Sigmundur Davíð virðist reyna, að skauta framhjá sannleikanum í pólitískum tilgangi

  • Málflutningur Sigmundar Davíðs er afhjúpaður algjörlega. Hann er eins og spunarokkur og blaðrar bara eins og honum hentar að hans mati.

Ásmund­ur G. Vil­hjálms­son­ aðjúnkt við viðskiptafræðideild Há­skóla Íslands og sér­fræðing­ur í skatta­rétti seg­ir erfitt að meta hvaða af­leiðing­ar úr­sk­urður yf­ir­skatta­nefnd­ar varðandi skatt­greiðslur vegna fé­lags­ins Wintris.

Félagsins á Tortóla sem er í eigu Önnu Sig­ur­laug­ar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins og stofn­anda Miðflokks­ins, hef­ur fyr­ir þau hjón­in per­sónu­lega, enda sé skatt­breyt­inga­seðill ekki birt­ur með úr­sk­urðinum.

„Mestu máli skipt­ir að hann stofnaði þarna fé­lag, hann duldi til­vist þess, taldi fram með röng­um hætti og svo þegar hann var tek­inn í ból­inu þá var allt sett á fullt að skila inn nýj­um skatt­fram­töl­um. Þannig er það bara,“ seg­ir Ásmund­ur og vís­ar þar til Sig­mund­ar.

  • Það sem skiptir sköpum í þessu máli eru ný lög frá 2010 sem tóku gildi hér á landi til höfuðs af­ands­fé­lög­um sem kveða á um að tekj­ur er­lendra fyr­ir­tækja í lág­skatta­ríkj­um beri að skatt­leggja hjá eig­end­um þeirra.

Ásmund­ur tel­ur harla ólík­legt að Sig­mund­ur og Anna Sig­ur­laug hefðu óskað eft­ir leiðrétt­ingu á skatt­fram­töl­um sín­um nema vegna þess að upp komst um til­vist fé­lags­ins á Bresku Jóm­frúreyj­un­um.

Enginn veit hvaða breyting var á sköttum þeirra hjóna. Það geta þess vegna verið hreinir smáaurar miðað við þær upphæðir sem voru í felum og ekki taldar fram til skatts.

Aðjúnkt við HÍ og sérfræðingur í skattarétti segir erfitt að meta hvaða afleiðingar úrskurður yfirskattanefndar varðandi skattgreiðslur vegna félagsins Wintris, sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Sigmundssonar…
MBL.IS
 

mbl.is Úrskurðurinn hafi almennt fordæmisgildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánverjar hafa ríkari verkfallsrétt en íslendingar

Samkvæmt íslenskum lögum nr 80/1938 eða Vinnulöggjöfin segir orðrétt:
í  ,,14. gr. Heimilt er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum að gera verkföll og verkbönn í þeim tilgangi, að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum, og til verndar rétti sínum samkvæmt lögum þessum, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett eru í lögum".

 17. gr. Óheimilt er og að hefja vinnustöðvun: 
    1. Ef ágreiningur er einungis um atriði, sem Félagsdómur á úrskurðarvald um, nema til fullnægingar úrskurðum dómsins. 
    2. Ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi. Gildandi lög um opinbera starfsmenn haldist óbreytt þrátt fyrir þetta ákvæði. 
    3. Til styrktar félagi, sem hafið hefur ólögmæta vinnustöðvun

verkföll í Barsilóna

Á Íslandi er óheimilt að beita verkfallsvopninu til að hafa áhrif á löggjafann eða á ríkisvaldið ólíkt því sem gerist í mörgum lýðræðislegum vestur Evrópuríkjum.

Íslenskur verkfallsréttur hefur iðulega verið skertur síðan gömlu lögin voru sett 1938 og er enn í gangi alvarleg tilraun til þess. Er þá átt við ,,Salek" fyrirbærið sem á að takmarka samnings- og verkfallsrétt einstakra verkalýðsfélaga mjög alvarlega.

Á tímum einu vinstri stjórnarinnar á Íslandi fóru samtök atvinnurekenda ansi nálægt því að brjóta íslensk lög í þessu efni. Nægir að nefna þegar útgerðarmenn sigldu skipum sínum til Reykjavíkur og áhafnir þeirra voru látnar fara á Austurvöll í vinnugallanum. 

 


mbl.is Allsherjarverkfall í Katalóníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er þá skattahlutfall ríkasta 10% þjóðarinnar

  •  „Eign­astaða Íslend­inga batnaði á síðasta ári líkt og árið á und­an. Þeir rík­ustu, 10% þjóðar­inn­ar, eiga alls um 62% allra eigna um­fram skuld­ir eða 2.100 millj­arða króna“. Segir í frétt Moggans.

peningar

Spurningin vaknar þá óhjákvæmilega um hversu hátt hlutfall þessi sami hópur skorar í skattagreiðslum til samfélagsins að undanteknum þjónustugjöldum eins og fasteignagjöldum. Væntanlega er eðlilegt að hlutfallið væri svipað.

En það er auðvitað ekki þannig, af þeirri einföldu ástæðu að í landinu er verulegt skattamisrétti eins og nýleg skýrsla ASÍ staðfestir svo sannarlega.

En skattar á láglaunafólki hafa hækkað síðan á 10. áratug síðustu aldar. Undantekningin frá þessari þróun var þegar skattar voru þrepaskiptir á árunu 2009 til 2014.

Í þessu tilefni er mikilvægt að minnast á fjármagnstekjuskattinn sem skapar stóran hlut af þessu skattamisrétti.

Það er gjarnan eignarfólkið í landinu sem greiðir sína skatta í gegnum það fyrirkomulag og þá af nettótekjum. Það er nauðsynlegt að jafna kjörin að þessu leiti og að allir greiði útsvar en ekki bara sumir.

Launafólk greiðir skatta af brúttó-launum

Skatthlutfall einstaklinga í staðgreiðslu 2017

Af tekjum 0 – 834.707 kr. 36,94%
Af tekjum yfir 834.707 kr. 46,24%
Skatthlutfall barna (fædd 2002 eða síðar) af tekjum umfram 180.000 kr. á ári. 6%
Persónuafsláttur á mánuðikr.52.907
Persónuafsláttur á ári kr.634.880

Fyrir utan þessa skatta greiðir launafólk 15,5% af umsömdum brúttó-launum sínum í lífeyrissjóð sem er flatur skattur. Síðan greiðir launafólk einnig nær 7% af brúttó-launum sínum í tryggingagjöld sem einnig er flatur skattur. 

Allir þegnar þjóðarinnar greiða skatta af tekjum sínum breytit þá engu hversu miklar þær eru. Allir þegnar njóta persónuafsláttar og breytir engu hversu miklar tekjur manna eru. Sama má segja um mismunandi skattaþrep. 


mbl.is 10% eiga 2.100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband