23.8.2019 | 12:12
Ákvörðun Katrínar ber að fagna, hún þorir.
- Háttarlag Trump síðustu daga sýnir augljóslega hversu hættuleg herveldin eru fámennum þjóðum
* - Gerum okkur grein fyrir því, að ef Grænland væri fært inn fyrir landamæri Bandaríkjanna myndi Ísland sitja uppi með sameiginleg landamæri með herveldinu
* - Þá færi lítið fyrir hinu takmarkaða sjálfstæði Íslands sem þegar er undir hæl Bandaríkjanna.
Hvorki þetta herveldi né önnur gefa eftir vald sitt yfir hinum og þessum svæðum á jarðarkringlunni sem þau hafa náð tangarhaldi á.
Ísland er statt inn á svæði sem Bandaríkin telja vera sitt og vill hafa á þessu svæði öll völd
Fyrir utan það að ESB fær að hafa ákveðin völd á þessu svæði sem telst tilheyra Evrópu.
Það eru m.ö.o. tveir stórir aðilar sem vilja hér öllu ráða og hafa vit fyrir okkur sauðsvörtum þegnum Íslands.
Vonandi hættir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna við að koma í opinbera heimsókn til Íslands.
Vegna þess hversu móðgaður hann er vegna þess að Katrín kýs fremur að ávarpa verkalýðshreyfinguna á Norðurlöndunum en eiga samtal við þennan fulltrúa herveldisins.
En ljóst er öllu hugsandi fólki er að varaforsetinn bauð sér sjálfur hingað til landsins og hinn hnjáliðamjúki utanríkis ráðherra hlýðir skipun goðsins.
Erindi hans er alvarlegt og á lítið skylt við viðskipti um vörur og þjónustu ýmiskonar. Slík mál eru á könnu annarra ráðamanna þar í landi
Hann lætur auðvitað ekki bjóða sér slíkt af forsætisráðherra smáríkis að hann lúti sér ekki, nema eitthvað mikið liggi við. Ráðherra sem tekur verkalýðsfélög fram yfir sjálfan varaforseta Bandaríkjanna.
- Ákvörðun og kjark Katrínar ber að fagna, hún er fyrsti forsætisráðherra Íslands sem stendur í báðar fætur gagnvart herverveldinu.
Auðvitað munu aftaníossar herveldisins á Íslandi væla eins og iðulega áður og munu þeir nú æva sig í hnjáliðamýktinni að kappi til að geta sýnt sína auðmýkt ef þeir fá tækifæri til þess að hitta goðið. En þeir fá einnig plúsa í kladdann hjá sendiherranum fyrir að kvarta hástöfum og það skiptir máli.
Eftirtektarvert er að aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni gera engar athugasemdir. En Moggi litli stendur auðvitað með sínu Miðflokksmönnum og Samfylking er klofinn í málinu.
Fjarveran gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:42 | Facebook
Athugasemdir
Tilkynninga frá ASÍ:
Forsætisráðherra á erindi á þing Norræna verkalýðssambandsins
Þing Norræna verkalýðssambandsins (NFS) fer fram í Malmö 3. – 5. september nk. undir yfirskriftinni „Byggjum brýr“. Þingið sækir forystufólk frá 15 heildarsamtökum launafólks frá öllum Norðurlöndunum. Fulltrúar fyrir 9 milljónir launamanna og verkalýðsfélaga sem hafa verið mikilvægasta aflið í að byggja upp velferðarsamfélög Norðurlandanna.
Formaður NFS er Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Sú venja hefur skapast að forsætisráðherra þess lands sem fer með formennsku hverju sinni flytji aðalræðuna á þinginu. Að þessu sinni kemur það í hlut Katrínar Jakobsdóttur og ríkir mikil eftirvænting meðal væntanlegra þingfulltrúa að heyra það sem hún hefur til málanna að leggja. Þá mun Katrín eiga fund með formönnum aðildarfélaganna til að ræða hin stóru viðfangsefni sem framtíðin ber í skauti sér fyrir vinnandi fólk á Norðurlöndum.
Fréttaflutningur síðustu daga og viðhorf ýmissa stjórnmálamanna vegna þátttöku Katrínar Jakobsdóttur á þingi NFS vekur furðu. Ástæðan er að fyrir stuttu var upplýst að varaforseti Bandaríkjanna muni koma hingað til lands í heimsókn á vegum utanríkisráðherra. Hafa sumir klifað á því að forsætisráðherra sé að „hundsa“ komu varaforsetans. Þá hafa stjórnmálamenn gagnrýnt „fjarveru“ Katrínar við þetta tilefni og haft uppi stóryrði. Þessi orðræða segir sitt um viðhorf og firringu þeirra sem henni hafa haldið á lofti. Þar er gert lítið úr mikilvægi þess að forsætisráðherra Íslands ávarpi og eigi samtal, við fulltrúa níu milljóna verkafólks á Norðurlöndunum og samtaka þess, um mörg brýnustu úrlausnarefni samtímans.
Meginviðfangsefni þings NFS að þessu sinni er þróun á vettvangi ESB/EES og Norræna kjarasamningamódelið. Þá verður fjallað um þær áskoranir sem lýðræðið og atvinnulíf framtíðarinnar standa frammi fyrir og framtíð verkalýðshreyfingarinnar. Forystufólk úr stjórnmálum, evrópskri verkalýðshreyfingu og sérfræðingar munu leggja sitt að mörkum í umræðunni.
Kristbjörn Árnason, 23.8.2019 kl. 15:09
Nú geta áhyggjufullir hægri menn slakað á.
Verið er að skoða möguleika á því að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittist á Íslandi í byrjun næsta mánaðar. Katrín átti í dag fund með Jeffrey Gunter, nýjum sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Á þeim fundi var meðal annars ræddur sá möguleiki að Pence myndi framlengja heimsókn sína hingað þannig að þau ættu möguleika á að hittast þegar varaforsetinn kemur 4. september.
Kristbjörn Árnason, 23.8.2019 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.