Færsluflokkur: Dægurmál

Spánverjar hafa ríkari verkfallsrétt en íslendingar

Samkvæmt íslenskum lögum nr 80/1938 eða Vinnulöggjöfin segir orðrétt:
í  ,,14. gr. Heimilt er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum, og til verndar rétti sínum samkvæmt lögum þessum, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett eru í lögum".

 17. gr. Óheimilt er og að hefja vinnustöðvun: 
    1. Ef ágreiningur er einungis um atriði, sem Félagsdómur á úrskurðarvald um, nema til fullnægingar úrskurðum dómsins. 
    2. Ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi. Gildandi lög um opinbera starfsmenn haldist óbreytt þrátt fyrir þetta ákvæði. 
    3. Til styrktar félagi, sem hafið hefur ólögmæta vinnustöðvun

verkföll í Barsilóna

Á Íslandi er óheimilt að beita verkfallsvopninu til að hafa áhrif á löggjafann eða á ríkisvaldið ólíkt því sem gerist í mörgum lýðræðislegum vestur Evrópuríkjum.

Íslenskur verkfallsréttur hefur iðulega verið skertur síðan gömlu lögin voru sett 1938 og er enn í gangi alvarleg tilraun til þess. Er þá átt við ,,Salek" fyrirbærið sem á að takmarka samnings- og verkfallsrétt einstakra verkalýðsfélaga mjög alvarlega.

Á tímum einu vinstri stjórnarinnar á Íslandi fóru samtök atvinnurekenda ansi nálægt því að brjóta íslensk lög í þessu efni. Nægir að nefna þegar útgerðarmenn sigldu skipum sínum til Reykjavíkur og áhafnir þeirra voru látnar fara á Austurvöll í vinnugallanum. 

 


mbl.is Allsherjarverkfall í Katalóníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er þá skattahlutfall ríkasta 10% þjóðarinnar

  •  „Eign­astaða Íslend­inga batnaði á síðasta ári líkt og árið á und­an. Þeir rík­ustu, 10% þjóðar­inn­ar, eiga alls um 62% allra eigna um­fram skuld­ir eða 2.100 millj­arða króna“. Segir í frétt Moggans.

peningar

Spurningin vaknar þá óhjákvæmilega um hversu hátt hlutfall þessi sami hópur skorar í skattagreiðslum til samfélagsins að undanteknum þjónustugjöldum eins og fasteignagjöldum. Væntanlega er eðlilegt að hlutfallið væri svipað.

En það er auðvitað ekki þannig, af þeirri einföldu ástæðu að í landinu er verulegt skattamisrétti eins og nýleg skýrsla ASÍ staðfestir svo sannarlega.

En skattar á láglaunafólki hafa hækkað síðan á 10. áratug síðustu aldar. Undantekningin frá þessari þróun var þegar skattar voru þrepaskiptir á árunu 2009 til 2014.

Í þessu tilefni er mikilvægt að minnast á fjármagnstekjuskattinn sem skapar stóran hlut af þessu skattamisrétti.

Það er gjarnan eignarfólkið í landinu sem greiðir sína skatta í gegnum það fyrirkomulag og þá af nettótekjum. Það er nauðsynlegt að jafna kjörin að þessu leiti og að allir greiði útsvar en ekki bara sumir.

Launafólk greiðir skatta af brúttó-launum

Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu 2017

Af tekjum 0 – 834.707 kr. 36,94%
Af tekjum yfir 834.707 kr. 46,24%
Skatthlutfall barna (fædd 2002 eða síðar) af tekjum umfram 180.000 kr. á ári. 6%
Persónuafsláttur á mánuðikr.52.907
Persónuafsláttur á ári kr.634.880

Fyrir utan þessa skatta greiðir launafólk 15,5% af umsömdum brúttó-launum sínum í lífeyrissjóð sem er flatur skattur. Síðan greiðir launafólk einnig nær 7% af brúttó-launum sínum í tryggingagjöld sem einnig er flatur skattur. 

Allir þegnar þjóðarinnar greiða skatta af tekjum sínum breytit þá engu hversu miklar þær eru. Allir þegnar njóta persónuafsláttar og breytir engu hversu miklar tekjur manna eru. Sama má segja um mismunandi skattaþrep. 


mbl.is 10% eiga 2.100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimurinn batnandi fer

  • Í tilefni af væntanlegum kosningum

Sem betur fer er áhrifavald gamla valdaflokksins yfir kirkjunni nánast þorrið. Yngri prestar eru í nútímanum langflestir félagslega þenkjandi einkum eftir Ólafs skandalinn.

Þó er enn eftir eitt og eitt kjánaprik í prestastétt og hafa þeir þó flestir vit á því að láta lítið fyrir sér fara.

Þessar myndir og raunar fleiri birtust í blaðinu ,,Fylkir" 2. júní 1967. Útgefnu af Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum.

Á listanum er ein kona sem er titluð frú í 10. sæti listans. En það eru tveir sóknarprestar á undan henni. Loksins eru trúarbrögð fólks að frelsast undan oki valdastéttarinnar. 

Ef ýtt er á þar sem stendur ,,Framboðslisti fortíðar" birtist forsíða blaðsins með mynd af öllum frambjóðendum flokksins í Suðurkjördæmi þetta ár.
Frú Unnur Brá skipar nú 4. sæti listans

„Ger­ir það sem er best fyr­ir liðið“

Hér má sjá framboðslista úr fortíð, þegar mikil virðing þótti fylgja því að sitja á Alþingi og máttarstólpar samfélagsins röðuðust á framboðslista – ekki síst hjá Sjálfstæðisflokknum. Þetta er listinn úr Suðurlandskjördæmi í kosningunum 1967. Þá…
EYJAN.PRESSAN.IS
 
 
 

Fasisminn er enn við lýði í Madrid

  • Svífur andi Frankós enn yfir vötnum á Spáni ásamt þeim fasisma sem hann fór fyrir?
    *
  • Í fyrsta sinn sem ég kom til Spánar 1974 var ég handtekinn um leið og ég sýndi vegabréfið á flugvellinum í Malaga.

Þetta var á tímum kalda stríðsins og ríkin höfðu svo sannarlega eftirlit með þegnum sínum. Spánn er ríki margra þjóðarbrota er bárust á banaspjótum á ofanverðri 20. öldinni.

,,Fyrir stundu réðist lögreglan inn á kjörstað í Barcelona og hafði kjörkassa með sér á brott. Minnst tveir slösuðust í áhlaupi lögreglu. Fregnir hafa borist um að lögregla hafi skotið gúmmíkúlum að mótmælendum".(RÚV)

Ef Vestmannaeyingar myndu vilja kjósa um sjálfstæði frá Íslandi myndi íslensk ríkisstjórn senda óeirða-lögreglu til að koma í veg fyrir slíkar kosningar? Nei, og ekki heldur þótt vestfirðingar myndu vilja kjósa um slíkt.

Sem betur fer, er íslenska lýðræðið ögn þroskaðra en þetta þótt það megi bæta mjög verulega. Enn er beðið eftir nýrri stjórnarskrá.

Carles Puigdemont, forseti heimastjórnar Katalóníu fordæmir óréttlætanlegt ofbeldi af hálfu spænska ríkisins vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu sem reynt er að halda í dag. Komið hefur til ryskinga milli óeirðalögreglu og kjósenda við…
RUV.IS
 

mbl.is Leggja hald á kjörkassa í Katalóníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru opnir í báða enda og sífelldur gegnumtrekkur

  • ,,Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist hafa verið búinn að fá upp í kok af vinnubrögðum sem stunduð eru í flokknum og því hafi hann hætt
    *
  • Hann hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að ganga til liðs við Miðflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar".

Er þýðir auðvitað að hann ætlar í framboð fyrir framboð Sigmundar Davíðs í norð-vestur kjördæmi..

En það eru auðvitað margir búnir að fá upp í kok af Framsóknarmönnum og er þá sama hvar þeir eru í framboði. Það var ömurlegur tími í íslenskum stjórnmálum er hann var utanríkisráðherra.

Hann elti ævinlega allar ákvarðanir Bandaríkjamanna og kom þjóðinni í stríð við mjög góða viðskiptavini þjóðarinnar.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.
Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Gunnar Bragi til liðs við Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er alvarlegt klúður

  • Er ætti að segja þjóðinni, að nauðsynlegt er að eyjamenn sjálfir annist sjó-samgöngur milli lands og eyja og beri ábyrgð á þeim.

vestmannaeyjar

Það yrði gert á grundvelli samgöngu samnings á milli Vestmannaeyja og ríkisvaldsins.

Inni í slíkum samningi væri að hafa umsjón með Landeyjahöfn er yrði þá hluti af Vestmannaeyjahöfn.

Þetta varpar einnig ljósi á nauðsyn þess að sjúkraþyrlur væri starfræktar fyrir suðurlandið og önnur þeirra eða báðar vistaðar í eyjum þar sem þær eru miðsvæðis. 

  • Það hefði alveg geta verið meiri alvara á ferðinni

 


mbl.is Afbókaði 100 hótelherbergi á klukkutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningabarátta á kostnað ríkisins

  • Það getur tæplega verið heiðarlegt og eða eðlilegt Jón Gunn­ars­son sam­gönguráðherra til­kynnti á aðal­fundi Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi að eitthvað verði eða verði ekki
    *
  • Keikur segir hann bara að veg­ur um Breiðdals­heiði verði fram­veg­is ekki skil­greind­ur sem þjóðveg­ur 1. Hring­veg­ur­inn á Aust­ur­landi mun þess í stað liggja um firðina

Jón GunnarssonJón ræður auðvitað engu um þetta, hann er aðeins starfandi tímabundið sem ráðherra í starfsstjórn og á ekki að misnota stöðu sín fyrir pólitískan kosningaáróður.

Það er engan vegin víst að Jón verði alþingismaður í nóvember hvað þá ráðherra.

Það má vel vera að alþingismenn séu almennt sammála um þessar áherslur. Spurningin er bara um hvernig skuli afla fjár til þessa verkefnis er kæmi hugsanlega til framkvæmda eftir 8 átta ár. Þ.e.a.s. eftir tvö kjörtímabil.

Jón fer um landið og boðar að teknir verði upp nýjir skattar til að kosta vegaframkvæmdir hér og hvar um landið. Þ.e.a.s. vegatollar, með því myndu heimamenn á Austfjörðum kosta þessa vegagerð.

 


mbl.is Hringvegurinn mun liggja um firðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdaflokkurinn mun reyna að setja fót milli stafs og hurðar

  • Þegar kemur að stjórnarskrármálum, hér sést að hann reynir að skipuleggja flótta flokksins í málinu
    *
  • Hann og flokkur hans munu reyna að tefja eins og hægt er, ásamt því að draga sem mest úr nauðsynlegum breytingum fyrir hagsmuni þjóðarinnar.

Bjarni í ræðustól

Það er því ljóst að tilboð Bjarna Benediktssonar um 12 ára meðgöngutíma hljóðar eins gammbítur.

Þ.e.a.s.ef aðrir flokkar fallast ekki á þennan meðgöngutíma mun flokkurinn koma í veg fyrir allar samþykktir er snertir börn á flótta, um uppreist æru glæpamanna og um ýmis níðmál.

Þetta tilboð er auðvitað handónýtt og hefur nákvæmlega ekkert gildi. 

Hann gerir ráð fyrir að hugsanlega styrkist staða gamla valdaflokksins á þingi og Framsókn hinn valda flokkurinn er ansi samstíga félaga sínum um völdin.  


mbl.is Eina vitið að ljúka þingi sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinilegt er hver hugur þessa fjármálamanns er

  • Allar götur frá hruni hafa erlendir aðilar hirt fleiri og fleiri íslensk fyrirtæki upp í skuldir.
     
  • Eða keypt á tombóluverði eftir að Sjálfstæðisflokkurinn komst í ráðuneytin á ný.

álverið Reyðarfirði

Hamast hefur verið að byggja upp ýmis stór-fyrirtæki fyrir tilstuðlan þessa flokks bæði á vettvangi ríkisvaldsins og á vegum sveitarstjórna. 

Þetta þýðir að arður af atvinnulífinu á Íslandi fer í auknum mæli til útlanda. Ísland er að verða eins og hvert annað þróunarland.

Á Íslandi fer fyrst og fremst fram frumvinnsla í stórum stíl er byggir á íslenskum auðlindum í fyrirtækjum nánast alltaf í eigu útlendinga.

Nú er veruleg hætta á því að erlendir aðilar hirði fjárfestingar innlendra aðila í ferðaþjónustunni.

Slíkt getur ekki gengið til lengdar og mun leiða til lífskjaraminnkunar er fram líða stundir.


mbl.is Óvissa eitur í beinum fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að gera úttekt á stjórnsýslu OR í byggingarmálum frá upphafi.

  • Slíka úttekt verður borgarstjórn að láta gera í samstarfi með öðrum meðeigindum. Ekki dugir að stjórn OR geri slíka úttekt ein og sér. 

  • En þetta hús var byggt undir forystu Alfreðs Þorsteinssonar borgarfulltrúa Framsóknaflokksins.

  • Þá væri spurt hvort einhver lausatök hafi verið á þessari framkvæmd allri í óþökk annarra borgarfulltrúa.

Alfreð og OR

 

Það er ljóst að ef lýsingar aðila á göllum nýju byggingu Orkuveitunnar eru réttar eins og fram kemur í eftirfarandi lýsingu:

„Niðurstaða úttektar verkfræðistofunnar „Eflu“ á skemmdunum var að margskonar ágallar hefðu verið á uppsetningu útveggjarins; pressulistar óþéttir, skrúfur of langar, plötur fyrir innan klæðningu ýmist ekki nægjanlega þykkar, langar eða breiðar, samskeyti platnanna óþétt, lekar í kverkum, gleri og með opnanlegum fögum, og þá hafi frágangur dúks verið ófullnægjandi þannig að vatn komst auðveldlega á bak við hann“.

Þá er nánast ljóst að eitthvað hefur verið að, alveg frá upphafi. Ekki dugir að rannsaka bara það tímabilið frá 2009 eins og fulltrúi Framsóknarflokksins vill.

Í upphafi byggingar eru auðvitað gerðir samningar og verktakar taka að sér verkefni og undir gangast ákveðna skilmála um hvernig skuli framkvæma verkið.

Voru þeir eðlilegir og eftirfylgnin eðlileg?


mbl.is Útiloka ekki bótakröfu á eigin ráðgjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband