Fyrirkomulagið við skipun dómara á Íslandi er óviðunandi

  • Árum saman hefur fólk sem komið er yfir miðjan aldur verið vitni að því hvernig helsti valdaflokkurinn á Íslandi hefur raðað sínu fólki í embætti dómara og sýslumanna eftir flokkspólitískum línum.
    *
  • Það er ekki horfið í gleymskunnar dá þegar Bjössi var dómsmála ráðherra og farið var í pólitískar hreinsanir.

 

Það liggur fyrir að Sigríður Andersen núverndi dóms­mála­ráð­herra braut gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún vék frá hæfn­is­mati dóm­nefndar um skipun 15 dóm­ara í Lands­rétt.

Þetta er nið­ur­staða Hæsta­réttar Íslands. Sú nið­ur­staða er afger­andi og hún er áfell­is­dómur yfir vald­níðslu ráð­herr­ans.

Einnig liggur það fyrir, að henni er ekki það til afsökunar að hún sé ósammála dómi hæstaréttar.

Henni er heldur ekki treystandi til þess hræra í þeim reglum sem eiga að gilda um hvernig skuli skipa menn í dómstóla eða í sýslumannsembætti, eftir það sem undan er gengið.

Hversu alvarlegt er það þegar dómsmálaráðherra brýtur stjórnsýslulög og hversu nálægt er slíkt lögbrot því að brjóta einhver ákvæði stjórnarskrárinnar?

Væri það verkefni Landsdóms að skoða slíkt mál?

Það er auðvitað löngu tímabært að breyta lögum og starfsreglum um hvernig menn eru valdir í dómstóla.

Að það verði framtíðinni þannig að komið verði veg fyrir fingraför stjórnmálamanna og annarra hagsmuna aðila að mannavali á dómurum.

Ég treysti því, að ef það kæmi fyrir ráðherra skipaðan af þingflokki VG að brjóta lög sett af Alþingi að hann víki sæti sem slíkur.

Burtséð frá því hvað aðrir stjórnmálaflokkar hafa gert í fortíðinni.

  • Að lokum passar það eftir efninu að minna á það, að ESB er með ýmsar þvíngunar aðgerðir í gangi gegn ráðamönnum í Póllandi.
  •  
  • Vegna þess að Pólska ríkisstjórnin hefur breytt lögum þar í landi á þann veg, að ríkisstjórnin þar getur haft áhrif á það hvernig dómstólar þar eru skipaðir.
  •  
  • Nákvæmlega eins og alltaf hefur verið á Íslandi og núverandi dómsmálaráðherra virðist vilja vernda áhrif gamla valdaflokksins í þessum efnum.

Baráttujaxlar í verkalýðshreyfingunni og margir vinstri menn hafa aldrei getað treyst íslenskum dómstólum fyllilega. Mýmörg íslensk dæmi eru til um það hvernig hallað hefur á mannréttindi verkalýðsforingja og ýmissa aðila sem hafa staðið að mótmæla aðgerðum


mbl.is Fari yfir málið og læri af því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband