Færsluflokkur: Dægurmál
16.10.2017 | 17:38
Góðir húsgagnasmiðir eru eftirsóknarverðir
- Það er ljóst að nám í húsgagnasmíði er góður grunnur fyrir fjölbreytta framtíð á vinnumarkaði.
Fyrir utan að vera mjög eftirsóttur vinnukraftur þar sem nákvæmni, færni,vandvirkni er krafist og þess að hafa listræn viðhorf sýn til hverskyns hluta.
Þessi grein er með elstu listgreinum mannsins sem gerir miklar kröfur til handverksmannsins.
Húsgagnasmiðir eru ekki bara listasmiðir, heldur eru margir þeirra miklir listamenn.
Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar frá fyrri tíð lærðu fyrst húsgagnasmíði áður enn þeir fóru í frekara listnám á öðrum sviðum.
Þessi smiður á myndinni starfar við fjöldaframleiðslu en miklu algengara er að þeir starfi við sérsmíði ýmiskonar þar sem gerðar kröfur um þekkingu og færni.
Sókrates er skilgreindi fyrst hugtakið list og þá fyrir sinn tíma sagði forðum, að þeir aðilar sem við í nútímanum köllum húsgagnasmiði á Íslandi væru göfugustu listamennirnir.
Elstu heimildir um störf fagmenntaðra húsgagnasmiða eru nær 6000 ára gamlar og mjög gömul húsgögn hafa varveist í Egiptalandi hinu forna. Þar hafa ekki geisað styrjaldir sem víðast annarstaðar og þurrkar þar í landi fara vel með húsgögn í fornum píramítum.
Þekktasti í þeirra röðum var Jósep fósturfaðir Jesú. Iðnneminn Jesú lauk aldrei námi enda var það og tekur heila mannsævi að læra fagið svo skammlaust væri. E.t.v. var neminn með athyglisbrest, hvað veit ég.
![]() |
Ekki pláss fyrir mig á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2017 | 12:39
Hverjir greiða skattana á Íslandi?
- Það hefur legið ljóst fyrir að það er launafólk sem greiðir nánast alla skatta á Íslandi bæði beint og óbeint
* - Hér eru útsvar og fasteignagjöld ekki inni í myndinni sem er eins og allir vita skattar launafólks og fasteignagjöldin sem eru þjónustugjöld.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2018 er áætlað að tekjur ríkissjóðs verði ca 833milljarðar króna.
Obbann af þessum sköttum greiðir launafólk fyrir utan sértekjur ríkissjóðs er kallast aðrar tekjur sem áætlað að verði tæpir 82 milljarðar.
Atvinnurekendur eða fjárfestar þ.e.a.s. þeir sem eiga atvinnufyrirtækin í landinu og eru oft ekki starfsmenn þeirra greiða aðeins kr. 28,5 í fjármagnstekjuskatt samkvæmt áætlun.
Launafólk greiðir síðan restina að mestu er skiptist þannig í grófum dráttum:
tekjuskattur ca. 180 milljarðar,tekjuskattur lögaðila ca.70,5 milljarðar,sérstakur fjársýsluskattur ca.2,5 milljarðar, skattar á vöru og þjónustu um 337 milljarðar, mínus áfengis- og tóbaksgjald sem er sameiginlegt.
Undantekningalaust greiða fyrirtækin eigin fjárfestingar í nútímanum og þeir sem skapa tekjur fyrirtækjanna eru þeir sem starfa í þeim. Þessar tekjur greiða allan áfallandi kostnað vegna starfsemi fyrirtækjanna og þar með beinan launakostnað og alla skattagreiðslur fyrirtækjanna.
Hluti starfsmanna eru iðulega einhverjir eigendur fyrirtækjanna eða yfirvofandi og ósýnilegir eigendur þeirra.
![]() |
Vilja lágmarkslaun skattfrjáls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.10.2017 | 00:03
Á ekkert að tala um Icesave?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2017 | 17:26
Sjálfstæðisflokkurinn er hinn eini og sanni skattaflokkur Íslands
- Skattkerfið samanstendur af beinum sköttum, ýmsum persónuafsláttum og stuðningi t.d. við barnafjölskyldur eins og með barnabótum og vaxtabótum.
,,Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði í ávarpi við setningu þings Starfsgreinasambandsins, að stjórnvöld hefðu núllað út hækkun lægstu launa með lækkun bóta. Vísaði hann þar til skýrslu hagdeildar ASÍ um þróun skatta og fjölskyldubóta".
Þetta hefur orðið til þess að skattar hafa hlutfallslega hækkað mest á láglaunafólki.
Á sama tíma hafa skattar lækkað á hátekjufólki í tveim hæstu tíundunum.
Þetta er þróun sem hefur átt sér á síðustu 20 árum eða frá valdatíma Davíðs Oddssonar og Framsóknarflokksins, þegar fjármagntekjuskatturinn var tekinn upp.
- Á Íslandi greiða allir skatta
Breytir þá engu hvort einstaklingur dragur fram lífið á svo nefndum lágmarkslaunum eða á ofur háum launum.
Á tímabili í sögunni dugði persónuafláttur til að greiða skatta af lágmarkslaunum. Allar götur frá 1997 hefur persónuafsláttur verið það lítill að hann hefur ekki dugað til þess. Þetta má sjá á línuritinu hér fyrir neðan.
Eftir hrunið tók vinstri stjórnin upp þrepaskipta skatta sem er í vissum skilningi ein mynd af persónuafslætti.
Þetta bætti mjög stöðu láglaunafólks sem ekki gat drýgt tekjur sínar með aukinni vinnu. Það var í raun fjögurra þrepa skattkerfi hjá fólki sem greiddi útsvar og tekjuskatt.
Þeir einu sem gátu notið persónuafsláttar að fullu voru þeir sem höfðu það miklar tekjur að þeir náðu hæstu skattaprósentu.
Um leið og Sjálfstæðisflokkurinn kom aftur í stjórnarráðið dró hann strax úr þessum skattaþrepum til skaða fyrir stöðu láglaunafólks.
En það er einnig iðulega það fólk sem er með hluta af tekjum sínum í formi fjármagntekna og greiddu af þeim tekjum að hámarki 20% skatta af nettótekjum á meðan almenningur greiddi almennt skatta af brúttótekjum.
Af þessu má sjá augljóslega, ef verið er að tekjutengja ýmiskonar félagslegar tekjur eins og eftirlaun, barnabætur og vaxtabætur. Er einnig eðlilegt að tekjutengja persónuafslætti.
Fyrir utan þá eðlilegu kröfu að í samfélaginu ríkti skattajafnrétti.
![]() |
Segir hækkanirnar núllaðar út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 19.10.2017 kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2017 | 07:58
Besta ríkisstjórn á Íslandi til þessa
- Nokkur atriði af því sem ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu gerði:
Afnámu sérstök lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna sem sett voru þeim Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni til heiðurs.
Breyttu lögum um Seðlabankann. Þá var í fyrsta sinn í sögunni gerð hæfniskrafa til Seðlabankastjóra sem fram til þess dags komu flestir úr stjórnmálum með skelfilegum afleiðingum fyrir okkur öll.
Settu á sérstakan hóp sérfræðinga úr Seðlabankanum og utan hans til að leggja mat á efnahagslífið með tilliti til vaxta
Breyttu lögum um skipan dómara sem komu í veg fyrir vina- og ættingjaráðningar í stöðu dómara
Verðbólga fór úr 20% í 3% á kjörtímabilinu.
Vextir lækkuðu úr 10% í 5% á kjörtímabilinu
Halli á rekstri ríkissjóðs fór úr 216 milljörðum í núll á kjörtímabilinu. (Náðu þeim árangri með því að afla tekna til jafns við óhjákvæmilegan niðurskurð).
Sérstakur þrepaskiptur tekjuskattur var lagður á, því hærri sem launin voru því hærri skattprósenta.
Hækkuðu ekki skatta á lægstu laun
Lögðu á auðlegðarskatt
Endurgreiddu um þriðjung af vöxtum sem fólk greiddi af húsnæðislánum sínum
Settu 12 milljarða í sérstakar vaxtabætur
Hækkuðu almennar vaxtabætur
Gripu til ýmissa aðgerða sem tugþúsundir heimila nýttu sér og eru verðlagaðar á um 85 milljarða króna
Opnuðu nýjar leiðir fyrir ungt fólk til að hefja
aftur nám í stað þess að vera án atvinnu. (Nærri 1.500 nýir námsmenn fóru í Háskóla Íslands vegna þeirra aðgerða).
Tóku upp víðtækt samráð við aðila vinnumarkaðarins um nýjar leiðir til náms fyrir ungt fólk
Vörðu atvinnu með því að auka tekjur í stað þess að skera endalaust niður
Settu sanngjarnt veiðigjald á útgerðina fyrst allra þjóða
Læstu þrotabú gömlu bankanna inni í landi með lagasetningu í mars 2012. Án þeirra laga væri ekki hægt að semja um lausn á uppgjöri þrotabúanna. Framsókn og íhaldið greiddu atkvæði á móti
lagasetningunni.
Settu lög um hvernig á að standa að sölu fjármálafyrirtækja í eigu eða hlutaeigu ríkisins til að koma í veg fyrir aðra einkavæðingu. Íhaldið og framsókn greiddu atkvæði á móti.
Sögðu upp öllum aukasamningum við starfsfólks stjórnarráðsins, t.d. vegna notkunar á bíl og fleira. Aðeins greitt samkvæmt reikningum eftir það
Skáru verulega niður í utanlandsferðum ráðherra, þingmanna og embættismanna
Aðeins formenn þingmanna fóru erlendis á fundi og varamenn fóru ekki í þeirra stað
Lækkuðu laun þingmanna og hæstu laun embættismanna
Settu siðarelgur fyrir ríkisstjórn og ráðherra
Fækkuðu ráðuneytum úr 18 í 8
Fækkuðu ráðherrum úr 12 í 8
Gerðu umhverfisráðuneytið að fullbúnu öflugu ráðhuneyti
Settu fram og samþykktum áætlun um verndun og nýtingu náttúruauðlinda
Breyttu lögum um þingsköp Alþingis sem juku mjög vægi minnihlutans
Fækkuðu þingnefndum
Buðu stjórnarandstöðunni upp á formennsku í nefndnum
Breyttu gjaldþrotalögum til að hjálpa því fólki sem komst ekki undan gjaldþroti
Efldu fjármálaeftirlitið á kostnað bankanna
Breyttu lögum um bankastarfsemi m.a. til að gera lágmarkskröfur um hæfni stjórnenda þeirra sem ekki hafði verið gert áður
Lækkuðu dráttarvexti
Breyttu reglum íbúðalánasjóðs til að draga úr greiðslubyrði heimila
Gerðu umfangsmikla kjarasamninga í miðri kreppunni árið 2011
Náðu að halda friði á vinnumarkaðinum allt kjörtímabilið þrátt fyrir alla erfiðleikana
Juku framlög til velferðarmála úr 6,8% af landsframleiðslu í 7,8%
Fjölguðu framhaldsskólum til að auka námsframboð fyrir ungt fólk
Minnkuðum atvinnuleysi úr tæpum 10% í 4%
Sendu AGS úr landi fyrr en áætlað var í upphafi
Byrjuðu að endurgreiða lán sem norðurlöndin veittu okkur
Endurgreiddum Færeyingum allt það sem þeir lánuðu okkur af rausnarskap sínum
Losuðu okkur undan hryðjuverkjalögum sem Bretar settu á okkur undir hægristjórninni
Héldu heilbrigðiskerfinu gangandi sem var ekkert sjálfsagt að hægt væri að gera
Gerðu samkomulag við stjórnendur og starfsfólk Landspítalans um aðhald í rekstri til fjögurra ára og síðan uppbyggingu m.a. nýtt sjúkrahús
Settu nokkrar stórframkvæmdir í gang í vegamálum
Samþykktu og fjármögnuðu að fullu sérstaka fjárfestingaráætlun sem núverandi ríkisstjórn sló af
Hæddust ekki að almenningi
Gerðu ekki grín að mótmælendum
Kvörtuðu ekki undan gagnrýni, heldur svöruðu henni með rökum
Létu vinna ótal greiningar og skoðanir á stöðu almennings, nánast alltaf í samráði við aðra stjórnmálaflokka
Veittu stjórnarandstöðunni aðgang að efnahagsráðgjöfum ríkisstjórnarinnar og embættismönnum við að skoða og gera úttektir á hugmyndum og tillögum sem andstaða vildi láta gera.
Nokkuð gott. Ekki satt?".
![]() |
Baráttan verður snörp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2017 | 20:37
Verðtrygging lána
- Það er auðvitað eðlilegt að fólk greiði lánin sín að fullu til baka að sama verðmæti og þegar fólk tók lánin
* - Síðan er spurning hvort viðmiðin séu rétt og það er auðvitað eitthvað sem nauðsynlegt er að rannsaka reglulega af hlutlausum aðilum.
Bankavextir voru gefnir frjálsir í maí mánuði 1983 með bráðabirða lögum er síðar voru staðfest af Alþingi. Þetta gerðist þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn. Í lögunum er í raun og í greinargerð með þeim er beinlínis gert ráð fyrir því að vextir yrðu verðtryggðir.
Á þessum tíma var ég algjör andstæðingur verðtryggðra lána vegna þess, að með þessum sömu lögum var bannað að verðtryggja kjarasamninga. Verðtryggja mátti alla aðra viðskiptasamninga en kjarasamninga.
Mér hefur snúist hugur, einfaldlega vegna þess að bankavextir verða alltaf verðtryggðir, ef ekki með vísitölutengingu þá með hækkuðum vöxtum.
Hitt er auðvitað staðreynd að vextir ofaná verðtryggingu eru allt of háir. Fyrst þegar Jóhannes Nordal tók að tala fyrir verðtryggingu lána taldi hann eðlilegt að árs vextir 1 til 1,5%.
Það var það viðmið sem menn höfðu í huga þegar þessi vísitölu trygging var tekin upp. En íslenskir bankar hafa í raun stundað okur vaxtastefnu án þess að nokkrir hafi andmælt því.
Vígstaða ASÍ í kjaramálum gjörbreyttist við þessa breytingu. Nú var ekki lengur hægt að knýja fram heildarlaunahækkanir því þær voru óðara teknar til baka með hækkun á húsnæðislánum fólks. Skömmu síðar ákváðu lífeyrissjóðir að þeir þyrftu að fá 3,5% ársávöxtun.
Ef þessir drengir þiggja lán frá sínum lífeyrissjóði, geta þeir tæplega ætlast til þess að aðrir niðurgreiði vexti af lánum þeirra með skertum lífeyri.
![]() |
Verði á tánum en ekki hnjánum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.10.2017 | 16:41
Útlendingum seld raforkan
- Síðan er ekkert eftir fyrir landsmenn.
Þetta er alveg ótrúlegt fyrirhyggjuleysi. Þetta ástand er ekki bara í Eyjafirði og væntanlega einnig í Þingeyjarsýslum innan tíðar.
Sama ástandið er á Austurlandi, þar er ekki að leggja innlendum fyrirtækjum til raforku og væntanlega fer að vanta orku fyrir íbúa þessara svæða.
Æskilegir virkjunarstaðir er ekki ótakmörk auðlind. Almenningur er loksins að vakna upp við það að aðrir hagsmunir eru miklu ríkari en að selja erlendum stóriðjum raforku á útsöluverði.
Þeir norðanmenn geta auðvitað sjálfum sér um kennt.
![]() |
Endalausar kærur og ósamstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2017 | 15:41
Pólitískt keilukast ráðherra.
- ,,Þannig kom fram í Ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld að ódýrara væri í sumum tilvikum að fljúga til útlanda en innanlands".
Á ráðstefnunni rýkur fram okkar heitt elskaði bráðabirða samgönguráðherra og notar tíma sinn til að vera með pólitískan áróður um Reykjavíkurflugvöll.
Það er viðurkennt að skiptar skoðanir eru um staðsetningu flugvallar fyir innanlandsflugvöll á SV horni landsins.En ráðstefnan snýst um okurverð á flugleiðum en ekki um staðsetningu flugvallarins. Ef hann væri þingmaður fyrir sunnlendinga tæki hann allt annan pól í hæðina eða ef hann hefði aðra styrktaraðila.
Umræðan átti ekki að vera um flugvöllinn sem slíkan enda er það allt annað málefni, heldur um það okurverð sem er á innanlandsflugferðum.
Þar er aðili sem ryður brautina fyrir okurverð á flugferðum og ræður nánast verðlagningu á flugsamgöngum. Þetta háa verð er enginn smáskattur á íbúa landsbyggðarinnar.
Austfirðingar eiga svo sannarlega þakkir skyldar fyrir það að vekja athygli á þessu ófremdarástandi og á góðri undirbúningsvinnu.
Flugfélagið stendur berrassað undir umræðunni og fulltrúi þess leyfir sér að vera með óskiljanlega út úr snúninga í Kastljósi sjónvarpsins þegar okrið er borið uppá fyrirtækið.
Austfirðingar voru auðvitað mjög kurteisir í umræðunni en vandamálið er allra íslendinga að leysa. Ráðherrann getur svo bara haldið áfram sinni hagsmunagæslu fyrir flugrekstraraðila annarstaðar. Hann hefur í embætti verið maður stórra orða en án afreka.
Það er býsna merkilegt, að hægri kallarnir í Sjálfstæðisflokknum eru nánast allir með mynd af fálka í vinstra megin í jökkum sínum. Þ.e.a.s.hjartans megin.
![]() |
Óboðleg aðstaða fyrir innanlandsflug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2017 | 09:19
Með vinstri sjórn lækka skattar á launafólki
- Vissulega er gott fylgi VG í skoðanakönnunum ánægjuleg fyrir launafólk, eftirlaunafólk, öryrkja og fyrir alla þá sem hafa félagsleg viðhorf.
En þetta eru ekki kosningatölur og því ber félögum í VG að ganga hægt um gleðinnar dyr og gá vel að sér.
Það eru þrjár vikur til kosninga og margir boðar á þeirri leið.
Það geta engir kjósendur treyst því að svona fylgi dugi til að mynda vinstri stjórn í landinu. Það þarf meira til.
Samkvæmt nýrri skýrslu frá ASÍ kemur skýrt fram að skattar á launfólk eru aldrei hærri en einmitt á valdatímum Sjálfstæðisflokksins.
Þetta kemur enn skýrar fram í línuriti sem sýnir þróunina á skattleysismörkum er hafa grundvallar áhrif á kaupmátt láglaunafólks.
VR-blaðið birti nýlega þetta línurit sem nær aftur til þjóðarsáttarsamninganna 1990. Sjá má hvernig skattleysimörkin lækka 1997. Munum að allir skattgreiðendur njóta skattleysismarka. Skattaþrep eru einnig skattleysismörk af annarri gerð. Með því að þrýsta á línuritið stækkar það og verður læsilegt.
Á þeim tíma tók Sjálfstæðisflokkurinn upp 10% fjármagnstekjuskatt og um leið hækkuðu skattar á launafólki. Það eru bara staðreyndir.
Skattar almennings miðast við greiðslur af brúttótekjum fólks. Fjárfestar, fyrirtækjaeigendur greiða skatta af nettótekjum þannig að skattar þessara aðila voru skammarlega lágir.
Tryggingagjöldin eru umsamin laun starfsmanna í fyrirtækjunum og það eru því launafólk sem greiðir tryggingagjöldin en ekki eigendur fyrirtækjanna. Vissu-lega hækkaði vinstri stjórnin fjármagnstekjuskattinn upp í 20% af nettótekjum og á fyrirtækjum úr 18% í 20% af nettótekjum.
En með þrepaskiptum tekjuskatti lækkuðu skattar á venjulegu launafólki auk þess sem persónuafsláttur jókst lítillega. Katrín hefur lýst því yfir að skattar á launafólki séu þegar of háir á Íslandi og VG mun ekki beita sér fyrir hækkun skatta á launafólki. En hefur sagt, að eðlilegt sé að fólk með ofurtekjur greiði meiri skatta en það gerir nú.
![]() |
VG langstærsti flokkurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2017 | 16:16
Sigmundur Davíð virðist reyna, að skauta framhjá sannleikanum í pólitískum tilgangi
- Málflutningur Sigmundar Davíðs er afhjúpaður algjörlega. Hann er eins og spunarokkur og blaðrar bara eins og honum hentar að hans mati.
Ásmundur G. Vilhjálmsson aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í skattarétti segir erfitt að meta hvaða afleiðingar úrskurður yfirskattanefndar varðandi skattgreiðslur vegna félagsins Wintris.
Félagsins á Tortóla sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og stofnanda Miðflokksins, hefur fyrir þau hjónin persónulega, enda sé skattbreytingaseðill ekki birtur með úrskurðinum.
Mestu máli skiptir að hann stofnaði þarna félag, hann duldi tilvist þess, taldi fram með röngum hætti og svo þegar hann var tekinn í bólinu þá var allt sett á fullt að skila inn nýjum skattframtölum. Þannig er það bara, segir Ásmundur og vísar þar til Sigmundar.
- Það sem skiptir sköpum í þessu máli eru ný lög frá 2010 sem tóku gildi hér á landi til höfuðs afandsfélögum sem kveða á um að tekjur erlendra fyrirtækja í lágskattaríkjum beri að skattleggja hjá eigendum þeirra.
Ásmundur telur harla ólíklegt að Sigmundur og Anna Sigurlaug hefðu óskað eftir leiðréttingu á skattframtölum sínum nema vegna þess að upp komst um tilvist félagsins á Bresku Jómfrúreyjunum.
Enginn veit hvaða breyting var á sköttum þeirra hjóna. Það geta þess vegna verið hreinir smáaurar miðað við þær upphæðir sem voru í felum og ekki taldar fram til skatts.

![]() |
Úrskurðurinn hafi almennt fordæmisgildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)