11% vaxtalækkun er gríðarlega mikilvægt skref.

  • Það munar um minna
    *
  • Þetta er nálægt 11% vaxtalækkun
    *
  • Er vextir lækka úr 4,5% niður í 4,0% eða um 0,5 prósentustig.

    Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í Bítinu á Bylgjunni að stýrivaxtalækkunin hafi í för með sér að ráðstöfunartekjur fólks sem skuldi 30 milljónir króna í húsnæðislán með breytilegum vöxtum geti aukist um 150.000 krónur á ári.

    Fyrir mann sem skuldar 30 milljónir þarf hann að þéna 200000 þúsund til að hafa 150000 í reiðufé til að greiða vexti.  

mbl.is „Gríðarlega ánægjuleg tíðindi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mjög gott, en það á samt ennþá eftir að koma í ljós hvort og hvernig þetta gæti skilað sér fyrir heimilin.

Athugaðu að síðdegis sama dag tilkynnti seðlabankinn að bankavextir væru óbreyttir frá síðasta mánuði. Engin breyting þar.

Mörg húsnæðislán t.d. frá Íbúðalánasjóði, eru með föstum vöxtum og uppgreiðslugjaldi. Engin breyting þar.

Ekkert af þessu gerist sjálfkrafa, þessi breyting hefur ekki skilað sér í vasann á neinum ennþá nema bönkunum.

Vonandi fá heimilin einhverja brauðmola af borði þeirra áður en langt um líður. (Hversu líklegt er það?)

Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2019 kl. 02:29

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er rétt hjá þér Guðmundur, það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif verða af þessari vaxtalækkun. En þetta fjallar aðeins um þessa tilteknu stýrivexti, en ekkert um lánakjör almennt. Væntanlega það stóri slagurinn sem er óhjákvæmilegur. 

Kristbjörn Árnason, 23.5.2019 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband