Eg held að hann trúi þessu sjálfur

  • Það væri vissulega notalegt að geta trúað hverju orði sem þessi fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir
    *
  • Ég held líka að hann trúi því sjálfur að hann sé að segja alveg satt.

Sigurður Kári

En það er ekki bara vandinn, því þegar hrunið brast á íslenska þjóð rauk forysta Sjálfstæðisflokksins á alla hugsanlega staði til að slökkva alla elda með þeirra hætti.

Eins og venjulega héldu þeir að sér öllum upplýsingum og engir aðrir fengu að sjá á spilin. Þ.e.a.s. fengu engar upplýsingar.

Ekki bara í Glitnis-málinu heldur á öllum vígstöðvun.

Sjálfstæðisflokkurinn í nafni ríkisstjórnar gerði líka samninga við Breta og Hollendinga vegna Icesave- skulda Landsbanka Björgólfs.

Eins og alltaf áður í sögu Íslands fór þessi flokkur með þessi mál eins og þau fjölluðu um að mannsmorð hefði verið framið. Það er öllum ljóst að þarna var verið að hlú að hagsmunum innmúraða flokksmanna Sjálfstæðisflokksins.

Þegar Alþingi hafði blásið á samningsdrög Geirs Haarde sem Baldur Guðlaugsson hafði annast vegna i Icesave og Bjarni Benediktsson talaði fyrir á Alþingi hrökklast stjórn Geirs frá völdum og samingur settur niður í harðlæsta skúffu.

Síðar var það bráðabirðastjórnin sem fékk málið í hendur og gerði miklu betri samning sem hefur til þessa dags farið gríðarlega fyrir brjóstið á hægrinu á Íslandi.

  • Vinstrimenn voru nefnilega miklu betri samningamenn.

Af öllum þessum erfiðu málum hefðu ráðmenn átt að læra þá lexíu, að allar svona erfiðar samningaviðræður verða að hafa miklu breiðari skýrskotun en þá að ein ríkisstjórn oftast með nauman meirihluta á Alþingi komi ein að slíkum málum.

Þ.e.a.s. að fulltrúar frá öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi leggi til fólk til slíkra samningamála. Eins og gert var í síðari umferðum um Icesave.

En Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki hafa lært neitt af reynslunni, enn heldur þessi flokkur að sér öllum spilum og ekki er hugsað um að fleiri komi að erfiðum málum.

  • Almenningur getur ekki treyst slíku stjórnarfari lengur.
Þingflokki Sjálfstæðisflokksins var skipt upp í hópa í kjölfar hrunsins sem höfðu það verkefni að eiga samskipti við þá sem upplýsa þurfti um stöðu mála í hruninu. Þetta segir Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, á Facebook.…
RUV.IS
 

mbl.is RÚV dró upp „kolranga mynd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bið áhugamenn um skattamál afsökunar.

  • Bent hefur verið á, að þegar vinstri stjórn undir forystu Jóhönnu og Steigríms vann það þrekvirki að að tvöfalda fjármagntekjuskattinn úr 10% heildarskatti upp í 20% var settur ákveðinn 100 þúsund krónur persónuafsláttur.
    *
  • þannig að sauðsvartir almúgamenn sem fengu undir 100 í fjármagnstekjur þurftu ekki að greiða af slíkum fjármagnstekjum fjármagnstekjuskatt. Þetta var á árinu 2009 miklu meira verðmæti en nú 2017.
  • Ég biðst einlægrar afsökunar á mistökunum 

mbl.is Fylgi Samfylkingarinnar dalar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verjum láglaunafólkið og lækkum skatta þess.

  • Vinstrihreyfingin grænt framboð getur verið stolt af þeim manndóm,

    að hafa tvöfaldað fjármagnstekjuskattinn
    *
  • Úr 10% heildarskatti fjárfesta og atvinnurekenda á Íslandi í 20%
    *
  • Stórkostlegt réttlætismál gegn ágangi yfirstéttarinnar á Íslandi gegn láglaunafólki.

mbl.is Þriðjungur þingheims nýtt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð biskups mistúlkuð í pólitískum tilgangi

  • Eru ekki allir sammála um það, að þjófnaður verður aldrei í sjálfu sér réttlætanlegt afbrot
    *
  • Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Moggi litli reynir afvegaleiða og mistúlka orð annarra í flokkspólitískum tilgangi.

agnes biskup

Enn á sama hátt væri það ekki rétt hjá blaðamanni að leyna afbrotum t.d. ráðamanna sem hann hefur séð í gögnum sem rekið hefur á fjörur hans. Við slíkar aðstæður reynir blaðamaður að sannreyna upplýsingar en spyr ekki hvernig þær eru fengnar.

Þar sem fram koma upplýsingar um stórfellda spillingu ráðamanna. Eða ef slíkar upplýsingar kæmi upp um stófellt barnaníð eða mansal ásamt vændi. Eða gögn um stórfelldar áætlanir um glæpaverk gegn almenningi.


Blaðamaðurinn kærir ekki heimildarmann eða gefur upp nafn hans sem kemur fram með þjóðfélagslegar og mikilvægar upplýsingar um hugsanlega spillingu ráðamanna.

En slíkar upplýsingar eru að sönnu vandmeðfarnar  og það virðist vanta heiðarlegan og traustan farveg fyrir slíkar upplýsingar á Íslandi þar sem heimildarmenn njóta eðlilegrar verndar.

Mér finnst biskupinn vera að ræða um tvö mál. Þjófnaður er afbrot og hægt er að misnota stolnar upplýsingar til að kúga fólk.

En hún talar líka um að þjóðin sem slík þurfi að efla siðferðisvitund sína en einkum leiðtogar hennar svo almenningur fái traust á stjórnmálamönnum. Er leiða til framfara fyrir þjóðina.

En ekki má gleyma því að boðskapur smiðssonarins var þrælpólitískur af allt öðrum toga en sú pólitík sem kirkjurnar standa fyrir sem miðstýrðar stofnanir. Verkalýðsbaráttan á sínar rætur til boðskapar Jesú en ekki til slíkra stofnanna.

Mogginn getur ekki með þessum tilraunum þvegið forystu sauð Sjálfstæðisflokksins og aðra forystumenn hans af meintri spillingu.  


mbl.is Stuldur á gögnum ekki réttlætanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki eðlilegt að gefa Bjarna frí?

  • Er ekki kominn tími til

    að gefa Bjarna endanlegt frí frá pólitík?
    *
  • Hátterni Bjarna skaðar fylgi Sjálfstæðisflokksins
 
Mynd frá Kjósa.
Kjósa

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að hækka skattana svo mikið á Íslandi að formaður þeirra, Bjarni Ben þarf að flýja með peningana sína í skattaskjól.


mbl.is Þrír ráðherrar á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband