Færsluflokkur: Kjaramál
2.2.2018 | 12:46
Hið gamla íslenska siðferði allsráðandi
- Þarna er greinilega hið gamla siðleysi allsráðandi
* - Forráðmönnum fyrirtækja finnst eðllegt að þeir hlaði gjöfum og ýmsum velgjörningi upp á kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.
En ,,æ á sér gjöf til gjalda" Þessum aðilum finnst það eðlilegt að þeir geti gert kjörna fulltrúa hlynnta sér með óeðlilegum áróðri.
Þetta er auðvitað bara ein birtingamyndin á því hvernig spillingin er með mörgum hjá þjóðinni.
Getur verið að bæði þingmenn og jafnvel ráðherrar séu í hópi þeirra sem þegið hafa svona boð vina sinna.
- Ætlar Samherji kanski að kaupa aðflugstækin?

![]() |
Umræða um boðsferð pólitískt moldviðri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2018 | 12:28
Óboðlegur málflutningur
- Ég get ekki að því gert að mér finnst
* - þessi málflutningur ráðherrans vera ansi ótrúverðulegur.
,,Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sér hafi orðið það ljóst eftir að hún bar tillögur hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt undir formenn allra flokka á þingi á síðasta ári að listinn yrði aldrei samþykktur. Henni hafi í raun verið gert það ljóst í samtölum við formennina".
Það er ljóst að flokkur hennar Sjálfstæðisflokkurinn hefur í áratugi reynt að tryggja það að dómarar og sýslumenn landsins séu í nánu vistabandi við flokkinn.
Það er mjög ólíklegt að þessi orð hennar geti staðist. Því þá er hún að segja að forystumenn allra flokka í Alþingi hafi metið dómaraefnin eftir flokkslegum línum. Það gengur bara ekki upp.
Hitt er örugglega rétt, að það voru flokksfélagar hennar sem gátu ekki sætt sig við tillögur hæfnisnefndarinnar. Í tillögu hæfnisnefndarinnar voru aðilar sem flokkurinn gat ekki sætt sig við af pólitískum ástæðum.
Hitt er auðvitað rétt, að með því að bera sína tillögu undir Alþingi til samþykktar eða synjunnar var afgreiðsla málsins kominn á ábyrgð Alþingis sem er æðsta vald þjóðarinnar.
En meðferð málsins í höndum hennar og flokksins fer algjörlega eftir vindi hverju sinni.
Það er löngu ljóst að tími Sigríðar Andersen sem dómsmálaráðherra er liðinn.
Það logar allt innanbúðar í VG stafnanna í milli vegna vinnubragða þessa ráðherra og þar með í ríkisstjórninni.
Í þessu máli eins og oft áður hefur komið í ljós að þeir stjórnarhættir sem hafa ríkt frá upphafi lýðveldisins ganga ekki upp.
Á Íslandi er ekki fjölskipað stjórnvald eins og í siðuðum löndum, en á Íslandi þar sem einveldi hvers flokks ríkir í þeim málaflokkum sem þeir fara með í ríkisstjórnum.
Samstarfsflokkurinn ræður hverjir eru ráðherrar yfir hverjum málaflokki fyrir sig sem þeir fara með og þeirri pólitískri línu sem þar fylgt. Svo lengi að ekki sé farið á skjön við málefnasamning ríkisstjórnar hverju sinni.
Þannig að Katrín hefur nákvæmlega ekkert vald yfir skipan Sjálfstæðisflokksins í ráðherrasæti.
Stjórnlagaráðið lagði ekki til að þessari skipan yrði breytt með nýrri stjórnarskrá. Katrín sagði í haust að hún væri eindregið fylgjandi því að á Íslandi væri fjölskipað stjórnvald.
Bútur úr gömlu pistli eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur fyrrum umhverfisráðherra sem lýsir þessu nokkuð vel:
,,Það er að Ríkisstjórn Íslands tekur ekki sameiginlegar ákvarðanir. Hún er ekki fjölskipað stjórnvald, eins og það heitir á lagamáli. Ég er ekki frá því að þessi staðreynd sé eitt best geymda leyndarmál íslenskrar stjórnskipunar. Þetta þýðir að hver ráðherra ber sín mál oftast án undanfarandi kynningar inná fund ríkisstjórnar og fær þau samþykkt umorðalaust." Þórunn Sveinbjarnardóttir. (Pressan, 11. 12. 2009)

![]() |
Var tilneydd til að gera breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2018 | 15:20
Talsmaður einkaframtaksins vill að ríkið styrki einkafyrirtækin
- Á Alþingi steig fram í gær helsti talsmaður einkaframtaksins þar á bæ.
* - Kvartaði hann sáran undan því að einkaframtakinu gengi illa að reka sína fjölmiðla.
* - Það á væntanlega við um pólitíska fjölmiðla sem aðra sem gera út á skemmtidagskrár og afþreyingu ýmiskonar.
Hann biðlaði um aukna ríkisstyrki til handa þessum fyrirtækjum. Er þýðir á mannamáli að almenningur borgaði hærri skatta til að halda úti einkrekstri á sviði fjölmiðlunar. Kallaði Óli Björn Kárason RÚV fílinn í stofunni.
Ég man vel umræðuna þegar fjölmargir börðust fyrir afnámi einkaréttar RÚV á Útvarps- og sjónvarpsrekstri. Þessir baráttumenn töldu að ekki yrði erfitt að reka slíka fjölmiðla við hlið RÚV. Þeir sem stigu skrefið með því að opna sjónvarpsstöð vissu nákvæmlega að hverju þeir gengu.
Staðan hefur ekki breyst einkastöðvunum í óhag. Það er miklu nærtækara að benda á offjárfestingar sumra þessara aðila sem eru yfirgengilegar er síðan eiga í erfðileikum vegna skulda.
Mönnum hefur ætíð verið ljóst að RÚV yrði starfrækt áfram og það eitt takmarkaði möguleika annarra aðila í slíkum rekstri. Lang flestir þessir fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina gerst boðberar pólitískra viðhorfa eigenda þessara fyrirtækja. Um leið hefur komið í ljós hversu ómissandi RÚV er fyrir almenning í landinu til að tryggja hlutlausan fréttaflutning.
Ef möguleikar RÚV til að selja auglýsinga er skertur verður það teljast vera beinn ríkisstuðningur við þessi einkafyrirtæki.
En ábending Elínar Helgu Sveinbjörnsdóttur, formanns Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA), segir það vera slæmt fyrir auglýsendur og auglýsingastofur ef RÚV fari af auglýsingamarkaði.
Við munum ekki koma til með að ná til hluta þjóðarinnar. Auglýsingar eru upplýsingar og við munum ekki koma þeim til alls almennings, segir Elín Helga og telur jafnframt að það fjármagn sem farið hafi til RÚV muni ekki sjálfkrafa færast yfir á aðra fjölmiðla þó RÚV fari af markaðnum.
Ef við næðum í allan þennan áhorfendahóp á öðrum fjölmiðlum þá værum við þar. Við viljum ná til sem flestra fyrir sem minnstan pening. Ef RÚV verður tekið úr kökunni þá þarf að leita nýrra leiða eða taka þennan pening í annað, segir Elín Helga, sem telur meiri ógn stafa af erlendum efnisveitum á borð við Netflix, Facebook og Google heldur en af RÚV.
Í þessu ljósi væri e.t.v. besta leiðin til að styrkja einkastöðvarnar, að RÚV hækkaði mjög verulega verðin á auglýsingum sem eiga að heyrast í útvarpi og sjást í sjónvarpinu. Það er aðferð hagfræðinnar.
Síðan yrði auðvitað að skoða stöðu fjölmiðla og bæta almennt, en gæta verður þess að ekki verði gert upp á milli aðila.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2018 | 17:35
Satt er það, að árinni kennir illur ræðari.
- Hrein ósannindi
Þessi fyrirtæki greiða smánarskatta eins og önnur fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki. Tekjuskattur er í 20% af nettótekjum fyrirtækisins og fyrirtæki sem skulda mikið og greiða mikla vexti eru ekki með miklar nettótekjur og greiða því smánar tekjuskatt.
- Fyrirtækin greiða enga skatta til sveitarfélaganna. Aðeins þjónustugjöld með miklum afslætti.
Launatengdu gjöldin eru ekki skattar sem fyrirtækin greiða, þau gjöld eru hluti af launagreiðslum fyrirtækja samkvæmt kjarasamningum þar um.
M.ö.o. það er launafólk sem greiðir Tryggingagjöldin. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir síðan stóran hlut af árslaunum fiskvinnslufólks.
Veiðigjöldin eru ekki skattar, heldur greiðslur fyrir fiskinn sem þessi fyrirtæki hirða af miðunum. Þjóðin á þennan fisk og hún fær reyndar allt of lítið í tekjur af auðlindinni.
- Það átti ekki að þurfa að vera baggi á útgerðinni að fá þennan langa gjaldfrest á veiðigjöldunum.
Fyrirtæki sem eru illa rekin og með mikinn taprekstur eiga eðlilega að fara á hliðina eins og önnur fyrir-tæki. Það er eðlilegt. Þá er von til þess að það komi aðrir betri rekstraraðilar til afla fiskjar á þessu frábæru miðum út frá Patreksfirði.
Satt er það, að árinni kennir illur ræðari. Alltaf er sami helvítis vællinn í þessum útgerðarmönnum
![]() |
Fá lítið til baka fyrir háa skatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2018 | 19:56
Frjálshyggjupostular hafa um nær 30 ára skeið reynt að stjórna starfi grunnskólanna
- Samkvæmt lögum um grunnskólann sem Alþingi samþykkti 12. júní 2008 skal meginmarkmið með starfi hans vera eftirfarandi og kemur fram hér í 2. grein laganna um grunnskólann.
2. gr. Markmið.
Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.
Grunnskóli skal stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skóla-starf, almenna velferð og öryggi nemenda.

Þetta er verkefni kennaranna , ekki verður véfengt að íslenskir grunnskólakennarar hafa staðið sig mjög vel miðað við þær aðstæður sem þeir búa við.
Af viðtalinu við Þorgerði verður ekki merkt að hún hafi gert lítið úr þeirri þekkingu sem Písa telur sig vera að mæla.
- Góð menntun endist grunnskólanemendum út lífið.
- Grunnskólinn er ekki að tjalda til einnar nætur með starfi sínu með nemendum.

Verður lestur óþarfur á morgun? - Davíð Þorláksson - mbl.is
Á sama tíma eru grunnskólar á Íslandi bundnir af lögum sem ganga í allt aðra átt sem betur fer en ,,Písa" leggur áherslu á.Það þarf miklu breiðari og víðtækari könnun til að skoða það, könnun sem tekur jafnvel áratugi
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2018 | 21:51
Aumleg tilraun til að kjafta sig frá skömminni
- Það er hreint út ótrúlegt að þingmaður til margra ára skuli bulla með þeim hætti sem Birgir Ármannsson gerði í Kastljósi nú í gærkvöld
* - Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa aldrei svo ég muni axlað ábyrgð á gjörðum sínum sjálfviljugir.
Sérkennileg útlisting á pólitískri ábyrgð.
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að pólitísk ábyrgð sé tekin með eftirfarandi hætti:
- Pólitísk ábyrgð er mæld með því að sjá hvort ráðherra hefur stuðning til að halda áfram, í þinginu, sagði Birgir
* - Ráðherrar eins og aðrir stjórnmálamenn þurfa líka með reglulegum hætti að ganga til kosninga. Þar getur reynt á pólitíska ábyrgð.
Þessi útskýring er í raun algjörlega út í hött og hreint bull. Hann segir, að það þegar þingmenn Alþingis lýsa yfir vantrausti á ráðherra þýði það að einhver ráðherra taki pótíska ábyrgð á gjörðum sínum.
- Þetta er bara bull, því þetta þýðir bara að ráðherra er hrakinn úr hlutverki sínu sem ráðherra gegn eigin vilja. Þ.e.a.s. ráðherra er ekki sjálfviljugur að axla ábyrgð á gjörðum sínum
* - Sama á við ef viðkomandi ráðherra nær ekki kjöri í næstu kosningum. Þingmaður í mjög fjölmennum þingflokki axlar ekki ábyrgð á gjörðum sínum með þeim hætti og alls ekki ef viðkomandi er í fyrsta sæti á framboðslista sem fær marga menn kjörna
* - Vantraustið bitnar þá fyrst og fremst þeim sem eru neðar á listanum og eru saklausir af gjörðum ráðherra.
Aðspurður hvort hann teldi að þingmenn samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn myndu styðja Sigríði ef fram kæmi vantrauststillaga svaraði Birgir: Ég er ekki í vafa um það.
Það er von að hann segi þetta, því ef t.d. VG styður ekki þennan ráðherra fellur stjórnin og þjóðin fær hreinræktaða hægri stjórn í landið.

![]() |
Óskaði eftir upplýsingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 24.1.2018 kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2018 | 14:57
Sérlega ósmekklegt
- Auðvitað finnst mér eins og mörgum öðrum skemmtilegt að skemmta mér,fá mér gott vín og finna hæfilega mikið á mér
* - En að halda slíka veislu í húskynnum ungmenna-félagsins er einum of langt gengið
* - Þetta er félag sem gefur sig út fyrir að starfa Í þágu barna og ungmenna Mosfellssveit
* - Þetta er ekki góð fyrirmynd. Einu sinni gaf Afturelding sig út fyrir að vera bindindisfélag og stofnað hér í Grafarholti
* - Veitingastaðurinn Gullhamrar eri í Grafarholts-landi og þar hefði mátt halda slíkan fagnað.
Þorrablót Aftureldingar var haldið á laugardagskvöldið í Varmá í Mosfellsbæ. Stuð og stemning var á liðinu.
Boðið var upp á hefðbundinn þorramat og svo gat hver og einn drukkið eins og hann lysti á barnum. Mosfellingar kunna sér hóf og því fór skemmtunin vel fram.
Eins og sést á myndunum var gleði og glaumur í loftinu og allir í sínu fínasta pússi.
![]() |
Allt á útopnu á þorrablótinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2018 | 15:07
Vonarljós þjóðarinnar
- Það er greinilegt að upptaktur ríkisstjórnar Katrínar Jakopsdóttur boðar nýja tíma og flestir vona að henni takist það sem lagt er upp með.
Svo er að sjá sem flestir stjórnmálamenn skynji þörfina fyrir ný viðhorf um vinnubrögð í stjórnmálum og í vinnumarkaðsmálum. Sama má segja skoðun almennings sem bindur miklar vonir um að Katrín geti unnið kraftaverk.
Er kallar á miklu pólitískari verkalýðshreyfingu og á vinnubrögð sem sáust í þjóðarsáttarsamningunum 1990.
Það er ljóst að Katrín boðar nýja stefnu sem er að ná sem breiðustu samstöðu á Alþingi um stóru málin og þá verður væntanlega mótuð ný fjármálastefna ríkisins er tekur mið af heildar hagsmunum almennings í landinu.
Það verður auðvitað mjög vandasöm umræða sem reynir mjög á forystuhæfileika Katrínar. En reynir einnig mikið á alla alþingismenn hvort sem þeir eru í baklandi ríkisstjórnarinnar eða í stjórnarandstöðunni á Alþingi sem reynir væntanlega enn meira á.
Það skiptir máli fyrir þjóðarheildina að ná umtalsverðum áföngum í stjórnarskrár lagfæringum. Þótt margir hagsmuna aðilar vilji hafa stjórnarskránna í óbreyttri mynd vegna þess að hún þjónar þeirra hagsmunum vel í nútíðinni.
Þeir aðilar hafa einnig hagsmuni af því að það takist vel upp með uppfærslu á stjórnarskránni. Atvinnurekstur er byggir allt sitt á þjóðarauðlindinni verður ekki stundaður í landinu í einhverri ósátt þjóðarinnar. En það verður allrar þjóðarinnar vegna að hugsa til framtíðar í þeim efnum er tekur mið af réttlátum heildarhagsmunum þjóðarinnar.
Það verður að skapa samstöðu um stjórnarskránna og þróun hennar til betri vegar samkvæmt ákveðinni áætlun. Slík sátt er lykillinn að því að það náist almennur stöðugleiki í samfélaginu og eðlileg framþróun allri þjóðinni til heilla.
Þá verður að byggja upp ásættanlegan ramma um líf alþýðunnar í landinu með eðlilegri uppbyggingu á stóru málaflokkunum.
![]() |
Leitar sátta í stjórnarskrármálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2018 | 10:07
Einkennileg vinnubrögð
- ,,Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Hún getur ekki gefið upp hvaða fyrirtæki eiga í hlut annað en að um millilandaflug er að ræða".
Vissi þetta fólk ekkert um þessa vankanta áður en farið var í það að fá þessa bresku ferðaskrifstofu og flugfélag til skipuleggja ferðir til Akureyrar um hávetur???
![]() |
Stór verkefni í húfi fyrir norðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2018 | 19:54
Nú er tækifærið til að breyta til batnaðar
Hvers kyns ofbeldi í ýmiskonar formi hefur lengi tíðkast á vettvangi íþróttafélaganna og oft einnig hjá ýmsum æskulýðsfélögum og eða félagsmiðstöðvum. Nauðsynlegt er að taka á slíkum málum strax.
- ,,Ekkert ofbeldi verður liðið innan íþróttahreyfingarinnar, hvorki kynferðislegt né annað. Þetta segir forseti ÍSÍ. Ekki sé heppilegt að meðferð kynferðisbrota fari fram innan íþróttafélaganna".
Það væri fullkomlega eðlilegt að Reykjavíkurborg setti upp þau skilyrði til íþrótta-og æskulýðsfélaga sem njóta styrkja frá borginni setji upp ákveðnar reglur sem eru viðurkenndar af borginni er eiga að koma í veg fyrir hverskonar ofbeldi og einelti á vettvangi þessara félaga.
Að það verði gert með formlegum hætti ekki ósvipað því sem Hafnarfjörður hefur þegar samþykkt nýlega að gera. Einnig að félögin vinni formlega að forvörnum gagnvart öllum vímuefnum og þau verði ekki notuð eða auglýst í húskynnum sem félögin hafa til afnota. Hvort sem þau njóti slíks húsnæðis frá Borginni eða með öðrum hætti.
Til þess að félögin njóti stuðnings frá borginni, hvort sem um er að ræða fjárhagslegan stuðning eða í formi aðstöðu verði félögin að uppfylla slíkar kröfur og sýna fram á það á hverju ári. Að félögin verði sem slík undir eftirliti um hvort þau uppfylli slíka skilmála.

Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)