Hér reiknar fyrrum forsætisráðherra með aðferðum ,,Sólón Íslandus"

  • Ótrúlegt bull hjá Sigmundi Davíð fyrrum forsætisráðherra. Hér í fréttafærslunni má sjá vitleysuna sem hann lætur frá sér fara:

„Þeir sem hafa lifibrauð af fjármagnstekjum greiða ekki aðeins fjármagnstekjuskatt.

Sá sem greiðir sér laun af hagnaði eigin fyrirtækis, svo sem iðnaðarmaður með fyrirtæki utan um eigin rekstur, greiðir fyrst 20% tekjuskatt lögaðila og síðan 20% fjármagnstekjuskatt ofan á það, á arðgreiðslur til eiganda.


Heildarskatthlutfallið verður því 36%. Hækkun fjármagnstekjuskatts upp í 22% þýðir að þetta hlutfall verður 37,6%,“ segir Sigmundur í nefndaráliti sínu um bandorminn svokallaða, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2018“.


XXXXXXX
Þetta er býsna merkilegur út úr snúningur.

Fyrirtækið greiðir 20% tekjuskatt af nettótekjum sínum en ekki eigandi þess.

  • Það kann að vera að fyrirtækið hafi menn í vinnu og greiði þeim laun
    *
  • Starfsmenn einn eða fleiri greiða sjálfir sína skatta af brúttólaunum sínum nær 35% + 15,5% í lífeyrissjóð og nær 7% í tryggingagjald
    *
  • Eigandi fyrirtækisins greiðir ekki þessa skatta
    *
  • En ef eigandi fyrirtækis starfar hjá því, greiðir hann skatta eins og aðrir starfsmenn þess af launum sínum. M.ö.o. launaskattar eins og rakið er hér framar.
    *
  • En ef hann tekur út hagnað greiðir hann aðeins 20% fjármagnsskatt af þeim arði
    *
  • Það er auðvitað lágmarkskrafa að þingmenn bulli ekki út í loftið og kunni að reikna einfalda hluti.
Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis leggjast gegn hækkun fjármagnstekjuskatts og fulltrúi…
STUNDIN.IS
 

mbl.is Fátækt barna í forgrunni í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband