Það verður að gera úttekt á stjórnsýslu OR í byggingarmálum frá upphafi.

  • Slíka úttekt verður borgarstjórn að láta gera í samstarfi með öðrum meðeigindum. Ekki dugir að stjórn OR geri slíka úttekt ein og sér. 

  • En þetta hús var byggt undir forystu Alfreðs Þorsteinssonar borgarfulltrúa Framsóknaflokksins.

  • Þá væri spurt hvort einhver lausatök hafi verið á þessari framkvæmd allri í óþökk annarra borgarfulltrúa.

Alfreð og OR

 

Það er ljóst að ef lýsingar aðila á göllum nýju byggingu Orkuveitunnar eru réttar eins og fram kemur í eftirfarandi lýsingu:

„Niðurstaða úttektar verkfræðistofunnar „Eflu“ á skemmdunum var að margskonar ágallar hefðu verið á uppsetningu útveggjarins; pressulistar óþéttir, skrúfur of langar, plötur fyrir innan klæðningu ýmist ekki nægjanlega þykkar, langar eða breiðar, samskeyti platnanna óþétt, lekar í kverkum, gleri og með opnanlegum fögum, og þá hafi frágangur dúks verið ófullnægjandi þannig að vatn komst auðveldlega á bak við hann“.

Þá er nánast ljóst að eitthvað hefur verið að, alveg frá upphafi. Ekki dugir að rannsaka bara það tímabilið frá 2009 eins og fulltrúi Framsóknarflokksins vill.

Í upphafi byggingar eru auðvitað gerðir samningar og verktakar taka að sér verkefni og undir gangast ákveðna skilmála um hvernig skuli framkvæma verkið.

Voru þeir eðlilegir og eftirfylgnin eðlileg?


mbl.is Útiloka ekki bótakröfu á eigin ráðgjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með sorpið?

  • Það er að verða marktæk vitundarvakning með burðarpokanna. Það er auðvitað frábær þróun

sorphirða

Æ fleiri nota nú fjölnota burðarpoka í innkaupum fyrir heimilin.

Það er auðvitað löngu kominn tími til þess að verslanir almennt bjóði upp á pappírspoka.

  • En vandinn með sorpið er óleystur. 

Gerð er sú krafa í öllum fjölbýlishúsum að sorp sé sett í plastpoka sem fer um sorprennurnar eða í tunnurnar séu þær ekki við rennur.

Þá er um að ræða matarafganga og umbúðir vegna matvæla. Reikna má með að Sorpa hafi uppi sömu kröfur.

Annar úrgangur, pappír og plast fer ópakkaður í viðeigandi tunnur.


mbl.is Ofgnótt af plasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband