Er bensín- og díselolíuverðið rétt?

  • Núverandi ríkisstjórn ætlar samkvæmt stefnuskrá sinni að hækka verulega kolefnisgjald.
    *
  • Þeirri stefnu er ég hjartanlega sammála, þ.e.a.s. að allir þeir sem menga andrúmsloftið með atferli sínu greiði fyrir það eðlilegt gjald.*
    *
  • Einnig að afnumin séu allir möguleikar á undanþágum sem stóriðjan nýtir sér með óeðlilegum hundakúnstum.

Umhverfis- og auðlindaskattar skiptast annars vegar í kolefnisgjald á fljótandi jarðefnaeldsneyti og hins vegar í skatt af raforku og heitu vatni. Greitt er í ríkissjóð kolefnisgjald af fljótandi jarðefnaeldsneyti.

Með fljótandi jarðefnaeldsneyti er átt við gas- og díselolíu, bensín, flugvéla- og þotueldsneyti og brennsluolíu.

Greiddur er í ríkissjóð sérstakur skattur af seldri raforku og heitu vatni. Skattskyldan nær til allra þeirra aðila sem selja raforku og heitt vatn á síðasta stigi viðskipta, þ.e. sölu til notenda.

Notandi telst sá sem endurselur ekki raforku eða heitt vatn.

Væntanlega munu eigendur stórra eldneytisháka reka upp ramakvein og benda á ótrúlega hátt verð á díselolíu og bensíni.

Það er ekki hægt að neita því að þessir vökvar eru á ótrúlega háu verði þegar verðið á þessum orkugjafa fyrir bifreiðir er borin saman verð erlendis.

Þegar verðið á Íslandi er um kr. 204 lítrinn en á Tenerife 0,93 evrur eða um kr 114 lítrinn verður ekki hjá því komist að maður velti því fyrir sér hvers vegna þessi mikli verðmunur er á útsöluverði á sama vökva í tveim löndum sem bæði eru á Evrópska efnahagssvæðinu.

Þetta má sjá á myndinni sem var tekin fyrir viku síðan.

  • Þetta er vökvi sem keyptur er af olíufélögum á sama heimsmarkaðsverðinu. Hvorki sérstakir skattar eða flutningskostnaður skýrir þennan mikla verðmun.

Tenerife er langt út í ballarhafi eins og Ísland. Það eru einnig lagðir skattar á þennan orkugjafa á Spáni en Tenerife tilheyrir Spáni.

Það er fullkomin ástæða til þess að verð olíufélaganna sé rannsakað af viðurkenndum aðilum. Það er ekki nýtt að fyrirtæki á Íslandi hafi lagt álagningu á vörur erlendis sem þau hafa flutt til Íslands. Það hefur verið kallað hækkun í hafi.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.


Það er fullkomlega eðlilegt að innflutningsverð t.d. á bensíni og díselolíu sé rannsakað af hlutlausum og óháðum aðilum.

Eins og það er eðlilegt að allir þeir sem menga andrúmsloftið greiði fyrir þann skaða sem þeir valda með þessu athæfi sínu.

Það er einnig eðlilegt að það sé fylgst sé með því á hverjum tíma að innflutningsverðið sé nákvæmlega rétt sem upp er gefið.
 
Vegna þess, að það er ekki virk samkeppni á þessum markaði og söluaðilu er ekki treystandi til að ákveða verð sjálfir.

Bloggfærslur 12. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband