10.5.2019 | 15:46
Mikilvægt að endurúthluta fjölmörgum lóðum sem nú geyma 75 bensínstöðvar
- Frábær stefnumörkun hjá borginni um fækkun bensínstöðva í Reykjavík
Ég er aðeins hugsi yfir þessu útspili borgarinnar. Mér finnst þeta ansi brött nálgun á þá mögulegu þróun sem gæti orðið á næstu árum, segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.
En borgarráð samþykkti í gær stefnu sem felur í sér að bensínstöðvum í Reykjavík fækkar um helming á næstu sex árum.
Það er augljóst að þörf fyrir bensínstöðvar fer snarminnkandi með til komu rafmagnsbíla og síðan metanbíla. Hér takast auðvitað á sérhagsmunir olíufélaganna og almennings hins vegar.
Félögin vilja sjálf ráða því hvernig þessar lóðir verða nytjaðar til framtíðar og í þeirra umsjón. Við þetta rýrnar verulega huglægt verðmæti félaganna því þessar lóðir eru mjög verðmætar borginni og eru jafnan staðsettar á mjög mikilvægum stöðum.
Þetta eru gríðarlega margar stórar lóðir sem skipta máli fyrir íbúanna til framtíðar og um það hugsa borgaryfirvöld.
Mjög hugsi yfir útspili borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Athugasemdir
Oft er gott að hugs í öfgum, td. í þessu máli. Segjum svo að það væri bara ein bensínstöð á höfuðborgarsvæðinu td. N1 á Ártúnshöfðanum, sunnan meginn. Þá þyrftu allir bíleigendur á þessu svæði að keyra þangað. Gott?. Hafnfirðingar jafnt sem Mosfellingar, allir þangað. Ég segi bara nei, fjöldi bensínstöðva dregur úr mengandi akstri, öllum til hagsbóta. Nota svo sem samanburð að í London sé aðeins ein bensínstöð á hverja 10.000 íbúa. Hefur sá sem sagði þetta rugl aldrei komið til London? Í London eiga EKKI nær hver einasti borgarbúa bíl eins og er hér á Íslandi.
Örn Johnson (IP-tala skráð) 10.5.2019 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.