Það er ekki lífhættulegt.

  • Eða , „Það myndi ekki að drepa fólk að gefa því tæki­færi. Við þurf­um að gyrða okk­ur í brók,“ seg­ir Hall­dóra Þ. Jóns­dótt­ir, for­stöðumaður hjá Ási styrkt­ar­fé­lagi, um ráðning­ar starfs­fólks með fötl­un og skerta starfs­orku.

Eftir nær 25 ára starf sem grunnskólakennari veit ég fyrir víst, að það er mikil þörf á því að fá fólk sem er skilgreint fatlað (en er það jafnvel ekki) til starfa í  flestum grunnskólum landsins.

  • Þá er ég að tala um skóla sem telja sig vera „skóla án aðgreiningar“  Þá er ég að tala um fólk með fjölbreytta fötlun.

Það er augljóst að það er fátt sem þroskar grunnskólabörn meir en að kynnast fjölbreytileikanum sem fyrst í lífinu.

álftamýrarskóli

Mig minnir að grunnskólar borgarinnar séu eitthvað um 44 talsins er gætu hæglega haft um 150 fatlaða fullgilda starfsmenn að störfum t.d. í hlutastörfum.

Það er fátt sem hefur þroska mig betur en að ég nánast ólst upp,  rétt eins og heimilisköttur á vinnustofu Blindrafélagsins á Grundarstíg. Það var virkilega góður undirbúningur undir lífið hjá mér, reynsla sem  hefur nýst mér mjög vel í atvinnulífinu.

Á þá vinnustofu mættu reglulega fjölmargir rithöfundar bæðir þekktir og lítt kunnir til að lesa upp fyrir starfsmenn þar bæ uppköst sín á meðan ritstörfin stóðu yfir og fengu gjarnan jákvæðar og málefnalegar tilsagnir.

Nánast allir starfsmenn félagsins voru blindir og unnu fulla vinnu og voru stoltir af. Unnu þeir bæði við handavinnu sem nauðsynleg var við framleiðsluna en einnig við hættulegar trésmíðavélar.


mbl.is „Það myndi ekki að drepa fólk að gefa því tækifæri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristbjörn, gamlar fuglahræður eins og við ólumst upp við fjölbreytileikann í daglega lífinu. En er ekki eitthvað að í samfélaginu ef grunnskólabörn nútímans geta aðeins kynnst fjölbreytileikanum í skólanum sínum? Stundum hvarflar að mér hvort vandræði drengja í skólakerfinu tengist þessum breyttu aðstæðum. En hvað veit ég svosem!

ksh (IP-tala skráð) 17.5.2019 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband