Markaðslaunin eru þau laun sem valda verðbólgu

  • Hækkun launa láglaunafólks veldur ekki verðbólgu, en það gera markaðslaunin
    *
  • Það er þá í höndum atvinnurekenda að halda aftur af þeirri þenslu.

„Hækkun lægstu launa ekki líkleg til að smitast út í verðlagið segir Már Guðmundsson. Seðlabankastjóri segir einnig að hækkun launa valdi minni verðbólgu ef hún er bundin við þá tekjulægstu“.

En út á það ganga launakröfur Starfsgreinasambandsins og VR einmitt, lægstu launin hækki fyrst og fremst. En einnig út á eðlilegar lífskjarajafnanir í þjóðfélaginu, eins og skattajafnrétti og lægri húsnæðisvexti af nauðþurftarhúsnæði fyrir láglaunafólk.

1. maí-2018

Forystufólk í Eflingu og í VR hafa staðið sig sérstaklega vel undanfarið ár, ef miðað er við söguna síðustu 30 árin í Verkalýðshreyfingunni. Á þeim tíma hefur algjör doði verið ríkjandi sem hefur bitnar illa á láglaunafólki.

Launa-og skattamisrétti hjá launafólki hefur einnig aukist hrikalega á þessu tímabili. Greiðslur í lífeyrissjóði hafa sömuleiðis stóraukist og ríkið hefur á sama tíma minnkað sinn hlut í eftirlaunakerfinu. Stærst sökin liggur hjá forystufólki hreyfingarinnar síðustu 30 árin.
Efling 1. maí 2018

Á þessum tíma hafa formlegir launataxtar í kjarasamningum fengið sífellt minna hlutverk og markaðslaun hafa tekið við, með þeim afleiðingum að láglaunafólk á almennum vinnumarkaði, í störfum hjá ríki, hjá sveitafélögum og fólk er þiggur laun frá Tryggingastofnun situr eftir.

Samtök atvinnufyrirtækjanna hefur komist upp með að í samtarfi með ASÍ að búa til viðmiðunar-launataxta sem nýttir eru til að halda niðri launatöxtum sem opinberum er ætlað að nota.

Framkomnar kröfur þessara verkalýðsfélaga eru vægast sagt afar hóflegar þegar þess er gætt að aðeins 10% fullvinnandi launamanna eru með heildarlaun undir 400 þúsund krónum á mánuði árið 2017. Samkvæmt sömu gögnum frá Hagstofunni en 12% með laun yfir einni milljón króna í mánaðarlaun. Miðgildi heildarlauna 2017 voru 618 krónur á mánuði.

Það er fullkomlega eðlilegt að launabil milli launaflokka fari eftir krónatölu en ekki eftir hlutföllum. Einnig er mikilvægt að enginn launaflokkur sé undir eðlilegum framfærslumörkum.

  • Það sem skiptir meginmáli er krafa um lækkun á húsnæðisvöxtum fyrir láglaunafólk og að skattamisréttið í landinu verði leiðrétt
    *
  • Einnig að gerðar verði raunverulegar leiðréttingar á persónuafslættinum.
KJARNINN.IS
 
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, fjallar um kröfur launafólks en hún segir að ef fólki sé raunverulega umhugað um stöðugleika og að hjól efnahagslífsins snúist sé farsælast að sýna sanngirni þegar kemur að kröfum vinnuaflsins.

mbl.is Ekki í fótboltaskóm á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband