Færsluflokkur: Dægurmál
19.10.2017 | 23:29
Hvernig á að vera hægt trúa því sem Bjarni segir
- Kenndi skattrannsóknarstjóra um tafirnar
Þann 4. febrúar 2015 gagnrýndi Bjarni Benediktsson embætti skattrannsóknarstjóra harðlega í viðtali RÚV. Sagði hann að kaup á gögnum um aflandseignir Íslendinga hefðu þvælst fyrir embættinu alltof lengi og að málið strandaði svo sannarlega ekki á fjármálaráðuneytinu.
Skömmu síðar kom í ljós að þegar ráðherra lét þessi orð falla var skattrannsóknarstjóri í biðstöðu vegna skilyrða sem ráðuneyti Bjarna hafði sett embættinu. Skattrannsóknarstjóri hafði þá nýverið sent ráðuneytinu bréf sem ekki hafði verið svarað. Gögn sem Stundin fékk aðgang að á grundvelli upplýsingalaga í fyrra sýna að skattrannsóknarstjóri sendi fjármálaráðuneytinu tölvupóst í desember 2014 þar sem fram kom að svo virtist sem fjölmiðlaumræða væri að fara af stað á þá lund að tafir á kaupum gagnanna væru embættinu að kenna. Með ummælum sínum ýtti Bjarni undir að dregin væri upp slík villandi mynd af stöðu málsins.
- Ekki nákvæm tímalína
Í viðtali við RÚV þann 7. janúar síðastliðinn fullyrti Bjarni Benediktsson ítrekað að hann hefði ekki fengið skýrslu starfshóps um umfang aflandseigna Íslendinga inn í ráðuneyti sitt fyrr en eftir að þingi var slitið í október.
Daginn eftir staðfesti ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fjölmiðla að umrædd skýrsla var afhent fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 13. september, þegar um mánuður var eftir af þingstörfum. Samdægurs fékk starfshópurinn tilkynningu frá ráðuneytinu um að störfum hans væri lokið og voru engar efnislegar breytingar gerðar á skýrslunni eftir þetta. Þingi var slitið þann 13. október, en þá hafði ráðuneytið ekki aðeins fengið skýrsluna afhenta heldur hafði ráðherra einnig fengið kynningu á efni hennar. Í sama viðtalinu sakaði Bjarni pólitíska andstæðinga um þvætting, fyrirslátt og pólitík en daginn eftir baðst hann afsökunar á ónákvæmni. Þetta var kannski ekki nákvæm tímalína hjá mér og ég biðst nú velvirðingar á því, sagði hann.
MYND: AF FACEBOOK-SÍÐU SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
- Gaf villandi mynd
af stöðu lekamálsins
Þann 13. febrúar 2014 setti Bjarni Benediktsson fram rangar fullyrðingar um lekamálið og stöðu þess í réttarvörslukerfinu. Á þessum tíma hafði ríkissaksóknari mælt fyrir um sakamálarannsókn á starfsmönnum innanríkisráðuneytisins og staðfest þann skilning í svörum við fyrirspurnum DV og RÚV. Engu að síður fullyrti Bjarni á Alþingi að saksóknaraembættið hefði einungis sent málið til viðeigandi meðferðar hjá lögreglu og allsendis óljóst væri hvort hafin yrði sakamálarannsókn.
Um leið og hann fór sjálfur með rangt mál um stöðu málsins sakaði hann þingmenn stjórnarandstöðunnar um að halla réttu máli. Menn verða að halda sig á sporinu þegar kemur að hugtakanotkun og því sem rétt er varðandi formlegan farveg málsins, sagði hann. Í sömu vikunni dró Bjarni upp þá mynd í fjölmiðlum að lekamálið snerist um hefðbundið kærumál innan stjórnsýslunnar þegar raunin var sú að um var að ræða fordæmalausa sakamálarannsókn sem beindist sérstaklega að ráðuneytisstarfsmönnum og varðaði brot á almennum hegningarlögum. Nokkrum mánuðum síðar fullyrti Bjarni að aldrei hefði komið neitt fram sem sýndi að Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefði sagt ósatt. Þá höfðu DV og fleiri fjölmiðlar fjallað ítarlega um ítrekuð ósannindi ráðherrans.
- Sagði fréttakonu hafa rangt fyrir sér
Þann 23. september 2016 sakaði Bjarni Benediktsson Sigríði Hagalín Björnsdóttur, umsjónarmann leiðtogaumræðna Ríkisútvarpsins, um rangfærslu þegar hún benti á að hann hefði ekki staðið við loforð sem hann gaf öldruðum um afnám tekjutengingar ellilífeyris í aðdraganda þingkosninganna 2013.
Sigríður vísaði þar til bréfs Bjarna til eldri borgara þar sem fram kom að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að afturkalla kjaraskerðingu ellilífeyrisþega, sem komið var á árið 2009 en jafnframt að flokkurinn myndi afnema tekjutengingar ellilífeyris. Bjarni svaraði: Þetta er bara alrangt hjá þér. Við þessi loforð var staðið. Hið rétta er að tekjutenging ellilífeyris er ennþá hluti af lífeyriskerfi Tryggingastofnunar og grunnlífeyrir lífeyristrygginga skerðist ennþá vegna atvinnutekna. Síðar í sama þætti viðurkenndi Bjarni að vinnu við efndir þessara kosningaloforða væri ólokið.
MYND: KASTLJÓS
- Sagðist ekki
eiga aflandsfélag
Þann 11. febrúar 2015 sagði Bjarni Benediktsson í Kastljóssviðtali að hann hefði aldrei átt eignir í skattaskjólum eða stundað viðskipti í gegnum þau. Nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að Bjarni hafði geymt 40 milljónir í aflandsfélagi á Seychelles-eyjum án þess að greina frá því í hagsmunaskrá þingmanna. Bjarni hefur gefið þá skýringu að hann hafi haldið að félagið væri skráð í Lúxemborg og einnig viðurkennt að hafa gefið íslenskum skattayfirvöldum þær röngu upplýsingar þegar hann skilaði skattskýrslum.
Þegar Reykjavik Media spurði Bjarna um málið í fyrra sagði hann að tilgangur félagsins hafi verið að halda utan um eign á einni íbúð í Dúbaí. Í svörum hans til Süddeutsche Zeitung kom hins vegar fram að íbúðirnar væru fjórar talsins og var það staðfest af verktakanum í Dúbaí.
- Gaf kolranga mynd af uppboðsleiðinni
Í Forystusætinu á RÚV þann 11. október 2016 gaf Bjarni Benediktsson villandi mynd af uppboði Færeyinga á fiskveiðiheimildum til að rökstyðja þá skoðun sína að óæskilegt væri fyrir Íslendinga að fara slíka leið. Þegar spyrill minntist á reynslu Færeyinga svaraði Bjarni: Þú ert að tala um heimildirnar sem voru seldar útlendingunum, sem fóru til eins fyrirtækis. Hið rétta er að fiskveiðiheimildirnar í Færeyjum voru ekki seldar einu fyrirtæki heldur mörgum. Þá gátu aðeins færeysk fyrirtæki, það er félög í meirihlutaeigu Færeyinga, tekið þátt í uppboðinu. Auk þess sagði Bjarni: Eru menn í alvörunni að tala um það að við eigum núna að taka þessa fiskveiðiauðlind sem skapar störf úti um allt land og bjóða hana til útlendinga? Raunin er hins vegar sú að á Íslandi eru í gildi lög um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri sem setja aðkomu útlendinga að fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða mjög þröngar skorður. Enginn sem talar fyrir uppboðsleið á Íslandi hefur mælst til þess að þessar reglur verði afnumdar eða að fiskveiðiauðlindin verði sérstaklega boðin útlendingum.
MYND: SÜDDEUTSCHE ZEITUNG
- Röng lýsing á aflandsskýrslu
Þann 6. febrúar fullyrti Bjarni Benediktsson á Alþingi að í skýrslunni um aflandseignir Íslendinga væri ekkert sérstakt sem skýrslan bendir á að stjórnvöld hafi látið undir höfuð leggjast að gera. Ummælin standast ekki skoðun, enda er sérstaklega fundið að því í skýrslunni að stjórnvöld hafi, á árunum fyrir hrun, hunsað ráðleggingar sérfræðinga um að innleiða svokallaða CFC-löggjöf á Íslandi.
Leitt er líkum að því að með lögfestingu slíkra reglna hefði mátt koma í veg fyrir að aflandsvæðingin sem átti sér stað á útrásarárunum yrði jafn umfangsmikil og raun ber vitni. Síðar í sama mánuði fór Bjarni aftur með rangt mál um efnisatriði skýrslunnar og sagði höfunda hennar hafa komist að þeirri niðurstöðu að Íslendingar hefðu verið í fararbroddi þegar kom að því að breyta lagalega umhverfinu í tengslum við skattaskjól. Hið rétta er að starfshópurinn gagnrýnir einmitt íslensk stjórnvöld fyrir að hafa verið eftirbátur nágrannaríkjanna að þessu leyti. Í skýrslunni er vakin athygli á því að umfang aflandsvæðingar íslensks efnahagslífs var einstakt í heiminum á útrásarárunum og þetta sérstaklega rakið til þess hve seint lagaumhverfinu á Íslandi var breytt.
- Röng fullyrðing um greiðendur tekjuskatts
Þann 27. október síðastliðinn fullyrti Bjarni Benediktsson ranglega í stöðuuppfærslu á Facebook að einungis tekjuhæstu 30 prósent framteljenda stæðu undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattskerfinu. Gunnar Jörgen Viggósson, pistlahöfundur á Stundinni, hrakti ummælin og sýndi fram á að raunin er sú að a.m.k. tekjuhæstu 50 prósent framteljenda standa undir kerfinu.
Þannig kom í ljós að með ummælum sínum hafði Bjarni haldið því ranglega fram að drjúgur hluti vinnandi fólks í landinu greiddi í raun og veru ekki tekjuskatt. Þessi röngu ummæli Bjarna, sem kunna að hafa sprottið af misskilningi, voru nær eina framlag hans til umræðunnar um misskiptingaráhrif skattastefnu þáverandi ríkisstjórnar í aðdraganda síðustu þingkosninga. Fjórir nýkjörnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins deildu rangfærslunni á samfélagsmiðlum og tóku þannig þátt í að dreifa villandi upplýsingum til kjósenda.
Listinn er hluti af ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um Bjarna Benediktsson
![]() |
Hægt væri að setja bráðabirgðalög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2017 | 14:00
Margir íslendingar og stjórnmálaflokkar eru trúgjarnir fram úr hófi.
- Þeir eru margir á Íslandi sem trúa því að mikil sæld sé undir verndarvæng margra stórþjóða sem ráskast með fyrirbærið ESB er safnar saman völdum á einn stað er þessi herveldi stjórna.
Þar eru yfirþjóðlegar reglur settar, margar góðar en aðrar sem halda utan um viðskipta- og pólitíska hagsmuni stórra ríkja og fyrirtækja sem eru með heimilisfesti hjá þessum ríkjum.
Þessi ríki gefa það út að þeir og ESB hugsi um þjóðlega menningu og hagsmuni fjölmargra smáþjóða í Evrópu, þjóða sem vegna ofríkis og ofbeldis öflugra hervelda í álfunni eru vistaðar innan landamæra þessara gömlu valdaríkja.
Nær alltaf tekur stjórnar apparat ESB undir hagsmuni gömlu herveldana gegn hugmyndum undirokaðra þjóða sem vilja sjálfstæði eða meira sjálfstæði.
Þessar vikurnar má sjá hvernig gamla Matritarveldi Frankós heldur við völdum sínum og ofríki gagnvart Katalónum.
Sjá má hvernig staða Skota, Walesbúa og Íra eru innan valda maskínu Englendinga í Bretlandi. Það er morgunljóst að valdið í ESB styður ekki þessar þjóðir til sjálfstæðis.
Sama má segja um Færeyjar og Grænlendinga, þessar þjóðir fengju ekki stuðning frá ESB valdinu. Ef Ísland hefði ekki þegar verið lausir við Danska yfirvaldið fengju íslendingar ekki slíkan sjálfstæðisstuðning.
ESB er auðvitað einnig herveldi þótt lítið sé látið fara fyrir því og er það í traustri samvinnu með Bandaríska herveldinu. Þar með eru það hagsmunir ESB að á Íslandi sé her frá Bandaríkjunum ef það ríki krefst þess.
Það eru auðvitað margar svona smáþjóðir í Evrópu sem eru undir hælnum á á gömlum ofbeldisríkjum og þessu ríkjasambandi sem er stjórnað er af gömlu herveldunum í Evrópu.
![]() |
Hefur ekki lýst yfir sjálfstæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2017 | 11:25
Eina leiðin til jákvæðra breytinga fyrir samfélagið er að kjósa VG
- Annars verður bara óbreytt ástand á Íslandi, vilja kjósendur það?
* - Vilja kjósendur óbreytta hagsmunagæslu atvinnurekenda og spillingarástand á Íslandi?
*
Atkvæði greidd fylgislitlum framboðum munu nákvæmlega engu breyta
* - Reynslan sýnir,að Sjálfstæðisflokkurinn sveiflar slíkum framboðum í kringum sig að vild sinni.
Stefna flokka og málamiðlanir
- Í gegnum tíðina hefur staða flokkana verið ærið misjöfn þegar kemur að valdajafnvægi í samfélaginu
* - Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur samtaka atvinnurekenda á Íslandi hefur alltaf haft ómælt fjármagn og gríðarlega sterkan stuðning af þessu baklandi sínu
* - Dæmi um þetta eru tugir auglýsinga á hverju kvöldi hjá sjónvarpsstöðvunum. Hver borgar, varla arfa rýr flokksjóður Sjálfstæðisflokksins?
Þá hefur flokknum tekist að skjóta öflugum rótum innan ASÍ í gegnum lífeyrissjóðakerfið og einnig vegna þess að flest félög byggingariðnaðarmanna í ASÍ eru blönduð félög launamanna og atvinnurekenda.
Eina vinstri stjórnin á Íslandi var ekki bara undir hælnum á Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Heldur einnig undir hælnum á heildar samtökum atvinnurekenda í landinu og þeim aðilum í ASÍ sem höfðu mesta hagsmuni af stórframkvæmdum sem áttu sinn hlut í hruninu í þjónustu við erlenda aðila.
Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að hjúpa sig sauðagæru og þannig hefur hann getað látið líta svo út að hann annist hagsmuni allra stétta með sama hætti.
Þetta er auðvitað rangt og undir gærunni þrífst mikil spilling og hagsmunagæsla fyrir yfirstéttina í landinu er fylgir gjarnan gömlum valdaflokkum.
Það sem skiptir mestu máli á vettvangi Alþingis er að flokkur hafi sem flesta þingmenn. Slíkir flokkar flokkar þurfa nánast aldrei að gefa eftir í stefnumálum sínum í samstarfi við aðra flokka.
Valdaflokknum hefur gefist best að starfa með hinum gamla valdaflokknum er hefur um flest sömu viðhorf.
Til að breyta þessu í næstu kosningum er lausnin að styrkja vinstri flokk svo í sessi að hann hafi fleiri þingmenn en gamli valdaflokkurinn. Í skoðanakönnunum síðustu dagana virðist Vinstri hreyfing hafa slíkt fylgi sem getur breytt öllu.
Ef kjósendur vilja í raun hverfa frá spillingunni og valdbeitingunni sem hefur grasserað alla áratugina frá lýðveldisstofnuninni er þarna tækifærið til breytinga.

![]() |
Undrandi á ummælum Þorgerðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.10.2017 kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2017 | 22:50
Stefna flokka og málamiðlanir
- Í gegnum tíðina hefur staða flokkana verið ærið misjöfn þegar kemur að valdajafnvægi í samfélaginu
* - Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur samtaka atvinnurekenda á Íslandi hefur alltaf haft ómælt fjármagn og gríðarlega sterkan stuðning af þessu baklandi sínu.
Þá hefur flokknum tekist að skjóta öflugum rótum innan ASÍ í gegnum lífeyrissjóðakerfið og einnig vegna þess að flest félög byggingariðnaðarmanna í ASÍ eru blönduð félög launamanna og atvinnurekenda.
Eina vinstri stjórnin á Íslandi var ekki bara undir hælnum á Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Heldur einnig undir hælnum á heildar samtökum atvinnurekenda í landinu og þeim aðilum í ASÍ sem höfðu mesta hagsmuni af stórframkvæmdum sem áttu sinn hlut í hruninu í þjónustu við erlenda aðila.
Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að hjúpa sig sauðagæru og þannig hefur hann getað látið líta svo út að hann annist hagsmuni allra stétta með sama hætti.
Þetta er auðvitað rangt og undir gærunni þrífst mikil spilling og hagsmunagæsla fyrir yfirstéttina í landinu er fylgir gjarnan gömlum valdaflokkum.
Það sem skiptir mestu máli á vettvangi Alþingis er að flokkur hafi sem flesta þingmenn. Slíkir flokkar flokkar þurfa nánast aldrei að gefa eftir í stefnumálum sínum í samstarfi við aðra flokka.
Valdaflokknum hefur gefist best að starfa með hinum gamla valdaflokknum er hefur um flest sömu viðhorf.
Til að breyta þessu í næstu kosningum er lausnin að styrkja vinstri flokk svo í sessi að hann hafi fleiri þingmenn en gamli valdaflokkurinn. Í skoðanakönnunum síðustu dagana virðist Vinstri hreyfing hafa slíkt fylgi sem getur breytt öllu.
Ef kjósendur vilja í raun hverfa frá spillingunni og valdbeitingunni sem hefur grasserað alla áratugina frá lýðveldisstofnuninni er þarna tækifærið til breytinga.

![]() |
Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2017 | 20:18
Nú er tækifærið fyrir Bjarna að segja satt
- Stjórnvöld geta vætanlega afnumið lögbannið með aðkomu þingsins
* - Ef Bjarni meinar eitthvað þeim orðum sínum að hann sé á móti þessu lögbanni og gerir ekkert
* - Er nákvæmlega ekkert að marka þessi orð hans
* - Þó maður vilji auðvitað trúa því sem hann segir, er það mjög erfitt eftir það sem undan er gengið.
- ÖSE: Yfirvöld aflétti lögbanni á umfjöllun
* - Fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, hvetur íslensk yfirvöld til þess að aflétta lögbanni á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum Glitnis. Tvisvar áður, svo fréttastofu sé kunnugt er um, hafa fjármálafyrirtæki fengið
- RUV.IS
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2017 | 09:49
Hér glampar á skattamisréttið
- Það er ekki undarlegt að eigendur atvinnufyrirtækja á Íslandi séu viðkvæmir fyrir sköttum eins og auðlegðarskatti og auknum skatti á mjög stórar eignir
* - Eini tekjuhópurinn á Íslandi sem nýtur allra persónuafslátta til frádráttar á sköttum er þeir sem eru í hæsta tekjuhópnum
* - Það ætti öllum að vera ljóst, að bæði Fréttablaðið ásamt 365-miðlum og Morgunblaðið hafa alltaf staðið með Sjálfstæðisflokknum í öllum sínum málflutningi gegn réttlátum kröfum launafólks á Íslandi um jafnrétti í skattamálum. .
Því þessi hópur, atvinnurekendur eða fjárfestar þ.e.a.s. þeir sem eiga atvinnufyrirtækin í landinu og eru oft ekki starfsmenn þeirra greiða aðeins kr. 28,5 í fjármagnstekjuskatt samkvæmt áætlun fyrir 2018.
En þessi hópur fólks hefur megintekjur sínar af fjárfestingum sínum í gegnum eignarhaldsfélög og fjárfestingasjóði. Þeirra tekjur bera aðeins 20% heildarskatt.
Það er launfólk sem greiðir skattana á Íslandi en ekki fyrirtækin sjálf sem slík og eigendur þeirra. En það er réttlætismál að það skattamisrétti sem þrífst á Íslandi verði afnumið jafnvel þótt það skili ekki því fjármagni strax og bæti úr skaða í hvelli sem áratuga skattamisrétti hefur valdið.
Fyrirtæki og eigendur þeirra greiða aðeins skatta af nettótekjum og ekkert útsvar. Á meðan launfólk greiðir skatta af brúttótekjum og flata skatta eins og útsvar, tryggingagjöldin tæp 7% af brúttólaunum og t.d. 15,5% af brúttólaunum í lífeyrissjóðaskattinn, í því liggur aðalmunurinn.
Hluta af þessu misrétti má ma. annars sjá úr þessari frétt Moggans, en atvinnurekendur túlka þetta sér í hag og matreiða að sjálfsögðu. Hér er auðvitað skattamisréttið á ferð.
- Enginn hefur haldið því fram til þessa að þessar skattabreytingar einar dugir til að bæta skaðann af misréttinu og til að kosta nauðsynlega uppbyggingu á innviðum á Íslandi.
- Stórsamtök atvinnurekenda hafa þegar bent á, að það vanti þegar um 400 milljarða til að laga þjóðvegi, hafnir og holræsi og þá er allt heilbrigðis-, skóla- og félagskerfið óneft.
,,Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs.
Þetta kemur fram í greiningu Ríkisskattstjóra fyrir Morgunblaðið. Þar kemur og fram að lægsta þrepið í tekjuskattinum skilaði 150,3 milljörðum í fyrra. Til samanburðar skilaði milliþrepið 5,4 milljörðum og efsta þrepið 4,9 milljörðum. Hlutfall þessara tveggja þrepa var 3,3 og 3% af samanlögðum tekjuskatti í fyrra".

![]() |
Skilar 70% meira en 2009 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2017 | 18:05
Aumkunarverð óskhyggja Össurar
- Þetta er bara óskhyggja hjá Össurri blessuðum kallinum sem er dottinn út af þingi
* - þessum sem dró Samfylkinguna til hægri og eyðilagði flokkinn.
Sá er munurinn á Samfylkingunni og VG er að Samfylking getur ekki tekið þátt í ríkisstjórn án VG enda gefur Sam það í skyn að það muni hún gera eftir kosningar og því eykst þeirra fylgi.
VG hefur getu til mynda ríkisstjórn öðrum flokkum fái hún það fylgi sem hreyfingunni er spáð og þarf lítið að gefa eftir af stefnumálum sínum við slíkar aðstæður.
Þá er það alveg öruggt að VG með sterkt fylgi mun ekki hafa frumkvæði að því að sótt verði um aðild að ESB umfram það sem þjóðin er þegar inn vinkluð inn í ríkja og tollabandalagið.
Grasrót VG leyfir það ekki frekar enn að VG fari í stjórn með Sjálfstæðisflokki.
En eitt er þó í stefnu VG sem er, að ef til umræðu kæmi að sækja um aðild enn að nýju verður þjóðin spurð um hvort hún vill það.
Það er hin lýðræðislega leið lýðræðislegra flokka. Leið Sjálfstæðisflokks og fleiri flokka forsjárhyggju er aðferð gömlu valda- og hagsmunagæslu flokkanna.
![]() |
Össur segir kjósendur VG vilja í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.10.2017 | 14:57
Verð á fiski aldrei hærra
- Þetta er auðvitað ósmekklegur hræðsluáróður og barlómur hjá útgerðinni um erfiðleika.
Það er ekki ósennilegt að mörg minni fyrirtækin standi sig bara betur en þessi stóru fyrirtæki. Þ.e.a.s. ef þeir sem reka þessi fyrirtæki hafa staðið sig.
Það er auðvitað ljóst að stóru fyrirtækin virðast eiga auðveldara með að skuldsetja sig með nýjum fjárfestingum sem verður til þess að þau greiða bæði litla skatta og enn minni veiðigjöld.
En það gefur auðvitað ekki rétta mynd af stöðu útvegsins í dag að miða reksturinn við árið 2015 sem var einstakt góðæri í sögulegu ljósi. Það gátu allir séð að sú staða gæti aldrei staðið lengi og það á kostnað almennings.

![]() |
Verð íslenskra afurða í sögulegu hámarki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2017 | 10:04
Stór fyrirtækin standa að baki sínum flokki.
- Þessi kvöldin keyrir Sjálfstæðisflokkurinn eða gamli valdaflokkurinn áfram rándýrar sjónvarpsauglýsingar kvöld eftir kvöld.
Nokkuð sem önnur framboð ráða tæpast við að gera. En vissulega hlýtur það að vera rannsóknarefni hvort þessi auglýsinga herferð gagnist flokknum til að auka fylgið sitt með gömlum loforðum sem þessi flokkur hefur marg svikið.
Einnig hlýtur það að vera umhugsunarefni um hver það er sem borgar þessar auglýsingar. Það er a.m.k. ljóst að peningarnir koma frá fjölmörgum fyrirtækjum landsins er þýðir þá, að starfsfólk þessara fyrirtækja borga auglýsingarnar. Það gera ekki eigendur fyrirtækjanna almennt.
Þá er það einnig spurning hvort fyrirtækin komist upp með það að greiða þessar auglýsingar eins og þau væru að auglýsa sig sjálf sérstaklega og færðist þá kostnaðurinn þannig inn í rekstrarreikning fyrirtækjanna.
Kostnaðurinn kæmi þá til viðbótar við styrki fyrirtækjanna við flokkinn. Það er auðvitað alltaf sárt þegar flokkar missa fylgi.

![]() |
Mikið fylgistap Flokks fólksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2017 | 21:03
Þar skeit sú beljan sem ekkert ....
- Það er stofnaður stjórnmálaflokkur með söng og hljóðfæraslætti sem ætlar sér stóra hluti
* - Ekki minna en að bjarga samfélaginu á örskotsstund
* - Nú tveim vikum síðar setjast stofnfélagar niður til að finna sér álitlega stefnu fyrir flokkinn sem selur.
Þetta lítur svo sannarlega út fyrir að aðal atriði með stofnun flokksins hafi ekki verið bera fram einhver pólitísk viðhorf sem myndi skipta öllu máli fyrir land og þjóð.
Nei, löngu seinna fer þetta ágæta fólk að spyrja sig að því sameiginlega fyrir hvaða málstað flokkurinn ætlar sér að berjast og hvaða lausnir hafur hann fram að færa.
![]() |
Ekki tilbúinn fyrir upptökur RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)