Samtök atvinnurekenda þurfa að líta í eigin barm

  • Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sagði í sam­tali við mbl.is í vik­unni sem leið að kröf­ur flug­virkja væru full­kom­lega óraun­hæf­ar.
    *
  • Hvað veit hann um það?  Nákvæmlega ekkert.
    *
  • Síðan bætti hann við, að flugvirkjar væru bara iðnaðarmenn.  Það þyrfti að setja þennan gorgeir á námskeið í mannasiðum.

flugstöðin

Samtök atvinnurekenda hafa verið að birta launatölur flugvirkjanna án nokkurra skýringa.

Þeir minnast auðvitað ekkert á þá staðreynd að vinna flugvirkja fer gjarnan fram á yfirvinnutíma og um nætur í mikilli tímapressu.Vinna þessarar stéttar er mikil nákvæmnisvinna enda líf  fjölda fólks í húfi ef mistök eru gerð.

Félagar í samtökum atvinnurekenda greiða fjölmörgum stéttum t.d. iðnaðarmanna svo nefnd markaðslaun sem eru í árferði eins og nú ríkir á Íslandi langt fyrir ofan umsamda kjarasamninga.

Ég veit ekki til þess að flugvirkjar flugfélaganna njóti slíkra markaðslauna.

Hin mikla miðstýring sem kemur undan rifjum samtaka atvinnurekenda tifar eins og hver önnur tímasprengja í íslensku efhagskerfi og vinnur gegn allri eðlilegri framþróun í atvinnulífinu.

Þessir aðilar þykjast vera talsmenn frjálsra viðskipta en eru það ekki þegar á reynir.  Þeir eru hreinræktaðir miðstýringaraðilar af verstu gerð. 

Það er auðvitað fráleitt  að launafólk sem stendur sig vel sem stétt í alþjóðlegum samanburði skuli ekki njóta þess í góðum lífskjörum. 

Grunnlaun flugvirkja á Íslandi eru frekar lág miðað við flugvirkja í nágrannalöndum og okkar menn koma sérstaklega vel út þegar þeir eru bornir saman við erlenda kollega sína.

Samtök atvinnurekenda ætti að fá sér þroskaðri framkvæmdastjóra en þennan gasprara  sem ber á borð fyrir þjóðina ein tómar klysjur.


mbl.is „Þeirra er ábyrgðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnurekendur halda í pilsfald ríkisvaldsins nú sem oftast áður.

  • Greinilegt er að stjórn flugfélagsins ætlar að láta heildarsamtök atvinnurekenda eyðileggja orðspor flugfélagsins.
    *
  • Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarmenn flugfélagsins haga sér þannig og fórna hagsmunum félagsins og almennings.
Vinnubrögð atvinnurekenda eru pólitísk og taka ekkert mið af getu flugfélagsins til að greiða betri laun.

Það er eðlilegt að starfsmenn fyrirtækja njóti velmegunar fyrirtækja sem þeir starfa hjá.

Helsti gapuxi samtaka atvinnurekenda er með miklu hærri laun þrátt fyrir að mikilvægi starfa flugvirkja sé margfalt meira enn hans starf.

Jafnvel þótt þeir teljist til iðnaðarmanna, ekki geta aðrir gegnið í þeirra störf þótt þeir séu með próf úr unglingaskólum vesturbæjar og flaggi skrautrituðum prófplöggum.

Greinilegt hefur verið viku saman að heildarsamtök atvinnurekenda hafa treyst á að ríkisvaldið gripi í taumanna. Slíkt á auðvitað ekki að gerast.

Farþegar Icelandair kvarta margir yfir samskiptaleysi af hálfu flugfélagsins vegna aflýstra fluga í dag. Þeir segja að löng bið sé eftir símtali við þjónustuver og dæmi um að netþjónusta fyrirtækisins virki ekki sem skyldi. Þá hafa notendur Twitter,…
RUV.IS
 

mbl.is „Verða að ná saman í dag“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband