1.12.2018 | 14:07
Sem fuglinn frjáls
- Ég er frjáls og fullvalda, sagði fugl í búri. Ég get sveiflað vængjum mínum að vild minni og get sagt hvað sem er
* - Ég get jafnvel talað illa um eiganda búrsins án þess að hann refsi mér eða skammist. Hann gefur mér sérvalið korn
* - Hann verndar mig fyrir öllum ljótu köllunum og fyrir það er ég þakklátur. Hann breiðir teppi yfir búrið þegar honum þóknast
* - En ég er algjörlega frjáls gjörða minna og hugsana, þ.e.a.s. algjörlega fullvalda
* - Einstaka sinnum fæ ég að fljúga um herbergið þegar búrið er þrifið.
Fullveldi í tölum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.