Lækningalyf hljóta að spara í heilbrigðiskerfinu

  • Dálítð sérkennileg umræða að mér finnst. Auðvitað er það áhyggjuefni en fyrst og fremst viðfangsefni þetta sem í þessari frétt segir m.a.:

,,Útgjöld vegna lyfja hafa aukist gríðarlega segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Heilbrigðisyfirvöld þurfi að taka afstöðu til hversu mikið fjármagn er hægt að setja í upptöku nýrra lyfja. Kostnaður vegna leyfisskyldra lyfja hefur aukist um tvo milljarða á tveimur árum.

Heildarútgjöld til lyfja hafa hækkað um þrettán og hálft prósent síðan 2016".

  • En þetta er auðvitað bara önnur hliðin á málinu. Með bættum og fullkomnari lyfjum hlýtur annar kostnaður á sjúkrahúsum og í heilbrigðiskerfinu hafa minnkað
    *
  • Þ.e.a.s. minni þörf fyrir innlagnir fólks á sjúkrahús og væntanlega minni þörf og færri ferðir til lækna. Hlutir sem eru gríðarlega kostnaðarsamir fyrir samfélagið
    *
  • Auk þess sem líðan fólks og heilsa væntanlega betri og margir geta verið árum saman á vinnumarkaði fyrir vikið.
Útgjöld vegna lyfja hafa aukist gríðarlega segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Heilbrigðisyfirvöld þurfi að taka afstöðu til hversu mikið fjármagn er hægt að setja í upptöku nýrra lyfja. Kostnaður vegna leyfisskyldra lyfja hefur aukist um tvo milljarða á…
RUV.IS
 

mbl.is Útgjöld SÍ á árinu langt umfram fjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristbjörn. Hver lítur eftir hvort lyfin sem SÍ niðurgreiðir, séu ekki gölluð og fölsuð gagnslítil falsvara? Það skiptir miklu máli að eftirlitið virki með réttu innihaldi lyfjanna. Það er margfaldur og óverjandi skaðlegur glæpur að selja fólki opinberlega lögleg og niðurgreidd lyf, sem ekki innihalda réttu virku efnin sem hjálpa.

Það var sagt frá því í hádegisfréttum RÚV að sumt áramótasprengidraslið sem er til sölu, er ekki löglega eftirlitsvottað. Það er alvarlegt. Það er án efa líka mikið af fölsuðum lyfjum til sölu án þess að lyfjastofnun Ríkisins telji sig bera ábyrgð á eftirliti með kvörtunum sjúklinga?

Hver á að líta eftir gölluðum og niðurgreiddum lyfjum á Íslandi? Neytendastofa eða lyfjaeftirlitið?

Afleiðingar svikasölumennsku á röngu innihaldi lyfja bitnar á sjúklingum sem þurfa raunverulega á lyfjunum að halda, og á fjölskyldu viðkomandi lyfjasvikins sjúklings. Og eykur útgjöld og álag á öllum ólíku þjónustukerfisins stofnunum og starfsfólki, á kostnað opinberra skattpeninga "réttar"-ríkis-sjóðsins "galtóma"?

Það er gott að verið sé að líta eftir flugelda-bransanum með skaðaminnkandi eftirliti. Það er fleira sem þarf að líta eftir á traustan og vandaðan skaðaminnkandi hátt fyrir varnarlausa, svikna og blekkta neytendur á Íslandi.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2017 kl. 13:23

2 identicon

Fyrirgefðu Kristbörn, ég sagði víst að flugeldarnir ólöglegu hefðu verið til umfjöllunar í hádegisfréttum RÚV, en fréttin var víst í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hér með hef ég komið leiðréttingunni á framfæri. Rétt skal vera rétt, og leiðrétta á það sem ekki var rétt sagt.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2017 kl. 13:50

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Takk fyrir innlitið Anna Sigríður og ég óska þér gleðilegs árs

Kristbjörn Árnason, 31.12.2017 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband