Satt er það, að árinni kennir illur ræðari.

  • Hrein ósannindi

Þessi fyrirtæki greiða smánarskatta eins og önnur fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki. Tekjuskattur er í 20% af nettótekjum fyrirtækisins og fyrirtæki sem skulda mikið og greiða mikla vexti eru ekki með miklar nettótekjur og greiða því smánar tekjuskatt.

  • Fyrirtækin greiða enga skatta til sveitarfélaganna. Aðeins þjónustugjöld með miklum afslætti. 

Launatengdu gjöldin eru ekki skattar sem fyrirtækin greiða, þau gjöld eru hluti af launagreiðslum fyrirtækja samkvæmt kjarasamningum þar um.

línuveiðarM.ö.o. það er launafólk sem greiðir Tryggingagjöldin. Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir síðan stóran hlut af árslaunum fiskvinnslufólks.

Veiðigjöldin eru ekki skattar, heldur greiðslur fyrir fiskinn sem þessi fyrirtæki hirða af miðunum. Þjóðin á þennan fisk  og hún fær reyndar allt of lítið í tekjur af auðlindinni. 

  • Það átti ekki að þurfa að vera baggi á útgerðinni að fá þennan langa gjaldfrest á veiðigjöldunum.

Fyrirtæki sem eru illa rekin og með mikinn taprekstur eiga eðlilega að fara á hliðina eins og önnur fyrir-tæki. Það er eðlilegt. Þá er von til þess að það komi aðrir betri rekstraraðilar til afla fiskjar á þessu frábæru miðum út frá Patreksfirði.

Satt er það, að árinni kennir illur ræðari. Alltaf er sami helvítis vællinn í þessum útgerðarmönnum


mbl.is Fá lítið til baka fyrir háa skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband