Sjálfstæðisflokkur boðar skattahækkun hjá láglaunafólki

Ætlar að lækka persónuafslátt, því hækka skattar láglaunafólks.

Ætlar að lækka skatta á hálaunafólki eins og hér sést

  • Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir nú grimmt að hann ætli að lækka tekjuskatt í 35% „fyrir okkur öll“
  • *
  • Meginþorri launafólks borgar 36,94% skatt, það er að segja þau okkar sem eru með innan við 835 þúsund krónur á mánuði
    *
  • Þeir sem eru með hærri tekjur en það borga svo 46,24% af öllu umfram það (en bara lægri skattinn af tekjum undir 835 þúsundum)
    *
  • Þannig að það að lækka „okkur öll“ niður í 35% væri enn ein aðgerðin sem myndi gagnast hátekjuhópum allra best og mest þeim sem hafa hæst launin
    *
  • Þetta er líka aðgerð sem myndi gagnast körlum meira en konum, en þeir eru talvert líklegri til að falla í hálaunahópinn. Þessi aðgerð er ekki „fyrir okkur öll“, hún er, eins og venjulega „fyrir hina fáu“
    *
  • Þessi auglýsing á greinilega segja það að til standi að lækka skatta á hálaunafólki
    *
  • Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið algjörlega á móti því að nota skattkerfið til lífskjarajöfnunar

,,Tekju­skatt­ur ein­stak­linga skilaði 160,6 millj­örðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatt­ur­inn skilaði 94,7 millj­örðum. Töl­urn­ar eru á verðlagi hvors árs.

Þetta kem­ur fram í grein­ingu Rík­is­skatt­stjóra fyr­ir Morg­un­blaðið. Þar kem­ur og fram að lægsta þrepið í tekju­skatt­in­um skilaði 150,3 millj­örðum í fyrra. Til sam­an­b­urðar skilaði milliþrepið 5,4 millj­örðum og efsta þrepið 4,9 millj­örðum. Hlut­fall þess­ara tveggja þrepa var 3,3 og 3% af sam­an­lögðum tekju­skatti í fyrra".

Það er staðreynd að stór hluti af efsta þreps fólki greiðir aðalega fjármagnstekjuskatt og ekkert útsvar. Alli hópar njóta persónuafsláttar.

 

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband