Það skiptir máli hver er forsætisráðherra

  • Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra mun fal­ast eft­ir því við Seðlabank­ann að hann óski svara frá Kaupþingi um hvernig hann ráðstafaði 500 millj­óna evra neyðarláni sem hann fékk 6. októ­ber 2008.

Katrín Jakopsdóttir

Slík ákvörðun hefði verið nánast óhugsandi ef forsætisráðherra kæmi úr öðrum ranni. Algjörlega útilokað að forsætisráðherrar hefði komið úr gömlu valdaflokkunum á Íslandi eða einhverjum brotum úr þeim flokkum.

Í ljós hefur komið að Seðlabankinn hefur ekki einu sinni yfirsýn yfir hvernig Kaupþing notaði þessa peninga. Fram kemur að:

„End­ur­heimt­ur láns­ins nema í dag tæp­lega tveim­ur millj­örðum danskra króna. Það sam­svar­ar um 260 millj­ón­um evra eða 52% af upp­haf­legu láni. Ekki ligg­ur fyr­ir end­an­leg niðurstaða um end­ur­heimt­ur og lík­legt að eitt­hvað inn­heimt­ist í viðbót,“

Þetta er auðvitað gríðarlega alvarlegt mál. „Katrín hef­ur í hyggju að óska eft­ir því við Seðlabank­ann að hann óski svara frá Kaupþingi um ráðstöf­un um­ræddra fjár­muna“.

Það væri í fyllsta máta óeðlilegt að einhver bankaleynd ríkti um þessi mál og sérkennilegt er það, að enginn skuli hafa verið látinn sæta ábyrgð vegna þessara hluta.


mbl.is Mun krefja Kaupþing um svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Frammarar að klúðra málum?

  • Lilja hefur þegar fengið ákúrur vegna hugmynda að nýjum lögum um sviðslistir
    *
  • Þá virðist eitt hvert allsherjar klúður vera í uppsiglingu vegna
    *
  • styrkja til bókaútgáfu til að láta framleiða bækur erlendis
    *
  • Nú er enn eitt klúðrið hjá Ásmundi Einari

mbl.is „Fullkominn misskilningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg umræða

  • Ég hef ekki vitað til þess að Seðlabankinn hafi dómsvald eða hafi haft
    *
  • Aðili sem ekki hefur slíkt vald getur ekki sektað einhverja aðila úti í bæ. En auðvitað getur bankinn kært hvern sem er rétt eins og allir aðrir aðilar í landinu
    *
  • Nema að ef bankanum hafi verið veitt vald til að dæma án þess að kærur hans færi fyrir dómstól.

Þar sem ríkissaksóknari hafði látið meint gjaldeyris svikamál niður falla vegna formgalla í framsetningu á löggjöf, er aldrei dæmt í því máli. Þ.a.l. hefur Samherji aldrei verið sýknaður af þeim ákúrum.

  • Væntanlega hefur sérstakur saksóknari og Seðlabankinn haft haldbærar sannanir fyrir sekt fyrirtækisins. Annars hefur kæran tæplega komið fram.

Um þá hlið málsins ætti umræðan að snúast, en ekki um auka atriði málsins. Tæplega hefur fyrirtækið greitt slíka sekt.

Auðvitað hefur þessi dómur ekki áhrif á stöðu seðlabankastjórans, heldur miklu fremur á starfsemi bankans eða stjórnsýslu og handvöm eða vinnusvik einhvers ráðherra.

STUNDIN.IS
 
J ón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, fyrrverandi hæstaréttardómari og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, kallar eftir því að Már Guðmundsson og fleiri embættismenn í Seðlabankanum verði látnir víkja vegna niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að Seðlabankanum hafi ekki ver...

Væntanlega kemur nú sannleikurinn í ljós, hvort meint gjaldeyrissvikamál Samherja hafi komið til dóms.

En það var víst niðurfellt vegna mistaka hjá einhverjum viðskiptaráðherra sem ekki skrifaði undir lagabókstafinn. Ef það er réttur skilningur hefur Samherji ekki verið sýknaður af upphaflegu ákærunni.

Ég á auðveldara með að trúa seðlabankamönnum og sérstökum ríkissaksóknara en forstjóra Samherja.

KJARNINN.IS
 
Katrín Jakobsdóttir hefur sent bankaráði Seðlabanka Íslands bréf og óskar hún meðal annars eftir útlistun á því hvort og þá með hvaða hætti bankinn hyggist bregðast við dómi Hæstaréttar í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja hf.



mbl.is Mál Samherja hafi fengið efnisumfjöllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tögl og hagldir

  • Upplýsingar þær sem sem Stundin segir frá um feril Barna Benediktssonar eru mjög mikilvægar fyrir samfélagið

    *
  • En það gefur ekki fjölmiðlinu leyfi til að túlka svör aðila eftir eigin hentileikum.

Það er fráleitt að túlka svör Katrínar Jakopsdóttur sem einhverja vörn fyrir Bjarna Benediktsson. Í þau 55 ár sem ég hef fylgst mjög vel með stjórnmálum hefur alveg fram að hruni þótt bæði gott og eðlilegt að alþingismenn kæmi úr atvinnulífinu og væru jafnvel mjög virkir þar.

Hægt væri að telja marga slíka upp og einnig aðra þingmenn sem voru beinlínis hagsmunagæslumenn fyrir ýmiskonar atvinnugreinar og jafnvel fyrirtæki. Þegar Katrín bendir á þetta er hún bara að segja frá staðreyndum sem voru ríkjandi fyrir hrun. Það má jafnvel enn finna slíka kvisti á þingi.

Ég fylgist vel með Katrínu og aldrei hef ég heyrt hana verja Bjarna. En hún eins og allir kjörnir fulltrúar á Alþingi vita um það sem hefur verið upplýst um hans feril og störf fyrir fjölskyldufyrirtækin.

Ég dreg reyndar í efa að hann sé í raun hættur öllum afskiptum af þessu fjölskyldu braski. Held einnig að hann hafi ríka hagsmuni af velgengni þess, bak við tjöldin. Það er beinlínis auðvelt að fela slík afskipti og svo eins og miðillinn bendir réttilega á eru þeir tveir sem eru erfingjar að eignum foreldra hans.
Tögl og haldir

Vandinn er sá, að tæplega verður mynduð ríkisstjórn sem endist án þess að flokkur Bjarna komi þar nærri.

Flokkurinn hefur yfir fjórðungs fylgi og afar sterkt og valdamikið bakland utan við Alþingi. Það er valda aðili sem margir telja að hafi öll tögl og hagldir í íslensku þjóðfélagi.

En í flestum flokkum eru persónur með vafasama ferla, en hafa ekki verið dæmdar fyrir dómstólum frekar en Bjarni. Það virðist vera orðið vandi að koma saman stjórn og baklandi að ríkisstjórn án þess að slíkir aðilar komi við sögu.

En nú hefur Katrín boðað, að innan skamms verði lagt fram frumvarp þar sem gerðar verði enn ríkari kröfur til þingmanna að upplýsa um umsvif þeirra og fjölskyldna utan við Alþingi.

STUNDIN.IS
 
Hvaða afleiðingar hafa upplýsingar um viðskiptaumsvif Bjarna Benediktssonar úr Glitnisskjölunum?

Skjölin sýna að Bjarni og fjölskylda hans höfðu greiðan aðgang að lánsfé í Íslandsbanka/Glitni á árunum fyrir hrunið og að Bjarni var sjálfur, og fyrir hönd fjölskyldu, mjög virkur fjárfestir samhliða þingmennsku á árunum 2003 til 2008.

Þá náðu Bjarni og fjölskylda hans að bjarga umtalsverðum eignum í aðdraganda hrunsins, bæði hlutabréfum sem þau áttu í Glitni og eins ...

Ekki er allt sem sýnist

  • Það var eins gott, að þetta var ekki notaður salernispappír frá

    þessum manni með áberandi bremsuförum.

Það myndi a.m.k. vera eitthvað alvel orginal frá hans innstu rótum

og gæti verið gríðarlega verðmætt.

*

Sérstaklega ef fyrirbærið hefði nú verið sett upp á burstaða álplötu

og væri þannig hangandi uppi á vegg hjá fyrrverandi borgarstjóra.

*

Og ilmaði á sólskinsdögum

MBL.IS
 
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, blæs á allar tilgátur um að Banksy-verk hans sé margra milljóna króna virði og segir það vera ekkert annað en „bara plaggat“.

mbl.is Segir Banksy-verkið „bara plaggat“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vantar gífuryrðin

  • Mér finnst Samherja forstjórinn vera heldur stóryrtur ef það er rétt sem kemur fram í þessum hluta fréttarinnar:

,,Málið var látið niður falla í tvígang. Fyrst vegna þess að heimild til að refsa lögaðilum vantaði í lögin fyrir mistök og svo vegna þess að ráðherra hafði láðst að samþykkja reglur bankans um gjaldeyrismál".

Hvaða ráðherra ætli það hafi verið?

Þetta þýðir í mínum huga, að Samherji var aldrei sýknaður af því máli sem sérstakur saksóknari og Seðlabankinn voru upphaflega að saka útgerðina um að hafa stundað.

Á endanum var Samherji sektaður en bæði héraðsdómur og Hæstiréttur töldu að í því hefði falist ólögleg endurupptaka málanna sem höfðu verið felld niður.

Samherji fór í þetta mál til að fá sektina niðurfellda og vann það mál

RUV.IS
 
Forsætisráðherra segir að dómur Hæstaréttar í Samherjamálinu sé ekki góður fyrir Seðlabankann og hefur rætt við formann bankaráðs um að bætt verði úr stjórnsýslu bankans. Hún segir að málið hafi þó ekki áhrif á stöðu seðlabankastjóra.

mbl.is Samúð Bjarna hjá Samherjamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumlegt áróðursbragð

  • Könnun samtaka atvinnufyrirtækja á Íslandi er ansi grátbrosleg og varla marktæk sem opinber gögn
    *
  • Ef slík könnun á að vera marktæk verður hún að vera gerð án þess að upplýst sé hverjir svara og gerð í samráði við verkalýðshreyfinguna.

 konur í saltfiski 1En það er vitað að bóluhagkerfið er að láta undan einkum ef vextir hækka. Skýrasta dæmið er að bóluflugfélag gafst upp á dögunum. Í mörgum starfsgreinum mun það sama gerast þar sem öll uppbygging er byggð á lánsfé.

Þá hefur Drífa þegar bent á einn annmarka við þessa könnun. En þess ber einnig að gæta að í hverju svona fyrirtæki er starfsfólk að störfum,  eðlilegt er að t.d. trúnaðarmaður verkalýðsfélagsins á hverjum vinnustað sé spurður. Einnig að viðhafðar  séu fjölbreyttari spurningar til að varpa skýrari mynd á stöðuna.

Það er morgunljóst, að fyrirtæki sem ekki getur með eðlilegum hætti greitt starfsfólki laun svo dugi fyrir eðlilegum þörfum þess á að hætta störfum. Væntanlega hefur snarpur samdráttur áhrif á markaðslaunin, en það breytir því ekki að lágmarkslaunin þurfa að hækka verulega.


mbl.is Setur spurningarmerki við orð SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð í tíma töluð

Mér finnst að ummæli Friðriku Benónýsdóttur séu orð í tíma töluð einkum þegar hún beinir orðum sínum að áberandi konum sem reyna að gera lítið úr öðrum konum sem skara fram úr.

Sérstaklega tiltekur hún nú Katrínu Jakopsdóttur en hefði getað nefnt til sögunnar Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrum forsætisráðherra einnig.

Friðrikka Benónýsdóttir

En auðvitað taka karlar þátt í þessum leik einnig og margir þeirra telja sig hafa hag að slíku hátterni þegar konur eiga í hlut. Einskonar valdabarátta. Bæði í opinberri umræðu t.d. á Alþingi eins og Jóhanna mátti þola og á samfélagsmiðlum.

En ég tek eftir því að Katrín nýtur fullrar virðingar þeirra sem á Alþingi sitja.

Ég veit að Katrín lætur engan vaða yfir sig og hún þarf ekki að skipta skapi gagnvart öðrum svo aðrir virði hana sem hana þekkja og eru í samskiptum við hana.

Hún hleypur heldur ekki eftir ýmsum gífuryrðum daganna. Hún lætur það einnig vera að dæma aðra.

Mér finnst einnig vænt um það, að VG er fyrst og fremst jafnréttisflokkur á alla kanta. Bentir óhikað á ójafna stöðu kynjanna en dregur einnig fram þá staðreynd að ójöfnuður ríkir fyrst og fremst milli stétta. Ójöfnuður sem þarf að eyða.

Ég lít svo á, að brek Steinunnar Ólínar geti ekki gert lítið úr Katrínu og ef hún gerir lítið úr einhverjum gerir hún mjög lítið úr sjálfum sér.

Allt virðist þetta atferli hennar gert til að selja fjölmiðilinn sem hún reynir að gefa út. Þar virðist vera gert er út á óánægjuvaðalinn í hversdeginum sem grasserar í samfélaginu sem eru ætíð á móti öllum sem einhverja ábyrgð bera.

MANNLIF.IS
 
Kvennafrídagurinn 24. október síðastliðinn markaði fjörutíu og þriggja ára afmæli þess er 90 prósent íslenskra kvenna lögðu niður vinnu og fjölmenntu á Lækjartorg til að mótmæla kynbundnum launamun og öðru misrétti sem konur urðu fyrir í samfélaginu. Sýndu og sönnuðu ...

Píratar er ekki stjórntækur flokkur.

  • Það er ljóst að Píratar sem íslenskur stjórnmálaflokkur sem er í mótun og samsettur af fólki úr mörgum áttum stefnulega séð. Er að ganga í gegnum enn eitt óróaskeiðið af mörgum.

Margir hafa verið að ásaka VG fyrir að haf myndað ríkisstjórn með gömlu hægri valdaflokkunum. Áttu Píratar að bjarga málum. Allir geta séð að slíkt var ógjörlegt með öllu.

Þeir bentu á möguleika til þess að mynda 32 þingmanna meirihluta á Alþingi með Pírata innanborðs. Og það eftir meðferð þessa flokks á stofnanda sínum og leiðtoga til margra ára. Þar sem hnífum var svo sannarlega beitt í bak menntorsins.

Nú er greinilega heitt á könnunni þar sem eitraður eineltismjöður er svo sannarlega bruggaður. Vélráðin mótuð í skuggsælum vistaverum eins sjá má af þessari frétt.

http://www.visir.is/…/atli-segir-sig-ur-pirotum-eg-get-ekki…

Vissulega sorglegt, því eitthvað virðist vanta upp á félagsþroskann á þeim bæ.

Það eru vissulega vaxtaverkir í öllum nýjum stjórnmálaflokkum það hafa báðir vinstri flokkarnir rekist ámeð miklum sársauka oft á tíðum á sínum 20 ára líftíma

VISIR.IS
 
Atli Þór Fanndal, blaðamaður og pólitískur ráðgjafi Pírata, hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar mikilla deilna innan flokksins.

mbl.is Atli Þór hættir í Pírötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissulega er mikilvægt að læra af reynslunni

  • Það er eitt og annað sem hefur breyst launafólki í óhag einkum láglaunafólki
    *
  • Því er nauðsynlegt að afnema það skattamisrétti sem viðgengst á Íslandi
    *
  • Í skjóli Sjálfstæðisflokksins. 

breytingar á sköttum 2012 til 2016

Hér er dæmi fengið að láni hjá Indriða Þorlákssyni um skattaþróun frá 2012 til 2016.

Fylgir dæminu mynd sem sýnir hvernir skattar hafa hækkað á láglaunafólki og lækkað á hálaunafólki. Sýnir einnig hvernig skattar hafa hækkað á eftirlaunafólki. Það þarf að pikka í myndina svo hún stækki.

Myndin sýnir að skattahækkair samtals í hverrri tekjutíund upp að þeirri sjöundu er á milli 1 og 2 milljarðar króna.

Níunda og neðri helft hinnar tíundu fengu lækkun um ca. einn milljarð hvor í sinn hlut en efst 5 % kasseruðu 9,5 milljörðunum á breytingunum.

Heildargróði og tap er svo að sjá í eftirfarandi mynd sem sýnir að hátt í 12 milljarðar hafa með skattabreytingum verið færðir frá hinum tekjulægri hópum til hinna tekjuhærri.

Breytingar á sköttum 2012 til 2016 | Indriði H. Þorláksson

Svona var 12 milljarða skattbyrði færð yfir á lágtekju- og millitekjufólk ...


mbl.is Ekki megi glutra árangrinum niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband