Færsluflokkur: Kjaramál
14.4.2018 | 12:27
Nú skal enn hygla þeim sem eiga miklar eignir
- Það er auðvitað staðreynd að margt fólk á miklar eignir sem býr í borginni. Til að eignast slíkar eignir þarf fólk að hafa haft góðar tekjur í gegnum tíðina
*
- Oft á tíðum er þetta stóreignafólk sem hefur ekki greitt útsvar af tekjum sínum nema í algjöru lágmarki
- *
- Iðulega atvinnurekendur og eða fjárfestar sem greiða að mestu fjármagnsskatta. Slíkir skattar eru í dag eftir nýjustu hækkanir 22% af nettótekjum.
* - Almennir tekjuskattar og útsvar launafólks er 36.94% og greitt af brúttólaunum
* - Ef það væri einhver réttlætiskennd og góðmennska hjá þessu fólki, væri það nær að 67 ára eldra láglaunafólk fengi afslátt á fasteignagjöldum miðað við ákveðin launaviðmið
* - Að lækka útsvargreiðslur hjá 67 ára og eldra láglaunafólki er býr við lökustu kjörin og býr í leiguhúsnæði
* - Þetta er bara hugmynd frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins um að hygla þeim skattlausu og eignamiklu enn frekar.
![]() |
Eldri borgi ekki fasteignaskatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2018 | 12:30
Forsætisráðherra upplýsir, að afnema á ,,krónu mót krónu“ skerðingar.
- Sannleikurinn er erfiður sumum
Einkum ef það hentar þeim ekki að hann sé ljós. Hér í fréttinni segir orðrétt:
- Hvað kjör öryrkja varðaði sagði Katrín að fram kæmi í texta fjármálaáætlunarinnar að til stæði að afnema krónu á móti krónu skerðingar. Það hefði einnig komið fram í máli Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra.
En einnig er nauðsynlegt að breyta skattkerfinu á þann veg, að þeir sem hafa tekjur yfir ákveðnum mörkum njóti ekki persónuafsláttar eða lægri skattaprósentu í tekjuskatti.
Þá er eðlilegt að allir aðilar greiði útsvar, bæði fyrirtæki og þeir sem í dag greiða bara fjármagntekjuskatta. Ekki bara launafólk.
Hvort sem þeir eru vinnandi, á eftirlaunum eða á örorkulaunum frá Tryggingastofnun. Þannig skapast svigrúm til að bæta stöðu þeirra sem draga fram lífið samkvæmt lægstu launatöxtum með verulegri hækkun á persónuafsláttum og lækka skattaprósentu lægri launa.
Það er ekki eðlilegt að launafólk sé að niðurgreiða rekstrarkostnað fyrirtækja og fjárfesta er greiða lítinn skatt af nettótekjum. Á meðan launafólk greiðir háa skatta af brúttó tekjum. Þetta eru auðvitað hrópleg rangindi.
![]() |
„Komdu með annan segi ég nú bara“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2018 | 14:42
Suma hluti má ekki segja, sérstaklega ef sannleikur er sagður
- Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra varð það á Alþingi í gær að segja nokkuð sem ekki mátti segja. En inntakið var eitthvað á þessa leið:
„Þá sagði Svandís að skýringin á því að ljósmæður væru með lægri laun en hjúkrunarfræðingar væri sú að þær væru í stéttarfélagi sem væri hluti af BHM á meðan hjúkrunarfræðingar væru í eigin félagi. Það væri hins vegar ekki stjórnvalda að hafa skoðun á því fyrirkomulagi“.
Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta er rétt mat hjá ráðherranum, ef það er rétt að ljósmæður lækki í launum við að breytast úr því að vera titluð hjúkrunarfræðingur í það að vera ljósmóðir í launaskrá Landspítalans.
Enn segir Ráðherrann:
„Ég hef verið fullvissuð um það af forstjóra Landspítalans að engu öryggi sé stefnt í uppnám á Landspítalanum enda umgangast ljósmæður vinnustað sinn af fullri ábyrgð. Þannig er engin ástæða til þess, hvorki hjá háttvirtum þingmanni né öðrum, að kynda undir ugg eða óöryggi hjá foreldrum.“
Ráðherra sagðist hafa beitt sér í málinu í gegnum forstjóra Landspítalans til að freista þess að gera það sem hægt væri til þess að bæta starfsumhverfi og mögulega vaktaumhverfi ljósmæðra. Spurningin er því, hvaða hagsmuni er forysta ljósmæðra að vernda?
Nú er ljósmæðrafélagið í fýlu ásamt BHM því það er mikill sannleikur sem felst í orðum ráðherrans. Vandinn sem ljósmæður og BHM stendur fyrir er auðvitað sá að hjúkrunarfræðingar eru ekki í landsamtökum og vilja ekki sameinast BHM.
Það er auðvitað hægt að sameina þessi félög án þess að gömlu félögin séu í raun lögð niður. En þetta er auðvitað gamalkunnug togstreita um félagsgjöld.
![]() |
Saka ráðherra um „kaldar kveðjur“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2018 | 14:26
Isavia hefur ekkert dómsvald.
Ég skil ekki þessa frétt. Ég hefði haldið að Isavia hafi ekkert vald til að sekta fólk.
Þar sem þetta félag hefur ekkert dómsvald. En vissulega geta þeir sent eigendum þessara bíla rukkun fyrir að hafa notað þessi bílastæði.
Bíleigendur sýna þá kvittun fyrir að hafa greitt fyrir geymslu á sínum bíl. Slíka kvittun verður auðvitað að virða þannig að Isavia verður að takast á við þetta fyrirtæki sem fénýtir stæði flugstöðvarinnar.

![]() |
Héldu áfram að leggja í skammtímastæðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2018 | 13:12
Siðleysið ríður við einteyming
- Þessi málflutningur er á ótrúlega lágu plani. Maðurinn er dæmdur fyrir mjög alvarlegt brot gegn þjóðinni. Fyrir landráð.
Það breytir engu hvað Alþingi gerir nú, hann hefur þegar verið dæmdur af æðsta dómstól Íslands og af mannréttindadómstólnum og þingið getur ekki hreinsað æru hans eða afmáð dóminn yfir honum.
Þessi maður hefur enn ekki beðið þjóðina um að fyrirgefa sér gjörðir sínar.
- Þessi málflutningur lýsir aðeins siðleysi þeirra aðila sem bera slíkt mál á borð fyrir Alþingi sem er greinilega til þess ætlað að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarfið.
Það hefur örugglega sýnt sig, að það var rétt að ákæra Geir Haarde enda komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sekur um brjóta ákvæði í stjórnarskránni sem er alvarlegt athæfi gegn þjóðinni.
Það er auðvitað glórulaus forheimska að halda það að dómstóllinn hafi gert mistök.
Enda komst mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að hann hafi fengið réttláta dómsmeðferð.

![]() |
Vill fella ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
- Ótrúleg og barnaleg samsæriskenning
Formaður félagsins segir að strax í upphafi hafi verið rekin herferð gegn samningnum undir slagorðinu „Fellum feitt“. Sú herferð sé runnin undan rifjum Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þá hafi mörgum ekki þótt nógu mikið hafa fengist í samningaviðræðunum.
Það er bara inntak samningsins sem fellur kennurum ekki í geð og einkenni „salek“ á samningnum með sáralítilli hækkun á launaflokkum. Síðan einhverjar hliðarráðstafanir. Hlutir sem ekki gagnast öllum sem hafa bundna hagsmuni af grunnskólakennara samningum.
Með því að hafa sáralitla hækkun á launatöxtum bitnar það á kennurum sem eru í litlum aukastörfum í skólastarfi og á eftirlaunum. M.ö.o. hrein svik þann stóra hóp sem hefur greitt í lífeyrissjóð áratugum saman.
Það liggur á, að nýkjörin stjórn FG taki við keflinu.

![]() |
Grunnskólakennarar felldu samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2018 | 07:57
VR ætlar ekki að taka þátt í þjóðhagsráði.
- Fyrir 9 árum fyllti almenningur Austurvöll laugadag eftir laugadag og ríkisstjórn Geirs Haarde var hrakin út úr stjórnarráðinu. Þúsundir launafólks fylkti liði mánuðum saman.
Almenningur snéri baki við ASÍ algjörlega eftir að það hafði brugðist launafólki í landinu. Miðstjórn ASÍ reyndi að blása til funda víða um landið en launafólk hunsaði þessa fundi algjörlega.
Núna, loksins núna eru stærstu grasrótarfélögin að taka við sér og má alveg reikna með því i haust að það verði hressileg hallarbylting í miðstjórn ASÍ.
Samtök atvinnurekenda hafa barist fyrir tilvist þjóðhagsráðs þar sem þeir ætla sér að verða einráðir um kaup og kjör á Íslandi.
Fótafúnir miðstjórnarmenn ASÍ hafa fallist á þessa leið til að koma böndum á baráttuglöð verkalýðsfélög og félög opinberra starfsmanna en einkum og sérstaklega kennara.
Nú er ljóst að draumur atvinnurekenda-samtakanna gengur ekki eftir, því að það er skapast meirihluti gegn Salek fyrirbærinu innan ASÍ og grunnskólakennarar hafa í raun þegar hafnað salek og síðasti múrsteinninn verður væntanlega brotinn nú með því að hafna salek samningum gamla formannsins sem kolféll í kosningum innan Félags grunnskólakennara fyrir skömmu.
Nú er nauðsynlegt að byggja brýr milli launafólks hvar sem það er skipulagt í verkalýðsfélögum til að hrinda af sér möru valdsins í landinu sem er hjá samtökum atvinnurekenda þar sem þeir maka endalaust krókinn með því að ganga í sjóði fyrirtækjanna sem launafólk byggir upp með vinnu sinni.
Þetta eru þeir aðilar sem halda niðri launum kennara, halda niðri launum opinberra starfsmanna, halda niðri launum ófaglærðs fólks sem starfar í skólum landsins og heldur niðri eftirilaunum og örorkubótum.

![]() |
Áskorun um að beita hlutarfjáreign |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2018 | 21:36
Eiga Íslendingar sér óvini meðal annarra þjóðríkja?
- Margt er skrýtið í kýrhausnum
Fyrir nokkrum dögum verða rússnesk feðgin fyrir eiturefnaárás í Bretlandi. Kallinn var fyrrum njósnari fyrir Breta í Rússlandi um árabil og fékk dóm þar í landi væntanlega fyrir landráð en var leystur úr haldi.
Bretar hafa ákveðið að Rússar hafi sýnt þessum feðginum tilræðið án þess þó að nokkrar haldbærar sönnur á það væru fyrir hendi. En Bretland er herveldi sem hefur stráfellt fólk eftir hentileikum víða um heiminn og vita væntanlega allt um svona illvirki.
Rússar eru heldur engir englar frekar en önnur herveldi svo þeir eru til alls trúandi. En það hefur hentað Breskum stjórnvöldum að kenna Rússum um ódæðið og vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa stóraukist.
Af þessu tilefni var rætt við hinn íslenska utanríkisráðherra sem greinlega var á bandi Breta eins og margir fleiri stjórnmálamenn sem vantar vinsældir.
Þegar spurt var um viðbrögð ráðherrans vegna þessa máls, sagði hann málið vera til skoðunar á Íslandi, en við munum auðvitað fylgja vina þjóðum okkar sagði ráðherrann.
Þýðir þetta svar Guðlaugs Þórs, að við íslendingar eigum okkur einhverja óvinaþjóð? Þarna skortir mig greinilega greind. Því eina herveldið sem hefur ráðist á Ísland með hertól að vopni er einmitt Bretland. Það er líka eina ríkið sem hefur sett hryðjuverkalög á íslendinga .

![]() |
Rússar framleiddu eitrið Novichok |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2018 | 16:31
Hér vantar greinilega eitthvert siðvit.
- Hvernig fór þetta hæfnismat fram og hvaða viðmið voru höfð að leiðarljósi?
Greinilegt er að stjórnarmenn hjá ,,N1" virðast ekki gera sér fyrir þeirri staðreynd, að það er launafólk sem á meirihluta í þessu félagi.
Þar með taldir starfsmenn félagsins sem margir hverjir eru á lágmarkslaunum.
Síðan er spurningin um hvort mikilvægi þessa starfs sé meira en t.d. lækna við vandasömustu og mikilvægustu verkefni við að bjarga mannslífum.
Hvort mikilvægi starfsins sé meira en t.d. störf leik- og grunnskólakennara sem undirbúa framtíð barnanna í landinu. Svona má auðvitað lengi upp telja.
Ef halli verður á rekstri „N1“ verða þá laun lækkuð snarlega eða þarf hann þá að endurgreiða oftekin laun? Náði hann einhverjum gróða með því að fækka láglaunafólki í störfum fyrir fyrirtækið.
Viðskiptin munu um stund minnka
![]() |
Undrast launahækkun forstjórans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
- Ég vil taka undir allt sem Ögmundur segir í þessum pistli sínum.
Það er gríðarlegt áróðursstríð í gangi í kringum þessa styrjöld sem drepur fjölda fólks í Sýrlandi og í öðrum nágrannaríkjum daglega.
Bandaríkin eru aðilar að allri þessari styrjöld sem fer fram í mörgum ríkjum og raunar Rússar einnig í Sýrlandi.
Yfir íslendinga dynur daglegur einhliða áróður Natóríkjanna en ekkert heyrist af hinni hlið málsins.
Hvernig eigum við sem þjóð og íslensk stjórnvöld að meta hvað er rétt og hvað ekki ef við kynnum okkur ekki málið frá öllum hliðum þess?
- Það var sérlega ánægjulegt að Katrín Jakopsdóttir skuli hafa farið á þennan fræðslufund og hlustað á Vanessu Beeley að hún láti ekki bara einhliða áróður stjórna gerðum sínum.

![]() |
Aldrei fleiri börn í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)