflokki , Framsókn ekki með Pírötum. Þetta lá fyrir áður en gengið var til kosninga. VG er ekkert með neitt niður um sig eins Samfylking er svo sannarlega með. Greinilegt er að Logi gerði mistök reyndar ekki eins alvarleg og Ingibjörg Sólrún forðum.
Enn og aftur bregst Samfylking þjóðinni.
Kristbjörn Árnason, 31.10.2018 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.