Verðtrygging lána

  • Það er auðvitað eðlilegt að fólk greiði lánin sín að fullu til baka að sama verðmæti og þegar fólk tók lánin
    *
  • Síðan er spurning hvort viðmiðin séu rétt og það er auðvitað eitthvað sem nauðsynlegt er að rannsaka reglulega af hlutlausum aðilum.

Bankavextir voru gefnir frjálsir í maí mánuði 1983 með bráðabirða lögum er síðar voru staðfest af Alþingi. Þetta gerðist þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn. Í lögunum er í raun og í greinargerð með þeim er beinlínis gert ráð fyrir því að vextir yrðu verðtryggðir.

Á þessum tíma var ég algjör andstæðingur verðtryggðra lána vegna þess, að með þessum sömu lögum var bannað að verðtryggja kjarasamninga.  Verðtryggja mátti alla aðra viðskiptasamninga en kjarasamninga.

Mér hefur snúist hugur, einfaldlega vegna þess að bankavextir verða alltaf verðtryggðir, ef ekki með vísitölutengingu þá með hækkuðum vöxtum.

bankarHitt er auðvitað staðreynd að vextir ofaná verðtryggingu eru allt of háir. Fyrst þegar Jóhannes Nordal tók að tala fyrir verðtryggingu lána taldi hann eðlilegt að árs vextir 1 til 1,5%.

Það var það viðmið sem menn höfðu í huga þegar þessi vísitölu trygging var tekin upp.  En íslenskir bankar hafa í raun stundað okur vaxtastefnu  án þess að nokkrir hafi andmælt því.

Vígstaða ASÍ í kjaramálum gjörbreyttist við þessa breytingu. Nú var ekki lengur hægt að knýja fram heildarlaunahækkanir því þær voru óðara teknar til baka með hækkun á húsnæðislánum fólks. Skömmu síðar ákváðu lífeyrissjóðir að þeir þyrftu að fá 3,5%  ársávöxtun.

Ef þessir drengir þiggja lán frá sínum lífeyrissjóði, geta þeir tæplega ætlast til þess að aðrir niðurgreiði vexti af lánum þeirra með skertum lífeyri.


mbl.is Verði á tánum en ekki hnjánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband