Það er verið að reyna afvegaleiða umræðuna um lífskjörin

  • Þessi umræða um kostnaðarmatið er ansi sérkennileg
    *
  • Foringi samtaka fyrirtækjanna vill að verkalýðsfélögin fjalli um fyrirtækin
    sem þau væru ríkisstofnun sem þau eru ekki.

Leiðtogar Starfgreinasambandsins

Kostnaður í rekstri fyrirtækja er ekki á könnu launafólks og það fær raunar litlu um hann ráðið. Þannig verður það alltaf.

Líklega eru einnig afar skiptar skoðanir um ýmiskonar kostnaðarliði í rekstri fyrirtækjanna milli launafólks og eigenda fyrirtækja sem eru eins misjöfn og þau eru mörg.

  • T.d. félagsgjöldin sem launafólk greiðir til fyrirtækjasamtakanna, er ætti eðlilega að leggja niður og að eigendur fyrirtækjanna greiddu sjálfir þennan kostnað úr eiginn vasa
    *
  • Launafólk fær heldur engu ráðið um óþarfan fjárfestingakostnað en eigendur fyrirtækjanna demba fyrirtækjunum gjarnan í yfirþyrmandi skuldir
    *
  • Verkefni verkalýðsfélaganna er aðeins að hugsa um lífskjör starfandi launafólks

    og þeirra sem eru af einhverjum ástæðum óvinnufærir og eða komnir á aldur.
RUV.IS
 
Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins ekki ráða því hvenær kostnaðarmat á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar verði kynnt. Það liggi þó þegar fyrir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist opinn fyrir því að vinnuvikan verði stytt. Fyrsti fundur samninganefnda þei...

mbl.is „Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað bogið við þetta braggamál

  • Það er enginn vafi á, að braggamálið er mjög alvarlegt klúður, hjá stjórnsýslu borgarinnar
    *
  • Einnig er auðvelt að draga fram fjölmörg önnur dæmi um álíka framúrkeyrslu. Það dregur vissulega ekkert úr alvarleika málsins. 

braggablús


Það er einnig ljóst að fulltrúar tveggja flokka í minnihluta borgarstjórnar vilja nota þetta mál til að þjarma að borgarstjóra.

Þeir leggjast svo sannarlega ansi lágt þótt ekkert eigi í sjálfu sér að hlífa þeim borgarfulltrúum sem bera ábyrgð. Fyrir þessu minnihlutafólki virðist þetta mál bara vera pólitískt skemmtiefni.

En þetta virðist reyndar vera eins og landlægur sjúkdómur hjá borginni. Áratugum saman hefur þrifist allskonar spilling sem tengist mörgum stjórnendum stofnanna borgarinnar. Ekki síst á blómatíma Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.

En slíkt þrífst einnig hjá einkarekstrinum í stórum stíl og ekki er farið leynt með þá spillingu sem þar fer fram.

Stórtækir eru svo nefndir eigendur fyrirtækja er þeir stela ómældum verðmætum út úr fyrirtækjunum eins og ekkert sé, fyrir framan augun á launafólki.

Það er vonandi að nú verði tekið á þessum vanda borgarinnar og að allir standi saman að lagfæringum.

Eftirtektarvert er að enginn úr þessum tveimur flokkum lítur á eða tekur alvarlega eitt og annað sem Sanna hefur verið að benda á, sem að mínu mati er í raun enn alvarlegra.  

Öll þessi spilling bitnar á þeim sem síst skildi og borgin á að hafa mikla ábyrgð á.


mbl.is „Svei þér Eyþór Arnalds“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu hollir eru bananar með öllum sykrinum?

Það er auðvelt að melta banana og þeir eru því góð fæða fyrir þá sem stundum fá nánar tilteknar meltingartruflanir.

Bananar koma upphaflega frá SA-Asíu og Ástralíu en nú er hægt að rækta þá í næstum hvaða hitabeltisumhverfi sem er. 

Næringargildi í 100 g
Orka90 kcal
Prótein1,2 g
Fita0,3 g
Kólesteról0 g
Kolvetni20,2 g
Trefjar1,8 g

  • Það er 20% kolvetni í banönum af því er sykurinnihald mjög mikið sem veldur auðvitað auknum sykri í mannslíkamanum og síðar fitu
    *
  • Er stóreykur hlutfall vonda kólesterólsins í líkama fólks. Bananar eru mjög fitandi
    *
  • Er hugsanlegt að í einum banana sé sem samsvarar einni matskeið af hvítum sykri?

 


mbl.is Sturlaðar staðreyndir um banana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dylgjur hafa ætíð verið ær og kýr Moggans

  • Enn einu sinni gengur Moggi fram um að reyna að reka fleyg í starfsemi verkalýðsfélaga ef um er að ræða róttækt félag
    *
  • Félag sem er líklegt til þess að hafa mikil áhrif t.d. í kjarasamningum.

Það er dylgjað og sagðar vafasamar sögur, sem til eins að reyna að skapa óróa og óánægju. Tilgangurinn helgar meðalið. Morgunblaðið er hagsmuna aðili enda að mestu í eigu atvinnurekenda og svo sannarlega verkfæri í þeirra höndum.

Enginn hallarbylting hefur átt sér stað hjá Eflingu þótt nýr formaður með mjög ákveðin pólitísk viðhorf í verkalýðsmálum hafi verið kjörinn með miklum yfirburðum. Eftir að fráfarandi formaður sagði af sér, maður sem var alltaf þekktur fyrir einstaka deyfð í kjaraEfling 1. maí 2018baráttu verkafólks.

Það segir sig einnig sjálft að slík breyting á forystumanni hefur áhrif á ýmsa sem hafa starfað um langt árabil í deyfðinni. Það er bara eðlilegt.

Einnig hitt að nýr formaður verður að sækja sér styrk með nýju fólki með nýjum áherslum og eru ásamt nýjum formanni boðberi nýrra tíma. Einnig hefur formaðurinn eðlilega sótt sér fræðilega þekkingu á kjörum launafólks í baklandið.

Þetta eru bara eðlilegir byrjunarörðuleikar sem eiga eftir að batna. Eðlilegt er einnig að mjög fastar venjur séu um meðferð fjármála og að stjórn hafi fjallað um og samþykkt alla stærri reikninga.

Ljóst er á háttarlagi Moggans er að hinir skattlausu aðilar í samfélaginu óttast mjög um hag sinn og þær breytingar sem eru að verða í verkalýðsbaráttunni og tök samtaka atvinnufyrirtækja landsins á ASÍ hafa rýrnað mjög að undanförnu .

1. maí-2018

Ljóst er á hræðsluáróðri Moggans, að Efling og VR ásamt fleiri félögum eru á réttri leið út úr þeim ógöngum sem verkalýðshreyfingin hefur verið stödd í síðustu 30 árin eða svo.

 


mbl.is Forystan gagnrýnd harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju sykur?

Hvernig væri að þeir sem láta birta eftir sig uppskriftir að mat, hætti að bæta sykri í uppskriftirnar. Hunang er auðvitað bara sykur. Það hlýtur að mega nota öðruvísi krydd svo við sem erum með hækkaðan blóðsykur getum notið góðra rétta.


mbl.is Ofureinfaldur kjúklingaréttur sem gerir daginn betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraun til að breyta sögunni

  • Það er rétt athugasemd hjá Helgu Völu þingmanni Samfylkingar að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi geti rýrt traust á Háskóla Íslands og á íslenskum stjórnvöldum.
    *
  • Íslenska þjóðin á þegar Rannsóknarskýrslu Alþingis um málið sem endurspeglar viðhorf þjóðar og stjórnvalda um hrunið.

Sérstaklega vegna þess að Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra virðist ætla að nota skýrsluna sem sé hún opinber stefna og skoðun íslenskra stjórnvalda um hrunmálin sem skýrslan er ekki.

En Bjarni afhenti David Lidington, ráðherra í bresku stjórninni og staðgengil Theresu May forsætisráðherra, í Birmingham í dag eintak af skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um erlenda áhrifa þætti bankahrunsins á Íslandi, fundi úti í Bretlandi. Er fram kemur í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um fundinn.

Það er ljóst að þarna er verið að reyna að skapa söguna upp á nýtt um hrunið að hún verði að skapi Sjálfstæðisflokksins. Það er ljóst að þessi skýrsla getur ekki verið rétt söguskoðun.

  • Því er nauðsynlegt að hrekja innihald þessarar skýrslu af þess bærum aðilum
    *
  • Væntanlega verður það gert á Alþingi
    *
  • Þessu verður að andmæla.
VISIR.IS
 
Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi rýri traust Háskóla Íslands. Þingmaður Viðreisnar segir fátt nýtt koma fram í skýrslunni.

mbl.is Fjármálaráðherra fundaði með staðgengli May
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband