Valdaflokkurinn mun reyna að setja fót milli stafs og hurðar

  • Þegar kemur að stjórnarskrármálum, hér sést að hann reynir að skipuleggja flótta flokksins í málinu
    *
  • Hann og flokkur hans munu reyna að tefja eins og hægt er, ásamt því að draga sem mest úr nauðsynlegum breytingum fyrir hagsmuni þjóðarinnar.

Bjarni í ræðustól

Það er því ljóst að tilboð Bjarna Benediktssonar um 12 ára meðgöngutíma hljóðar eins gammbítur.

Þ.e.a.s.ef aðrir flokkar fallast ekki á þennan meðgöngutíma mun flokkurinn koma í veg fyrir allar samþykktir er snertir börn á flótta, um uppreist æru glæpamanna og um ýmis níðmál.

Þetta tilboð er auðvitað handónýtt og hefur nákvæmlega ekkert gildi. 

Hann gerir ráð fyrir að hugsanlega styrkist staða gamla valdaflokksins á þingi og Framsókn hinn valda flokkurinn er ansi samstíga félaga sínum um völdin.  


mbl.is Eina vitið að ljúka þingi sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinilegt er hver hugur þessa fjármálamanns er

  • Allar götur frá hruni hafa erlendir aðilar hirt fleiri og fleiri íslensk fyrirtæki upp í skuldir.
     
  • Eða keypt á tombóluverði eftir að Sjálfstæðisflokkurinn komst í ráðuneytin á ný.

álverið Reyðarfirði

Hamast hefur verið að byggja upp ýmis stór-fyrirtæki fyrir tilstuðlan þessa flokks bæði á vettvangi ríkisvaldsins og á vegum sveitarstjórna. 

Þetta þýðir að arður af atvinnulífinu á Íslandi fer í auknum mæli til útlanda. Ísland er að verða eins og hvert annað þróunarland.

Á Íslandi fer fyrst og fremst fram frumvinnsla í stórum stíl er byggir á íslenskum auðlindum í fyrirtækjum nánast alltaf í eigu útlendinga.

Nú er veruleg hætta á því að erlendir aðilar hirði fjárfestingar innlendra aðila í ferðaþjónustunni.

Slíkt getur ekki gengið til lengdar og mun leiða til lífskjaraminnkunar er fram líða stundir.


mbl.is Óvissa eitur í beinum fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband